Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 56

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdarstýra Alor ehf. kom sem gestur á fundinn gegnum fjarfundabúnað, undir dagskrárlið 1.
1. 2509008 - Birtuorka og endurnýjanlegar orkulausnir
Fulltrúi Alor ehf. kynnir möguleika birtuorku og verkefni fyrirtækisins (gestur).
Atvinnumálanefnd þakkar Lindu fyrir komuna og samtalið.

Linda fór m.a. yfir þau tilraunaverkefni sem Alor vinnur að þessi misserin. Áhugi er fyrir að koma með kynningarfund og eiga samtal við áhugasama aðila. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og eiga samskipti við Alor.

Nefndin vísar því til umhverfis- og skipulagsnefndar að skoða hvort uppsetning á sellum á húsþök og/eða veggi þarfnist samþykkis (þ.e. útlitsbreyting byggingar) og ræði afstöðu til uppsetningar bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, kom sem gestur á fundinn gegnum fjarfundabúnað, undir dagskrárlið 2.
2. 2509009 - Almyrkvi á sólu 12.08.2026
Rætt um undirbúning fyrir almyrkva á sólu 2026 (gestur).
Atvinnumálanefnd þakkar Sævari fyrir komuna og samtalið.

Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi í fyrsta sinn síðan 1954. Almyrkvaslóðin liggur yfir Vestfirði, Snæfellsnes, Höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga. Í Dalabyggð mun almyrkvi sjást frá Skógarströnd, Fellsströnd og Skarðsströnd.
Skv. Booking.com er 99% gistirýma á svæðinu Vestfirðir, Dalir, Snæfellsnes, Norðurland Vestra og suður úr uppbókað.
Huga þarf að ýmsum þáttum; salernisaðstöðu, aðgengi viðbragðsaðila og viðbúnaður heilsugæslu, bílastæði fyrir allar stærðir ökutækja, tjaldstæði og pláss fyrir húsbíla af öllum stærðum, ástand vega, mat bæði í verslun og veitingastöðum o.s.frv.

Nefndin leggur til að almyrkvinn verði til umræðu á samhristingi ferðaþjóna þann 13. nóvember nk. til að ræða undirbúning í héraði.
Nefndin leggur einnig til að skoðað verði að fá fræðslu í Auðarskóla í tengslum við atburðinn og vísar þeirri tillögu til fræðslunefndar Dalabyggðar.
Sveitarfélagið hugi einnig að samráði við landeigendur og íbúa varðandi atburðinn og fyrirkomulag kringum hann.
3. 2503014 - Forgangsröðun innviðamála í Dalabyggð
Nefndin leggur lokahönd á skýrslu um innviðamál í Dalabyggð.
Farið yfir drög að skýrslu um innviði í Dalabyggð.

Lagt til að nefndin afgreiði prófarkalestri í gegnum tölvupóst. Stefnt að því að skýrslan verði tilbúin fyrir sveitarstjórnarfund 9. október nk. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:17 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei