Minnum á reglur um hundahald

DalabyggðFréttir

Um hundahald í Dalabyggð gildir samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Samþykktina má finna HÉR. Alla hunda í Búðardal skal skrá á skrifstofu Dalabyggðar og greiða skráningargjald, eftir það er greitt árgjald. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin ábyrgðartrygging og hundahreinsun. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða öðrum …

Minnum á Jöfnunarstyrkinn – umsóknarfrestur til og með 15. október

DalabyggðFréttir

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skólann sem nemendur stunda nám við. Hér má sjá töflu sem skilgreinir hvaða póstnúmer teljast vera í nágrenni við skóla. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að mæta í skólann að minnsta kosti 50% …

Bleikur október í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Októbermánuður, bleiki mánuðurinn, er tileinkaður vitundarvakningu þar sem sjónum er beint að krabbameinum hjá konum. Bleiki dagurinn er svo einn af hápunktum átaksins og hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Þann dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Dalabyggð vill hvetja fyrirtæki, vinnustaði og hópa til að taka þátt og sýna stuðning …

Nær 11 milljónir til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna

DalabyggðFréttir

Í dag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 11 milljónum til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna.  Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Nýsköpun í vestri byrjaði í morgun kl. 10 og lýkur …

Mögulegar rafmagnstruflanir 25.09 – 06.10

DalabyggðFréttir

Komið gæti til rafmagnstruflana í Dölum, hjá öllum notendum út frá Glerárskógum á virkum dögum, dagana 25.09.2023 til 06.10.2023 frá kl 08:00 til kl 18:00 vegna vinnu í landskerfinu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Dalabyggð í sókn – könnun

DalabyggðFréttir

Kæri íbúi í Dalabyggð, við viljum hvetja þig til að taka endilega þátt í könnuninni. Hún verður opin til 1. október, þ.e. út þessa viku. Okkur íbúum Dalabyggðar er nú boðið að taka þátt í könnuninni „Staðarandi í Dalabyggð“. Þessi könnun er liður í verkefninu „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á …

Lokun Laxárdalsheiðar 28.09.2023 vegna slitlagsframkvæmda

DalabyggðFréttir

Vegagerðin áætlar að loka á umferð um Laxárdalsheiði á fimmtudaginn 28/9 vegna slitlagsframkvæmda og einhverja staka daga í framhaldi af því þegar veður leyfir. Upplýsingarskiltum verður komið fyrir við gatmamót Laxárdalsvegar og Vestfjarðarvega ásamt gatnamótum Snæfellsnesvega og Vestfjarðarvegar.

Haustfagnaður FSD og ljósmyndakeppni

DalabyggðFréttir

Haustfagnaður FSD verður haldinn dagana 27.-28. október 2023.  Á dagskránni verða hrútasýningar, verðlaun fyrir bestu 5vetra ærnar og bestu gimbrarnar, grillveisla, ljósmyndasamkeppni (sjá hér neðar) og ef til vill eitthvað fleira.  Nánari dagskrá auglýst síðar.  Hlökkum til að eiga góða daga með ykkur, stjórn FSD.