Jörvagleði

Er haldin í sumarbyrjun annað hvort ár, á oddatölu.

Gleðin er kennd við bæinn Jörva í Haukadal í Dalasýslu. Á 17.-18.öld var mikið um veislur og almenna gleði á Jörva og er bærinn þekktur fyrir þær. Svokölluð Jörvagleði var haldin á krossmessu og var þá einskonar töðugjöld. Ástæða þess að gleðin var haldin á Jörva frekar en öðrum bæjum hefur eflaust verið sú að Jörvi hefur talist til betri bæja eins og segir í Árbók Ferðafélagsins frá 1947. „Á Jörva bjuggu jafnan efnamenn og hýstu stórmannlega.” Sótti þangað fjöldi fólks til skemmtanar. Þar var dansað, mikið um gleði og leiki.

Ekki er hægt að segja að yfirvaldið hafi verið ánægt með þessar skemmtanir enda voru sögur af lauslæti oft tengdar þeim. Þrátt fyrir að Björn Jónsson sýslumaður á Staðarfelli hafi bannað Jörvagleðina virðist hún hafa haldið áfram a.m.k. eru heimildir fyrir síðustu Jörvagleðinni árið 1708, þar áttu að hafa komið undir nítján börn.

Jörvagleði var svo endurvakin fyrir nokkrum árum og tengdu Dalamenn hana þá við vorið og sumarbyrjun. Dalamenn hampa þá menningu, tónlist og listum, stíga dans (þó ekki vikivaka eins og sögur fara af að hafi verið gert fyrr á öldum) og svífa þannig saman inn í sumarið.

 

Jörvagleði 2021

Skipulag er hafið á Jörvagleði 2021, að sjálfsögðu verður horft til stöðunnar vegna COVID-19 þegar nær dregur.
Ef þú hefur ábendingar eða hugmyndir fyrir gleðina er hægt að hafa samband á johanna@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei