Óveruleg breyting – skólphreinsistöð í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 18. ágúst 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu iðnaðarsvæðis I-6, sem er 0,1 ha reitur fyrir skólphreinsistöð á Búðardal, til norðurs. Lögun og stærð I-6 breytist lítilsháttar og verður 0,16 ha eftir breytingu. Greinargerð með rökstuðningi …
Dagatal fyrir sorphirðu 2024
Gefið hefur verið út nýtt dagatal fyrir sorphirðu 2024. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi þar sem almennt er hirt á 4ra vikna fresti, lífrænt á 6 vikna fresti með þremur aukalosunum að sumri (3 vikna fresti þá) og endurvinnslu á 6 vikna frest í dreifbýli og 3ja vikna fresti í Búðardal. Rúlluplasti verður safnað 6 sinnum á árinu. Fyrirkomulag …
Bókasafnið opið fimmtudaginn 28. desember
Vert er að minnast á það að einungis er opið einn dag á milli jóla og nýárs, þ.e. fimmtudaginn 28. desember. Ýmsar bækur hafa bæst við nú í desember, má þar nefna Orri óstöðvandi , Íslensku dýrin okkar og Jólabókaklúbburinn. Að ógleymdri bókinni Kynlegt stríð eftir sagnfræðinginn og Dalakonuna Báru Baldursdóttur. Jólasýningarnar í Stjórnsýsluhúsinu eru enn uppi og um að …
Jólakveðja frá Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Jólakveðja og fréttamoli frá verkefnastjóra DalaAuðs
Ertu með frábæra hugmynd? Frumkvæðissjóður DalaAuðs opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2024. Ákveðið hefur verið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 1. febrúar 2024 og verður tekið við umsóknum út febrúarmánuð. Í upphafi nýs árs er því upplagt að skrifa hugmyndir sínar á blað og undirbúa sig fyrir umsóknarferlið. Sem fyrr aðstoðar Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs umsækjendur og hvetjum …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 241.fundur
FUNDARBOÐ 241. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, þriðjudaginn 19. desember 2023 og hefst kl. 11:30 Dagskrá: Almenn mál 1. 2307001 – Fjárhagsáætlun 2024, álagningarhlutfall útsvars. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, undirritað dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga. Til skýringar þá mun …
Jólakveðja sveitarstjóra Dalabyggðar 2023
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir velunnarar Dalanna einu og sönnu. Um leið og ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir góð samskipti á árinu sem senn er á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2023 og eins að koma aðeins inn á …
Lokaútkall þetta árið vegna frístundastyrks fyrir börn og ungmenn í Dalabyggð
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember ! Hér meðfylgjandi slóð á annars vegar umsóknareyðublað og hins vegar reglur um frístundastyrk. https://dalir.is/wp-content/uploads/2020/01/Skra_0079434.pdf https://dalir.is/wp-content/uploads/2020/09/Fristundastyrkur-fyrir-born-og-ungmenni.pdf
Söfnun á rúlluplasti – frestast vegna færðar og veðurs
Gámafélagið hefur safnað rúlluplasti frá öllum bæjum nema tveimur vestan Búðardals. Vegna hálku og hvassviðris verður söfnun frestað fram yfir helgi. Stefnt að því að klára alla staði á mánu- og þriðjudaginn, 18.-19. desember.
Bólusetning við influensu og covid-19
Síðasti bólusetningardagur í Búðardal fyrir áramót verður þriðjudaginn 19. desember en hægt verður að fá flensusprautu á Reykhólum á miðvikudögum. Tímabókanir eru í síma 432 1450 Sérstaklega er hvatt til þess að forgangshópar láti bólusetja sig en forgangshópar eru: Börn fædd 2020 og yngri sem náð hafa 6 mánaða aldri 60 ára og eldri Yngri en 60 ára með undirliggjandi …