Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 19. mars 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér sameiningu frístundahúslóða nr. 52-57 í eina 4 ha lóð. Skilmálum um byggingarmagn á öllum frístundahúsalóðum er breytt og gert ráð fyrir breyttum aðkomuvegi inn á svæðið. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar …

Skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 22. mars

SveitarstjóriFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð föstudaginn 22. mars 2024 vegna fræðsluferðar starfsmanna. Opnum kl. 09:00 mánudaginn 25. mars og bendum jafnframt á netfangið dalir@dalir.is Með vinsemd, Sveitarstjóri

Upplýsinga- og umræðufundir: Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar – Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar Heimasíða Breiðafjarðarnefndar Upplýsinga- og umræðufundir verða haldnir á þremur stöðum við Breiðafjörð; Stykkishólmi, Dalabyggð og Barðaströnd. Fundurinn í Dalabyggð verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 17:00 – 19:30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal. Ath. að upphaflega var fundurinn auglýstur mánudaginn 18. mars en var frestað vegna veðurs.  Kynnt verður verkefni, …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 244. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 244. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. mars 2024 og hefst kl. 16:00   DAGSKRÁ: Almenn mál 1.   2402012 – Ársreikningur Dalabyggðar 2023   2.   2208004 – Vegamál   3.   2402022 – Stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi   4.   2403012 – Ræktun landgræðsluskóga   5.   2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs …

Nýtt: Fræbanki á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Við kynnum nýjung á Héraðsbókasafni Dalasýslu: Dalafræ – fræbanki fyrir áhugasama ræktendur. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, skilið eftir í þessum kassa og aðrir notið góðs af og skipt út ef fræbankinn geymir eitthvað sem viðkomandi á ekki. Ekki er skilyrði að eiga fræ til að skipta. Fræbankinn verður opnaður í …

Aðalfundur Félags eldri borgara í Dalasýslu og Reykhólahreppi

DalabyggðFréttir

Aðalfundur félags eldri borgara verður haldinn fimmtudaginn 14.mars. kl. 13:30 í Rauða kross húsinu að Vesturbraut 12 í Búðardal. Dagskrá er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar fyrir liðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir félagsreikningar. Kosning stjórnar og varastjórnar. Kosning skoðunarmanna. Önnur mál. Undir önnur mál er óskað eftir orðabreytingum á lögum Félags eldri borgara. Hér að neðan eru lögin og með gulu er …

Jólagjöf framlengd til 10.mars

DalabyggðFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja gjafabréfið sem starfsfólk Dalabyggðar fékk í jólagjöf frá sveitarfélaginu til og með 10. mars.  Fyrir jól fengu starfsmenn gjafabréf sem virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá fyrirtækjum/þjónustuaðilum sem taldir eru upp á bréfinu.  Gert var ráð fyrir að hægt væri að nota gjafabréfin til 29. febrúar 2024. …

Bilun í vatnsveitu í Sunnubraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Uppfært: Vatnsstreymi á götunni er hætt og reyndist hafa annan uppruna en vegna bilunar í kerfinu. Afhending á köldu vatni og umferð um Sunnubraut verður því óskert.   Seint í gærkvöldi varð vart við leka á vatnslögn í Sunnubraut við gatnamót Gunnarsbrautar. Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, verður unnið að viðgerð á lekanum og má búast við að loka þurfi …