Vegna tæknilegra örðugleika er ekki unnt að senda beint út frá sveitarstjórnarfundi sem hófst nú kl.16:00. Fundurinn er opinn og íbúum frjálst að mæta og hlusta á fundinn sem fram fer í fundarsal á 2. hæð Stjórnsýsluhúss Dalabyggðar. Annars mun upptaka af fundinum koma inn á YouTube-rás sveitarfélagsins „Dalabyggð TV“ að fundinum loknum.
Íbúafundur með starfshópi ráðherra – FRESTAÐ
ATH! ATH! ATH! Vegna ófyrirséðra aðstæðna er fundi með starfshópi frestað og mun ný tímasetning verða auglýst síðar
Samráð um Menntastefnu Dalabyggðar – opið fyrir tillögur að úrbótum
Kynning á drögum menntastefnu Dalabyggðar fyrir íbúa Dalabyggðar fór fram miðvikudaginn 17. janúar. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Opnað hefur verið fyrir tillögur að úrbótum á menntastefnunni. Á slóð sem fylgir frétt þessari er hægt að skrá tillögur og athugasemdir inn í skjal. Um …
Sýning Byggðasafnsins á bókasafninu
Við vekjum athygli á að Byggðasafn Dalamanna hefur sett upp nýja sýningu á bókasafninu. Um er að ræða kistla og kassa í eigu safnsins. OPNUNARTÍMAR HÉRAÐSBÓKASAFNS DALASÝSLU Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 242. fundur
FUNDARBOÐ 242. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 18. janúar 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2305010 – Löggæsla í Dalabyggð 2. 2204013 – Íþróttamannvirkja í Búðardal 3. 2310012 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2024 4. 2312010 – Umsagnarb. tækifærisleyfi. Þorrablót Laxdæla 27. janúar 2023 5. 2401023 – Samvinnuverkefni vegna aðgengis elli- og …
Yfir 9 milljónir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í Dalina
Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands. Alls bárust 126 umsóknir, veittir voru styrkir til 75 verkefna en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega …
Menningarmálaverkefnasjóður – umsóknarfrestur rennur út í dag
Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2024 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 15. …
Fjarfundur vegna nýrrar menntastefnu Dalabyggðar 2023-2028
Miðvikudaginn 17. janúar nk. kl. 17 verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu með fjarfund á Teams fyrir íbúa Dalabyggðar til að kynna drög að nýrri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2023-2028. Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skólastarfi, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu. Það er sveitarfélaginu mjög mikilvægt að …
Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára
Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …
Laust starf: Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni
Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024. Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og …