Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 140

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.09.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Kristján Ingi Arnarsson embættismaður, Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Farið yfir þá vinnu sem átt hefur sér stað málinu til undirbúnings frá síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
2. 2304017 - Umsókn um framkvæmdarleyfi á Klofningsvegi
Um er að ræða beiðni um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Klofningsvegar (590) frá Vestfjarðavegi að Kýrunnarstöðum.

Samþykkt í samræmi við Reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi
3. 2308013 - Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Leysingjastaða
Framlögð umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Leysingjastaða.
Samþykkt samhljóða.
4. 2308014 - Umsókn um stofnun lóðar að Gröf Laxárdal
Framlögð umsókn um stofnun lóðar að Gröf Laxárdal.
Samþykkt samhljóða
5. 2309012 - Umsókn um stofnun lóðar að Hóli
Framlögð umsókn um stofnun lóðar að Hóli.
Samþykkt samhljóða. Sigrún Halldórsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
6. 2308015 - Umsókn um byggingarleyfi að Skerðingsstöðum
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Skerðingsstöðum
Samþykkt samhljóða.
7. 2309011 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Framlögð umsókn um breytta notkun húsnæðis.
Samþykkt samhljóða
8. 2211040 - Umsókn um byggingu smávindmyllu að Hróðnýjarstöðum
Framlögð umsókn um byggingu smávindmyllu.
Samþykkt í samræmi við kafla 17.13 í Aðalskipulagi Dalabyggðar.
9. 2308017 - Umsókn um byggingarleyfi - Vindknúin einkarafstöð að Svarfhóli
Framlögð umsókn um byggingu vindknúinnar einkarafstöðvar.
Samþykkt í samræmi við kafla 17.13 í Aðalskipulagi Dalabyggðar.
10. 2309009 - Iðjubraut, erindi frá vinnuhóp
Framlagt erindi frá vinnuhóp um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Nefndin tekur vel í erindið.
11. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Á 237. fundi sveitarstjórnar var framlagt erindi frá Skógræktarfélagi Dalasýslu varðandi ósk um aðkomu Dalabyggðar að aðgerðarhóp um Brekkuskóg og var á þeim fundi samþykkt að vísa málinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið, þar sem það samræmist Aðalskipulagi Dalabyggðar. Nefndin tilnefnir Jón Egil Jónsson í aðgerðahóp.
12. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Rætt um þau mál sem snerta hlutverk umhverfis- og skipulagsnefndar og varða undirbúning fjárhags- og framkvæmdaáætlunar Dalabyggðar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei