Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024. Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og …
Dagur reykskynjarans – Vertu eldklár!
Í dag er dagur reykskynjarans – mikilvægasta öryggistæki heimilisins! Þá er tilvalið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum og yfirfara eldvarnir heimilisins. Inn á vefsíðunni www.vertueldklar.is getur þú nálgast ýmsan fróðleik um brunavarnir og hvernig þú ferð að því að vera ELDKLÁR á þínu heimili. Er reykskynjarinn þinn í lagi? smelltu hér 👉 https://vertueldklar.is/dagur-reykskynjarans/
Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenn í Dalabyggð
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Skrifstofa Sýslumanns lokuð 5. desember
Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal, verður lokuð þriðjudaginn 5. desember 2023. Hefðbundin opnun fimmtudaginn 7. desember.
Yfirfærsla íbúða og undirritun viljayfirlýsingar
Á 239. fundi sveitarstjórnar var bókað að komið væri tilboð frá Leigufélaginu Bríeti ehf. í eignir sveitarfélagsins við Stekkjarhvamm og Gunnarsbraut gegn yfirtöku á eignum og skuldum Dalabyggðar og eignarhlut í Leigufélaginu Bríeti ehf. Leigufélagið Bríet starfar með það að langtímamarkmiði að stuðla að nýsköpun og uppbyggingu íbúðahúsnæðis á þeim svæðum á landsbyggðinni þar sem þess er þörf, m.a. með …
Dalabyggð í sókn – niðurstöður könnunar
Í september var gerð könnun meðal íbúa í tengslum við verkefnið Dalabyggð í sókn. Meðal þess sem verið var að kanna var sýn íbúa á styrkleika og samfélagið í Dölunum. Dr. Bjarki Þór Grönfeldt frá Háskólanum á Bifröst mun kynna niðurstöður könnunarinnar í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 5. desember kl. 17.00-18.00 Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og heyra um niðurstöður …
Kaffihúsakvöld Auðarskóla
Fimmtudagurinn 30. nóvember 2023 16:30 – Tendrað verður á jólatré við Silfurtún, að því loknu gengið að Auðarskóla og tendrað á trénu þar áður en Kaffihúsakvöld Auðarskóla hefst.
Dalabyggð greiðir þátttökugjald á Mannamót 2024
Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2024 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Þann 18. janúar 2024 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og …
Íbúakönnun landshlutanna: Taktu þátt, hafðu hátt og sýndu mátt
Fyrir rúmum þremur vikum fór Íbúakönnun landshlutanna af stað á öllu landinu. Könnunin er lögð fyrir íbúa allra landshluta á nokkra ára fresti. Sem fyrr er lögð áhersla á að spyrja þátttakendur aðallega um mat þeirra á búsetuskilyrðum, almenna velferð, stöðu þeirra á vinnumarkaði og hver framtíðaráform þeirra séu um búsetu. Gögn þessarar könnunar hafa nú þegar gefið þeim sem …
Jólatré og kaffihúsakvöld
Í ár bjóðum við upp á smá nýbreytni sem við vonum að mælist vel fyrir. Skátafélagið Stígandi í samstarfi við Dalabyggð bjóða íbúum sem og öðrum að vera viðstödd þegar ljósin verða tendruð á jólatrjám í þorpinu. Dagskrá hefst við Silfurtún kl.16:30 þar sem verður tendrað á fyrra trénu, dansað og sungið. Í framhaldi verður ljósganga að næsta tré við Auðarskóla þar sem ljósin …