SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi. Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til …
Laus störf í Auðarskóla (leik-, grunn- og tónlistarskóli)
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi! Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Það er gott …
Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Breyting á þremur opnunardögum Héraðsbókasafns
Þriðjudaginn 16. maí og þriðjudaginn 23. maí verður Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá kl. 13:30 til kl. 17:00. Þá fellur niður opnun fimmtudaginn 11. maí nk.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 234. fundur
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 234 FUNDARBOÐ 234. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. maí 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2304022 – Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki II 2. 2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar 3. 2207022 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar – Ljárskógar 4. 2304017 – Umsókn um framkvæmdarleyfi á Klofningsvegi 5. 2205022 – …
Orkuskipti – Samtal um nýtingu vindorku – Dalabúð kl. 20:00 mánudaginn 8. maí 2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða …
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis
Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 5. maí til og með 5. júní nk. vegnar sumarleyfis. Næsti opnunardagur skrifstofu sýslumannsins er því þriðjudagurinn 6. júní. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.
Óskað eftir ársreikningum veiðifélaga í Dalabyggð
Á 233. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. apríl sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt, undir dagskrárlið 11: Í ljósi m.a. framkominnar fyrirspurnar Bæjarins Besta samþykkir sveitarstjórn Dalabyggðar að kalla eftir nýjasta ársreikningi frá öllum veiðifélögum í Dalabyggð samkvæmt skráningu Fiskistofu. Umræddum gögnum verður svo komið til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar sem tekur afstöðu til og eftir atvikum endurmetur fasteignamat vegna hlunninda þeirra …
Vantar þig athafnahúsnæði?
Í Dalabyggð er fyrirhugað að byggja húsnæði í nýju iðnaðarhverfi nyrst í Búðardal. Við leitum áhugasamra fyrirtækja og einstaklinga sem þurfa gott og hagkvæmt iðnaðarhúsnæði og vilja taka þátt í uppbyggingu hverfisins. Um er að ræða iðnaðarbil af stærðunum 50 – 100 – 150 eða 200 fermetrar, 6 metra vegghæð á húsinu og ætlunin að hafa stóra hurð og gönguhurð …
2.000.000 kr. í styrki frá Stéttarfélagi Vesturlands
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var 26. apríl sl. var samþykkt að veita tvo styrki í verkefni í Dalabyggð. Annar að upphæð 300.000 kr. – til Silfurtúns sem fer í kaup á stólavog, þ.e. vigt með mjúku sæti, uppfellanlegum örmum og fótahvílum sem auðveldar mjög starfsemi á heimilinu. Hinn að upphæð 1.700.000 kr.- til Ungmennafélagsins Ólafs Pá til kaupa …