Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 8. janúar kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Innifalt í aðgangseyri eru kaffiveitingar að lokinni spilamennsku.
Leifsbúð – þjónustusamningur
Dalabyggð hefur endurnýjað þjónustusamning við Valdísi Gunnarsdóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð en hún hefur séð um reksturinn frá 1. mars 2014. Með nýjum samningi eru settar nýjar áherslur. Dregið er úr vægi upplýsingamiðlunar til ferðamanna yfir vetrartímann en aukin áhersla lögð á kynningarmál og samvinnu ferðaþjónustuaðila. Þjónusta við félag eldri borgara verður óbreytt frá fyrra ári. Á tímabilinu 1. …
Lýsing á deiliskipulagstillögu á Laugum
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 15. desember að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur á svæðinu til húshitunar og til heilsuræktar. Laugar eru um 50 ha að stærð …
Áramótabrennur
Árleg brenna í Búðardal verður á gamla fótboltavellinum. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Brennan í Saurbænum verður að þessu sinni í landi Bjarnastaða í Staðarhólsdal. Kveikt verður í brennunni um miðnætti.
Byggðasafn Dalamanna – sögustundir
Sunnudaginn 27. desember verður næsta sögustund á safninu. Þá verða álfar og annað tengt áramótum á dagskrá. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr og kaffi á könnunnni fyrir þá sem það vilja.
Gleðileg jól
Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Félagsvist í Tjarnarlundi
Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi laugardaginn 26. desember, annan í jólum, og hefst hún kl. 20. Aðgangseyrir 700 kr. Sjoppa verður á staðnum, en enginn posi.
Skólastjóri Auðarskóla
Staða skólastjóra við Auðarskóla í Búðardal er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans • Fagleg forysta skólastofnunarinnar • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Ráðningar …
Messur um jól
Messað verður í flestum kirkjum í Dalabyggð um jólahátíðina, auk Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur 24. desember Jólastund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14. Aftansöngur í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18. Jóladagur 25. desember Jólastund á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni kl. 13. Hátíðarguðþjónusta í Hvammi í Hvammssveit kl. 15. Hátíðarguðþjónusta á Staðarfelli á Fellsströnd kl. 17. Annar í jólum 26. desember Hátíðarguðþjónusta …
Skrifstofa Dalabyggðar
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.