Laust starf: Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í eldhúsi

DalabyggðFréttir

Óskað eftir aðstoðarmanni í eldhúsið á Fellsenda. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Starfið fellst í aðstoð við matreiðslu, uppvask og þrif. Starfið er 89% vinna, unnið þriðjudaga til föstudaga frá 8-16. Möguleiki á minna starfshlutfalli eftir samkomulagi. Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860. Sjá einnig: Laus störf

Umsögn Dalabyggðar vegna samfélagsvega

DalabyggðFréttir

Dalabyggð barst umsagnarbeðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna umsagnar við frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir, eða samfélagsvegi (mál nr. 485, þingskjal 575). Á 232. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt umsögn vegna málsins þar sem sveitarfélagið fagnar framlagningu þess. Í umsögninni kemur meðal annars fram að Dalabyggð telur að breytingin sé jákvæð umbylting í …

Augnlæknir 16. mars 2023

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 16. mars n.k.  Tímapantanir eru í síma 432 1450

Lumar þú á frábærri hugmynd?

DalabyggðFréttir

Nú er búið að opna fyrir umsóknir um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Frumkvæðissjóðurinn styrkir t.d. nýsköpun, þróunarverkefni og samfélagseflandi verkefni í Dalabyggð. Ef þú lumar á góðri hugmynd og vilt fá að vita meira um sjóðinn og hvort hugmyndin sé styrkhæf, þá er um að gera að fá ráð hjá verkefnisstjóra DalaAuðs. Verkefnisstjóri er Linda Guðmundsdóttir. Linda er með starfsstöð …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 232. fundur

SveitarstjóriFréttir

FUNDARBOÐ 232. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. mars 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá:  Almenn mál 1.   2302013 – Ársreikningur Dalabyggðar 2022 Ársreikningur Dalabyggðar 2022 lagður fram til fyrri umræðu.   2.   2002053 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020 – 2032.   3.   2204013 – Íþróttamannvirki í …

Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lóu – nýsköpunarsjóð. Sjóðurinn, sem er í höndum Hvín, er ætlaður nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Áherslur Lóu nýsköpunarstyrkja árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og menntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 milljónir króna og getur hvert …

Örsýning í stigagangi Stjórnsýsluhússins

DalabyggðFréttir

6.-7. bekkur Auðarskóla í samstarfi við Héraðsbókasafn Dalasýslu standa fyrir örsýningu í stigagangi Stjórnsýsluhússins þessa dagana. Nemendur fengu kynningu á listamanninum Jackson Pollock og list hans. Þeir unnu verk með „action painting“ og á meðan það þornaði teiknuðu nemendur tákn eða upphafsstarfi sína í hvarfpunkt, klipptu út og límdu á verkið. Við hvetjum íbúa og gesti til að kíkja á …

Framlenging á jólagjöf Dalabyggðar – til og með 15. mars

DalabyggðFréttir

Starfsfólk Dalabyggðar fékk í jólagjöf gjafabréf sem hægt var að nýta hjá framleiðendum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Gjafabréfið gilti á tímabilinu 15. desember til og með 28. febrúar. Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að gjafabréfið megi nýta til og með 15. mars n.k.  Við hvetjum starfsfólk til að drífa í því að nýta gjafabréfið enda er hægt að velja …

Opið fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 31. mars 2023. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni í Dalabyggð eða samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast …

Orkustofnun styrkir varmadælukaup

DalabyggðFréttir

Hver eru skilyrðin? Eignin verður að vera með niðurgreiðslu á rafhitun eða olíukyndingu. Eignin verður að hafa lögheimilisskráningu. Hvernig virkar þetta? Sótt er um í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar.  Styrkurinn er reiknaður út frá kaupum á búnaði og efniskostnaði við uppsetningu hans. Styrkurinn miðast við 50% af efniskostnaði. Hámarksstyrkur er 1.337.000 kr.- Niðurgreiðslur skerðast ekki við styrkveitinguna og haldast …