Dalabyggð auglýsir eftir tillögu að verki við innkomu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð kallar eftir tillögum að frumhönnun á aðkomutákni sem býður fólk velkomið í þéttbýliskjarnann Búðardal. Um er að ræða verk sem staðsett verður við innkomu í þorpið en eftir er að velja endanlega staðsetningu. Tilgangur með því að auglýsa eftir hönnun er að fá fram tillögu að verki sem best er fallin til framkvæmdar. Það er samstarfshópur Dalabyggðar, Vegagerðarinnar …

Laus störf við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Við í Auðarskóla leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 68 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru …

Gleðilega páska – Opnunartími

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óskar ykkur öllum gleðilegra páska!   Við minnum á að skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð vegna páskafrís frá og með fimmtudeginum 28. mars og opnar að nýju kl.9:00 þriðjudaginn 2. apríl.     Hér fyrir neðan má finna efni til skemmtunar fyrir börnin yfir páskana: Hugmyndir að páskaföndri Leikur með málshætti Páska-litabók Páskaþrautir og gaman

Viðbrögð Dalabyggðar vegna fyrirhugaðrar breytingar á póstafgreiðslu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dalabyggð barst á dögunum bréf frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra breytinga á póstþjónustu í Búðardal en skv. erindi Íslandspósts sem fylgdi bréfinu mun pósthúsinu í Búðardal verða lokað frá og með 1. júní nk. Dalabyggð hefur sent umsögn sína til Byggðastofnunar þar sem við hörmum ákvörðun Íslandspósts um lokun starfsstöðvarinnar í Búðardal. Það eru …

Að segja sögur – sagnanámskeið

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 20. apríl, kl. 13:00-17:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar.   Hæfileikinn til að segja sögur, býr í okkur öllum. Námskeiðinu er ætlað að rækta þennan hæfileika með leiðsögn um aðferðir sagnalistar og þann galdur sem hægt er að skapa með því að segja sögu. Hér blandast saman fróðleikur frá leiðbeinendum og æfingar þátttakenda, sem prófa sig áfram og byggja þannig upp …

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 19. mars 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sælingsdalstungu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér sameiningu frístundahúslóða nr. 52-57 í eina 4 ha lóð. Skilmálum um byggingarmagn á öllum frístundahúsalóðum er breytt og gert ráð fyrir breyttum aðkomuvegi inn á svæðið. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar …

Skrifstofa Dalabyggðar lokuð föstudaginn 22. mars

SveitarstjóriFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð föstudaginn 22. mars 2024 vegna fræðsluferðar starfsmanna. Opnum kl. 09:00 mánudaginn 25. mars og bendum jafnframt á netfangið dalir@dalir.is Með vinsemd, Sveitarstjóri

Upplýsinga- og umræðufundir: Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar – Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar Heimasíða Breiðafjarðarnefndar Upplýsinga- og umræðufundir verða haldnir á þremur stöðum við Breiðafjörð; Stykkishólmi, Dalabyggð og Barðaströnd. Fundurinn í Dalabyggð verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 17:00 – 19:30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal. Ath. að upphaflega var fundurinn auglýstur mánudaginn 18. mars en var frestað vegna veðurs.  Kynnt verður verkefni, …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 244. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 244. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. mars 2024 og hefst kl. 16:00   DAGSKRÁ: Almenn mál 1.   2402012 – Ársreikningur Dalabyggðar 2023   2.   2208004 – Vegamál   3.   2402022 – Stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi   4.   2403012 – Ræktun landgræðsluskóga   5.   2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs …