Dalaveitur – truflun á farsímasambandi frá Staðarfelli

Kristján IngiFréttir

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 hefst vinna við ljósleiðarastofn í Hvammssveit. Við það gætu orðið truflanir á farsímasendum á Staðarfelli sem gæti haft áhrif á símasamband við Hvammsfjörðinn þar sem engir aðrir sendar dekka. Þetta gæti varað í um 1 – 1,5 klst. Tilkynning hefur verið send til heimila sem verða fyrir rofi á netsambandi sem hefst á sama tíma …

Menningarfulltrúi Vesturlands með viðveru 13. nóvember

DalabyggðFréttir

Sigursteinn menningarfulltrúi Vesturlands verður til samtals á Nýsköpunarsetri Dalabyggðar mánudaginn 13. nóvember nk. frá kl.10-15. Opið er fyrir verkefna-, stofn og rekstrarstyrki menningarmála úr Uppbyggingarsjóði til 22. nóv. svo það er um að gera að ná samtali við Sigurstein varðandi möguleikana sem þar felast. Endilega bókið tíma á sigursteinn@ssv.is

Vesturbrú – viðskiptahraðall, opið fyrir skráningar

DalabyggðFréttir

Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 239. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 239. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:  Almenn mál 1.   2310019 – Fjárhagsstaða bænda 2023 2.   2310016 – Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki V 3.   2307001 – Fjárhagsáætlun 2024-2027 4.   2301013 – Silfurtún, undirbúningur á slitum B-hluta félags og eignarhald fasteignar 5.   2302006 – Félagslegar íbúðir 6.   2210026 – …

Mynd Kristján Þ. Halldórsson

Íbúafundur – DalaAuður

DalabyggðFréttir

Kæru íbúar! Árlega er haldinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs og er nú komið að því að funda í annað sinn. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 17.15, í Dalabúð. Verkefnið DalaAuður er að mörgu leyti mótað af hugmyndum íbúa og knúið áfram af grasrótarstarfi í samfélaginu. Íbúafundirnir gefa íbúum tækifæri til að koma saman og ræða verkefnið. Verkefnisstjóri mun …

Jólabókaflóðið byrjað á Héraðsbókasafni Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Já jólabókaflóðið er hafið og við hvetjum ykkur til að stökkva á það. Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna Bjarnason, Hvítalogn eftir Ragnar Jónasson, Lára fer á jólaball eftir Birgittu Haukdal, Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni eftir Jenny Colgan, Návaldið eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og margt fleira! Héraðsbókasafn Dalasýslu er til húsa að Miðbraut 11 (1. hæð Stjórnsýsluhúsins) í Búðardal.  Opnunartími: …

Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar – kallað eftir þátttöku

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …

Innviðaráðherra í heimsókn

DalabyggðFréttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra nýtti tækifærið eftir vígslu brúar yfir Þorskafjörðinn og leit við í Dalabyggð. Sveitarstjóri, oddviti, varaoddviti, formaður atvinnumálanefndar og verkefnastjóri hittu ráðherrann ásamt aðstoðarmanni og áttu gott samtal. Meðal umræðuefna voru samgöngumál, löggæsla, byggðaáætlunarverkefni, íþróttamannvirki, farsæld barna og staða bænda. Þá var einnig farið yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, áform um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, framgang DalaAuðar (verkefni Brothættra byggða) sem …

Truflanir á köldu vatni vegna viðgerðar

Kristján IngiFréttir

1111111111111111111111111 2222222222222222222 3333333333333333333 444444444444444444444 55555555555555555555 666666666666666666666 77777777777777777777 8888888888888888 Komið hefur upp leki, líklegast á kaldavatnsstofn, í Miðbraut milli leikskóla og slökkvistöðvar. Lekinn hefur ekki áhrif á afhendingu vatns í hús enn sem komið er og undirbúningur að viðgerð hafinn. Gera má ráð fyrir truflunum á köldu vatni og lokunum í einhvern tíma meðan unnið er að viðgerð. Stefnt að því …

Rafmagnslaust frá Ásgarði að Klofningi 25.10.2023

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður frá Ásgarði að Klofningi á Fellsströnd 25.10.2023 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna viðhalds á dreifikerfi Rarik. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof