Æfing Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 15. apríl sl. komu slökkvilið Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda saman við Staðarhólskirkju (Tjarnarlund). Er það í fyrsta sinn sem liðin koma saman frá því þau voru kölluð út 31. janúar 2016 þegar eldur kom upp í húsnæði Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum. Æfð var vatnsöflun fyrir brunavettvang og til þess notaðar tvær 15.000 lítra söfnunar laugar. Er …

Orkustofnun styrkir varmadælukaup

DalabyggðFréttir

Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og bæta orkunýtni í rafhitun á landinu. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að minnka rafhitun með ýmsu móti m.a. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Til íbúðareigenda sem nú hafa niðurgreidda …

Örsýning: Matur og molasopi

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna hefur sett upp örsýninguna „Matur og molasopi“ á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Við hvetjum gesti safnsins til að gefa sér tíma og skoða sýninguna.

Sex verkefni á Vesturlandi fá framkvæmdastyrki

DalabyggðFréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar- og viðskipta, tilkynnti um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þann 14. apríl sl. Það eru 28 verkefni víðsvegar um landið sem hljóta styrki sem hljóða alls upp á 550 milljónir. Þar af eru sex verkefni á Vesturlandi sem fá stuðning og eitt í Dalabyggð. Verkefni „Gönguleið Fellsströnd – Skarðsströnd“ fær 460.000 kr.- styrk til að útbúa …

Ingibjörg Jóhannsdóttir tilnefnd til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna 2023

DalabyggðFréttir

Sex aðilar hafa verið tilnefndir til Íslensku lýðheilsuverðlaunanna sem forseti Íslands efnir til í fyrsta sinn í vor. Kallað var eftir hugmyndum að verðugum verðlaunahöfum frá almenningi og bárust hátt í 350 tillögur. Dómnefnd hefur nú tekið þær til umfjöllunar og tilnefnt þrjú verkefni í tveimur flokkum; flokki einstaklinga og flokki fyrirtækja/samtaka/stofnana. Það er engin önnur en Ingibjörg Jóhannsdóttir, aðalbókari …

Ársreikningur Dalabyggðar 2022 samþykktur

DalabyggðFréttir

Á 233. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 13. apríl sl. lagði Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri fram minnisblað varðandi niðurstöðu ársreiknings 2022 við seinni umræðu málsins. Í framhaldi af umræðum á þeim fundi var ársreikningur Dalabyggðar 2022 samþykktur samhljóða. Innihald minnisblaðsins má lesa hér fyrir neðan og einnig nálgast minnisblaðið sjálft með fundargerð 233. fundar sveitarstjórnar. Kynnt á 233. fundi sveitarstjórnar við …

Covid-19 örvunarskammtur 

DalabyggðFréttir

Covid-19 örvunarskammtur verður næst í boði þriðjudaginn 25. apríl á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og miðvikudaginn 26. apríl á Heilsugæslustöðinni á Reykhólum.  Ekki er gert ráð fyrir að bjóða aftur upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrr en í haust samhliða bólusetningu gegn Inflúensu. Athugið að fjórir mánuðir þurfa að vera liðnir frá síðustu bólusetningu.  Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma …

Tunglskotin heim í hérað II

DalabyggðFréttir

Skapandi vinnustofa um vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Unnið verður að hagnýtum leiðum til að styðja við nýsköpun í íslenskum landsbyggðum. Undanfarin tvö ár hefur farið fram skapandi ferli sem fólst í að skynja, skilja og skilgreina vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Að því hafa komið frumkvöðlar, fræðafólk og stuðningsumhverfi nýsköpunar úr ýmsum áttum gegnum fundi, vinnustofur, rannsóknir og viðtöl. Þessi …

Heimsókn eldri borgara á Barmahlíð 18. apríl

DalabyggðFréttir

Heimsókn og bingó á Barmahlíð þriðjudaginn 18.apríl Félagi eldri borgara langar að enda vordagskrána sína á heimsókn á Barmahlíð. Farið verður á einkabílum frá Silfurtúni kl:12:30. Byrjað verður á að spila bingó, Halldór ætlar að spila undir söng og Barmahlíð býður öllum í kaffi. Allir velkomnir!  – Jón Egill Jónsson