Opið hús verður að Vesturbraut 12 þar sem dreifnám Menntaskóla Borgarfjarðar í Búðardal hefur verið til húsa í vetur fimmtudaginn 22. maí kl. 10–15. Þeir sem hafa áhuga að sjá hvernig kennslustund fer fram geta komið á milli kl. 10.00 – 11.20 eða kl. 14.10- 15.00. Hægt er að skoða aðstöðuna og spjalla við Jenny, umsjónarmann námsins og forvitnast um …
Kjörskrá
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, frá og með 21. maí 2014 til kjördags, mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 14:00.
Sumarstörf fyrir námsmenn
Dalabyggð auglýsir tvö störf laus til umsóknar í tengslum við atvinnuátak sveitarfélaga og Vinnumálastofnunar sumarið 2014. Verkefnin geta verið af ýmsum toga eftir áhugasviði umsækjenda svo sem umhverfisverkefni, aðstoð hjá byggingarfulltrúa eða verkefni tengd menningar- og ferðamálum. Um störfin gildir eftirfarandi:– Ráðningartími er að hámarki tveir mánuðir á tímabilinu 1. júní – 31. júlí. – Skilyrði er að umsækjandi sé …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 113
113. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 20. maí 2014 og hefst kl. 18:00 Dagskrá: Almenn mál 1.1310026 – Sturla Þórðarson 1214-2014 2.1405002 – Kvenfélagið Fjóla – Samstarfssamningur 3.1405017 – Sveitarstjórnarkosningar 2014 – Kjörskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 4.1405015 – Bréf Sýslumannsins í Búðardal vegna útgáfu rekstrarleyfis 5.1404025 – Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára …
Óhlutbundnar kosningar
Engir listar bárust kjörstjórn Dalabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí næstkomandi og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör).
Sveitarstjórn Dalabyggðar 112. fundur
112. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 13. maí 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2013 – síðari umræðu Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Rekstrarleyfi fyrir Hvítadal 2 08.5.2014 Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Söfnunarlok sjúkraflutningaaðila
Sjúkraflutningamenn í Dalabyggð vilja koma á framfæri þakklæti fyrir afar góðar undirtektir við söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki (Lúkas) í sjúkrabifreiðina. Söfnuninni er nú lokið og af því tilefni er íbúum Dalabyggðar boðið í Leifsbúð laugardaginn 10. maí kl. 16-18. Hjartahnoðtæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, er þar vísað til að notkun þess jafngildir viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér …
Skráning lögheimilis
Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, laugardaginn 10. maí, þar sem af því ræðst í hvaða kjördeild eða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði. Óheimilt er að breyta skráningu í kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag. Síðustu forvöð að tilkynna um nýtt lögheimili til Þjóðskrár eru föstudaginn …
Sýsluskrifstofa
Skrifstofa sýslumannsins í Búðardal verður lokuð föstudaginn 9. maí vegna námskeiðs.
Garðland
Garðland fyrir grænmetisræktun í Búðardal er í námunda við vatnstankinn. Íbúum Dalabyggðar er frjálst að helga sér reit á svæðinu til afnota sumarlangt endurgjaldlaust, en eru beðnir að gæta hófs varðandi stærð þannig að sem flestir áhugasamir geti nýtt sér svæðið.