Haustfagnaður FSD 2015 – úrslit

DalabyggðFréttir

Öll úrslit eru nú komin í ljós í öllum keppnisgreinum á Haustfagnaði FSD. Tvennt er þó óbreytt frá fyrra ári. Hafliði er Íslandsmeistari í rúningi og Monika og Halldór í Rauðbarðaholti áttu fallegasta hrút sýningarinnar. Íslandsmeistarmótið í rúning 1. Hafliði Sævarsson, Fossárdal 2. Guðmundur Þór Guðmundsson, Kvennabrekku 3. Julio Gutierrez, Hávarsstöðum 4. Steinar Haukur Kristbjörnsson, Tröð 5. Baldur Stefánsson, Klifshaga …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 129. fundur

DalabyggðFréttir

129. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 27. október 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Verndaráætlun fyrir Breiðafjörð 2014-2019 2. Þjóðlendukrafa – Svæði 9 Fundargerðir til staðfestingar 3. Umhverfis- og skipulagsnefnd – 59 3.1. Svalbarð – Umsókn um landskipti 3.2. Svalbarð – Umsókn um stofnun lóðar 3.3. Gerð svæðisskipulags – Verkefnistillaga 4. Fræðslunefnd Dalabyggðar …

Haustfagnaður FSD 2015

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður 23. – 24. október hér í Dölum. Dagskrá hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum, en þó alltaf eitthvað nýtt. Stærsta breytingin í ár er keppni um fegurstu gimbrina. Hátíðin hefst á lambahrúta- og gimbrasýningu á Kjarlaksvöllum í Saurbæ föstudaginn 23. október kl. 12. Þar kemur úrval hrúta og gimbra norðan girðingar til sýningar. …

Sorphreinsun frestast

DalabyggðFréttir

Sorphreinsun sem fara átti í dag, þriðjudaginn 20. október, seinkar til miðvikudags vegna bilunar í sorpbíl. Gámaþjónusta Vesturlands biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Sjö vikna íþróttanámskeið hjá UDN

DalabyggðFréttir

UDN stendur fyrir fjölbreyttu úrvali af íþróttum næstu sjö vikurnar á Laugum. Æfingarnar fyrir miðstig og unglingastig verða á þriðjudögum kl. 16:30-18:30 og fimmtudögum kl 15:30-17:15. Auk þess annan hvorn laugardag kl. 10:00-12:00 fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Þ.e. laugardagana 17. október, 31. október, 14. nóvember og 28. nóvember. Yngsta stig fær æfingar á gæslutíma á þriðjudögum og fimmtudögum …

Silfurtún – laust starf við aðhlynningu

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir starfsmanni á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Um er að ræða 70% starf við aðhlynningu og unnið er á vöktum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir berist á netfangið eythor @dalir.is fyrir 15. október 2015.

Silfurtún – laust starf í mötuneyti

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir aðstoðarmatráði á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Um er að ræða 50% starf í vaktavinnu, unnið aðra hvora helgi, á tímabilinu 15. október til 31. desember 2015. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251. Umsóknir berist á netfangið eythor @dalir.is …

Aðstoðarleikskólastjóra vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð – Ánægja – Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Næsti yfirmaður aðstoðarleikskólastjóra er skólastjóri. Við leitum …

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði. Umsóknir sendist á netfangið vildis@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes. Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir …

Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal verður lokuð í dag. Næstu opnunardagar eru 15. og 29. október kl. 9:30-12:30. Stéttarfélag Vesturlands