Fimmtudaginn 27. febrúar var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn. Viðburðurinn var haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla að þessu sinni. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í Dalabyggð. Verkefnin sem hlutu styrk …
Þingflokkur Viðreisnar heimsótti Dalabyggð
Svokölluð kjördæmavika stendur nú yfir, en slíkar vikur eru haldnar svo þingmenn og ráðherrar geti farið um kjördæmi sín og hitt þar sveitarstjórnir, heimsótt fyrirtæki og kjósendur. Á meðan kjördæmavika gengur yfir eru engin þingfundir á Alþingi, næsti þingfundur er á dagskrá 3. mars. Þessir dagar eru hverjum þingmanni, landshluta og sveitarfélagið mikilvægir. Þingflokkur Viðreisnar er á ferð um Norðvesturkjördæmi …
Hvar er Lalli?
Í anddyri stjórnsýsluhússins er nú komin ný ljósmyndasýning, „Hvar er Lalli?„ Er þetta sýnishorn af ferðamyndum Lárusar Magnússonar í Tjaldanesi um landið, flestar teknar á bilinu 1960-1980 . Stór hluti af myndasafni Lárusar er kominn í Sarp. Athugasemdir og viðbætur í greiningum eru alltaf vel þegnar. Svart hvítar myndir Skyggnusafn Litmyndir
Beiðni sveitarstjórna á Vesturlandi um neyðarfund og skipan viðbragðshóps
Fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi sendu í gær þann 20. febrúar, erindi til forsætisráðherra með ákalli til ríkisstjórnar um neyðarfund og skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir í vegamálum. Hættustigi var lýst yfir á Vesturlandi þann 13. febrúar sl. vegna bikblæðinga. Stórfelldar bikblæðingar bættust þannig við afar bágborið ástanda á mörgum vegköflum í landshlutanum. Hefur ástandið m.a. verið tilkynnt til Almannavarnanefndar Vesturlands …
Skrifstofa sýslumanns lokuð þriðjudaginn 25. febrúar
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð þriðjudaginn 25. febrúar nk.
Örsýning í samstarfi við Tröllaklett – Víkingabúningar og skart
Upp er komin ný örsýning á bókasafninu. Um er að ræða víkingabúninga og skart, allt hannað, saumað og búið til af nemendum Tröllakletts. Aðstoðarmanneskja Anna S.Kotschew. Við hvetjum íbúa nú sem fyrr til að kíkja. Minnum einnig á að bókasafnskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu er íbúum að kostnaðarlausu.
Verum sýnileg!
Leynist endurskinsmerki á þínu heimili? Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða, er notkun endurskinsmerkja þess vegna mikilvæg og í sumum tilfellum nauðsynleg. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða. Allir ættu að nota endurskinsmerki, …
Álagning fasteignagjalda 2025
Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er að ljúka og munu álagningarseðlar birtast á Island.is. Við afsökum hve seint álagning skilar sér en ákveðnar breytingar við úrvinnslu ullu töfum. Í ljósi tafa verður staðgreiðslufrestur lengdur og því munu þeir sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 20. febrúar fá 5% staðgreiðsluafslátt. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 253. fundur
FUNDARBOÐ 253. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2501036 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2501031 – Félagsmál 2025 4. 2502002 – Persónuverndarstefna Dalabyggðar 5. 2403014 – Miðbraut 11 6. 2501016 – Útsvar og fasteignaskattur 2025 7. …
Rúlluplastsöfnun í vikunni
Vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að hefja rúlluplastsöfnun fyrir helgi og þá hefur veður einnig sett nokkurt strik í reikninginn. Nú virðist vera birta til hvað þetta varðar og er áætlað að safna í Reykhólahrepp á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Síðan verði safnað í Saurbæ og fyrir strandir á miðvikudaginn 12. febrúar en Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir, Hörðudalur og Skógarströnd …