Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 47

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.06.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs situr fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur á fund nefndarinnar.
Farið yfir stöðu starfsmarkmiða DalaAuðs, framhald verkefnisins og komandi viðburði.

Vífill Karlsson verður með erindi föstudaginn 28. júní kl. 12 í Nýsköpunarsetrinu þar sem hann fer yfir niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna.

Á bæjarhátíðinni verður örsýning í Nýsköpunarsetrinu, "Frumkvöðlar fortíðarinnar". Á sýningunni verða upplýsingar, myndir og munir frá horfnu atvinnulífi og starfsemi fyrri tíma í Dölunum til sýnis.

Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna og samtalið.
2. 2406020 - Málefni bænda vegna kuldatíðar í byrjun júní
3.-8. júní sl. gekk slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda yfir landið. Hret þetta kom það seint að búið var að sleppa lambfé að mestu út og þar sem veður og aðstæður voru verstar þurfti að hýsa fé og annan búfénað. Hretið hafði m.a. neikvæð áhrif á tún og aðra jarðrækt, búfénað og fuglalíf. Ljóst er að afleiðingar veðursins geta haft töluverð áhrif á afkomu bænda í haust og stöðu þeirra næsta vetur þegar litið er til fóðuröflunar.

Áföll sem þessi minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlend og sjálfbær matvælaframleiðsla er hluti af þjóðaröryggi okkar. Afföll sem af þessu leiða geta haft verulegar og langvarandi afleiðingar á landsvísu, þar má bæði horfa til framleiðslunnar sjálfrar sem og stöðu og starfsumhverfi bænda. Hætta er á brottfalli úr greininni, hvort sem bændur fækka í bústofni eða hætta alfarið þegar áföll á borð við þetta bætast við brothætta stöðu atvinnugreinarinnar. Víða voru heybirgðir í vor með minnsta móti, eftir hretið eru allar líkur á að heyfengur verði með minna móti og því gæti reynst erfitt að koma þeim til aðstoðar sem hafa orðið hvað verst úti. Nauðsynlegt er að bíða ekki boðanna hvað varðar úrræði og aðstoð, því full áhrif munu ekki verða ljós fyrr en í haust/vetur þegar bændur hafa hirt fóður og tekið gripi á hús. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar lýsir yfir samstöðu með bændum bæði innan héraðs og utan. Nefndin beinir því til stjórnvalda að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst. Hér skiptir forysta ráðherra landbúnaðarmála miklu máli.
3. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð
Nefndin fer yfir drög að skýrslu um forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð.
Nefndin samþykkir framkomin drög og mun vinna prófarkalestur á næstu dögum með það að markmiði að skýrslan fari fyrir fyrsta fund sveitarstjórnar að loknu sumarleyfi.
4. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð
Nefndin fer yfir drög að skýrslu um forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.
Um er að ræða uppfærslu á skýrslu frá 2023 eftir opinn fund sem haldinn var 4. júní sl.

Nefndin samþykkir framkomna uppfærslu og mun vinna prófarkalestur á næstu dögum með það að markmiði að skýrslan fari fyrir fyrsta fund sveitarstjórnar að loknu sumarleyfi.
Mál til kynningar
5. 2406024 - Íbúakönnun landshlutanna 2023
Komin er samantekt á niðurstöðum úr Íbúakönnun landshlutanna 2023: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða.
Dalir hækkuðu mest á milli kannana og voru hástökkvarar könnunarinnar.
Í Dölunum löguðust mest á milli kannanna fjórir þættir er tengjast afþreyingu (íþróttir, afþreying, unglingastarf, menning), þrír þættir er tengjast vinnumarkaði (atvinnuöryggi, atvinnurekstur og atvinnuúrval) en líka munaði um þjónustu við fólk í fjárhagsvanda, skipulagsmál og framhaldsskóla.
Loftgæði og heilsugæsla voru mest áberandi í þeim fjórðungi líkansins sem hélt utan um þætti sem voru betri í Dölunum en á höfuðborgarsvæðinu (HBSV) en voru jafnframt mikilvægari íbúum Dala en íbúum HBSV. Almenningssamgöngur var sá þáttur sem var verstur í samanburði við HBSV en samtímis minna mikilvægur íbúum Dalanna en HBSV.

Nefndin fagnar jákvæðu viðhorfi ungs fólks í Dölunum sem fram kemur í íbúakönnuninni sem og hækkun Dalanna á milli kannana.
Ibuakonnun-landshlutanna-2023-nidurstodur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei