Járn- og timburgámar

DalabyggðFréttir

Járn- og timburgámar í Saurbæ verða staðsettir við Brekkurétt. Járn- og timburgámar á Skógarströnd verða staðsettir við sorpgáma hjá Straumi.

Svavar Knútur og Kristjana í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns verða með tónleika í fjósinu á Erpsstöðum laugardaginn 4. júlí kl. 21. Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal verður opið alla daga kl. 12-17 frá 27. júní til 16. ágúst. Umsjónarmenn verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræðingur. Sýningar eru þar um sögu Ólafsdalsskólans, konurnar í Ólafsdal o.fl., en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 er fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá Rjómabúinu á …

Héraðsbókasafn – sumarlokun 2015

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað fimmtudaginn 18. júní og allan júlímánuð vegna sumarleyfa bókavarðar. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun verður þriðjudaginn 30. júní og fyrsti opnunardagur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 4. ágúst.

Gróðursetning við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Gróðursetning í tilefni þess að í ár eru 35 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands munu Dalabyggð og Skógræktarfélag Dalasýslu standa saman að gróðursetningu þriggja birkiplantna líkt og Vigdís gerði með táknrænum hætti í forsetatíð sinni. Vigdís gróðursetti þrjár plöntur við Grunnskólann í Búðardal um Jónsmessuleytið árið 1981 eða fyrir 34 árum …

Furðuleikar á Ströndum

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 28. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað …

Four Leaves Left á Laugum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 26. júní mun hljómsveitin Four Leaves Left spila á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal kl. 21:00. Hljómsveitin spilar tónlist sem nær allt frá fingerstyle plokki og upp í djassskotið fönk. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Hótel Edda Laugum