Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 148

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.08.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Baldvin Guðmundsson varamaður,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri
Lagt er til að mál nr. 2408001, Brottnám skipsins Blíðu af hafsbotni, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 4.

Lagt er til að mál nr. 2308002, Deiliskipulag í Búðardal, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 5.

Lagt er til að mál nr. 2301065, Ljárskógarbyggð, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 6.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406007 - Hjóla og gangstígar
Framlagt erindi varðandi lagningu göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegi 60 sem byggðarráð vísaði til nefndarinnar á 323. fundi ráðsins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar góða ábendingu og fyrir frumkvæði bréfritara í þessum efnum. Verkefni sem þetta þarf að vinna í samstarfi við Vegagerðina sem styður við verkefni sem þetta úr þar til gerðum sjóði og verður farið í að skoða málið í samstarfi við þá stofnun og þar hugað að mögulegum útfærslum og forgangsröðun.
2. 2407009 - Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Míla óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara í hluta Búðardals. Tengja á öll hús við Vesturbraut og norður hluta þorpsins til og með Mið- og Borgarbraut.
Hönnun er þannig að almennt verður lagt við bakgarð lóða sbr. legu hitaveitu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.
3. 2407010 - Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Hamra.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn landeigenda og skv. 13. gr. Skipulagslaga.
Umsókn um framkvæmdaleyfi skógrækt.pdf
4. 2408001 - Brottnám skipsins Blíðu af hafsbotni
Framlagt erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins varðandi áform Umhverfisstofnunar um að draga til baka kröfu stofnunarinnar um að skipið skuli fjarlægt.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við þau áform Umhverfisstofnunar að hætta við að fjarlægja skipið.
5. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð deiliskipulags í Búðardal sem unnið er í samstarfi við Arkís. Kynnt drög að greinargerð fyrir hluta Búðardals.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi drög og samþykkir að fela Arkís að vinna tillögurnar áfram í samræmi við framkomnar tillögur.
6. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Þann 2. ágúst sl. lauk auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar í landi Ljárskóga og samsvarandi deiliskipulagstillögu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 1. málsgr. 32. gr. skipulagslaga og nýtt deiliskipulag skv. 3. málsgr. 41. gr. skipulagslaga og leggur til við byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei