Vefstefna Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Vefstefna fyrir vef Dalabyggðar, www.dalir.is, var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember.
Í stefnunni kemur m.a. fram að hlutverk vefsins „er fyrst og fremst til að veita íbúum sveitarfélagsins upplýsingar um stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru birtar fréttir af menningar- og samfélagstengdum viðburðum og öðru í héraðinu og nágrenni. Vefur Dalabyggðar er ekki hugsaður til að birta almennar fréttir úr héraðinu.“
Einnig kemur fram í vefstefnu að á „vef Dalabyggðar eru ekki birtar auglýsingar frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum vegna sölu á vöru og þjónustu. Undantekningar eru þegar það tengist beint menningartengdum viðburðum í héraðinu eða þegar ágóði fer til góðgerða- eða samfélagsmála.“
Ábendingum og leiðréttingum skal komið á framfæri við umsjónarmenn vefsins sem eru Sigfríð Andradóttir sigfrid@dalir.is og Valdís Einarsdóttir safnamal@dalir.is.

Vefstefna Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei