Vegna starfsdags verða skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi lokaðar mánudaginn 18. apríl. Ólafur K. Ólafsson sýslumaður verður með viðtalstíma í Búðardal á milli kl. 10:00 og 14:00 þriðjudaginn 19. apríl. Tímapantanir eru í síma 458 2300, einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið oko@syslumenn.is
Íbúafundur
Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 12. apríl og hefst kl. 20. Dagskrá 1. Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2015 2. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2016 Umræður og fyrirspurnir 3. Kaffihlé 4. Endurvinnslukortið: Flokkun – ekkert mál! 5. Sögualdarsýning í Leifsbúð Kjartan Ragnarsson kynnir hugmyndir sínar
Flokksstjóri vinnuskóla
Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 29. apríl.
Vinnuskólinn
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2000 – 2003. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu (www.dalir.is) og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.
Silfurtún – matráður
Matráður óskast til starfa sem fyrst á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.
Rúlluplast
Söfnun á rúlluplasti verður dagana 13.-15. apríl. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …
Ræktun matjurta í heimilisgarðinum
Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgarðinum laugardaginn 23. apríl frá kl. 09:30 til 15:30 í Dalabúð. Á námskeiðinu verður fjallað í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveg og lífið í jarveginum, umhirðu og uppskeru ásamt algengustu vandamálum …
Blótsteinn á Fjósum
Við göngu um Fjósalandið rakst Viðar Þór Ólafsson nýlega á sérkennilegan stein við gamla brunninn. Við nánari rannsóknir hefur komið í ljós að um blótstein er að ræða. Blótsteinar kölluðust þeir steinar sem notaðir voru við fórnir í heiðnum sið. Og með sérstökum rannsóknum má staðfesta hvort blóð hafi legið í steininum. Steinninn er enn á sínum stað og þess …
Gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum
Laugardaginn 2. apríl kl. 15 mun Hafdís Sturlaugsdóttir flytja erindi um gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Þá verða ljósmyndir úr filmusafni Jón og Guðmundar í Ljárskógum til sýnis þennan sama laugardag. Myndasafn þetta er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og eru …
Ballið á Bessastöðum
Föstudaginn 18. mars síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur fjölskyldusýninguna Ballið á Bessastöðum. Sýning var hluti af Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem haldin var á Hólmavík að þessu sinni og stóð yfir í viku með tilheyrandi dagskrá og skemmtun og tókst afar vel upp. Ballið á Bessastöðum hefur verið sýnt nokkrum sinnum á Hólmavík við góðar undirtektir. Ákveðið var að láta þar ekki staðar …