Miðbraut lokuð part úr degi 29.07.2023

DalabyggðFréttir

Miðbraut verður lokuð laugardaginn 29. júlí milli ca. 12:300 – 16:00 vegna Pósthlaupsins en endamarkið verður staðsett við pósthúsið.  Pósthlaupið er um 50 km utanvegahlaup sem hefst við Bálkastaði í Hrútafirði. Hlaupin er gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð vestur í Haukadal og sem leið liggur niður dalinn, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla …

Endurbætur á smábátahöfn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Unnið hefur verið að endurbótum á smábátahöfninni í Búðardal sl. daga og fer þeim nú að ljúka. Skipt hefur verið um stagkeðjur, akkeri fyrir bryggju og landfestur. Jafnframt voru endurnýjuð innsiglingarljós og flóðlýsing ásamt því að bryggja var yfirfarin að öðru leyti. Virkilega ánægjulegt að þessum endurbótum hafi verið náð í sumar. Í framhaldi af þessum framkvæmdum verður svo settur …

Rotþróahreinsun 2023

DalabyggðFréttir

Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2023, mun hreinsun fara fram í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal og hefst verkið þriðjudaginn 8. ágúst nk. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá …

Auðarskóli gerir samning um stuðning við skólastarf

DalabyggðFréttir

Í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum kemur m.a. fram að: „Sveitarfélög skulu tryggja að viðeigandi skólaþjónusta sé veitt í leik- og grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan skóla.“ Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti á 311. fundi sínum samning Auðarskóla við Ásgarð skólaráðgjöf um sérfræðiþjónustu við starfsfólk …

Umsögn Dalabyggðar við samgönguáætlun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð sendi inn umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda við samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038. Samgönguáætlun er lögð fram í einu lagi til 15 ára ólíkt því sem áður var, þ.e. stefnumótandi áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm ár áætlunarinnar. Nýverið staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Sú framtíðarsýn sem kemur þar fram miðar að því að …

Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2023

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 31. júlí – 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Síðasti opnunartími fyrir sumarlokun er því frá kl. 09:00 – 13:00 föstudaginn 28. júlí. Skrifstofan verður opnuð að nýju kl. 09:00 fimmtudaginn 10. ágúst.

Ólafsdalshátíð frestað

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélaginu þykir leitt að tilkynna að vegna  mikilla framkvæmda Minjaverndar hf. við skólahúsið í Ólafsdal  í Gilsfirði verður ekki af sumaropnun félagsins 2023. Vegna framkvæmdanna og ófullnægjandi aðstöðu fyrir undirbúningshóp og gesti hátíðarinnar verður Ólafsdalshátíð 2023 jafnframt felld niður. Ólafsdalsfélagið stefnir á að halda að veglega Ólafsdalshátíð árið 2024. Starfsemi Ólafsdalsfélagsins, fræðslu- og menningarhlutverk,  verður óskert að öðru leyti.  Er …

Verðkönnun: Ræstingar í Auðarskóla og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir verði í ræstingar á húsakynnum Auðarskóla (Miðbraut 6-8, 370 Búðardal) og Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (Miðbraut 11, 370 Búðardal). Verkefnið felur í sér ræstingu í húsakynnum Auðarskóla (skólastofur, gangar, herbergi, anddyri, skrifstofur og mötuneyti ásamt salernum) og ræstingu í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar (anddyri, skrifstofur, stigagangar, bókasafn, lyfta, eldhús, salir og salerni). Ræsting getur m.a. verið að rykmoppa, blautþvo eða ryksuga …

Forgangröðun vegaframkvæmda afhent innviðaráðherra og vegamálastjóra

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 4. júlí var nýsamþykkt forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð afhent Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og Bergþóru Þorkelsdóttur, vegamálastjóra. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri hitti vegamálastjóra í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni og afhenti henni forgangsröðunina. Pálmi Þór Sævarsson, umdæmisstjóri Vestursvæðis var með þeim í gegnum fjarfundabúnað. „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt …

Laus störf við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi! Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Starfsandinn í skólanum er …