Leiga á félagsheimilinu Árbliki í Dölum

Dalabyggð auglýsir félagsheimilið Árblik í Dölum til leigu.

Rekstur í Árbliki er spennandi verkefni fyrir hugmyndaríkan og nýjungagjarnan einstakling. Frábært tækifæri fyrir núverandi íbúa eða þann sem vill breyta til og búa í vinalegu sveitarfélagi sem er margrómað fyrir kyrrð og náttúrufegurð.

Tegund rekstrar/þjónustu sem verður í Árbliki er í höndum rekstraraðila og býður húsið upp á möguleika fyrir sýningarrými, viðburðaaðstöðu, vinnustofur og/eða veitingasölu svo eitthvað sé nefnt.

Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan það er að finna tjaldsvæði.

Gert er ráð fyrir að samið verði um leigu til þriggja ára með möguleika á framlengingu tvö ár til viðbótar.

Áhugasamir eru beðnir að skila inn umsókn ásamt greinargerð þar sem fram koma meðal annars hugmyndir að rekstri í Árbliki fyrir 21.02.2022

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um rekstrarfyrirkomulag og kjör með því að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is

Umsóknareyðublað – Árblik í Dölum (pdf – skjal)

Umsóknareyðublað – Árblik í Dölum (word – skjal)

Nánari upplýsingar um Árblik

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei