| |
1. 2406007 - Hjóla og gangstígar | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar góða ábendingu og fyrir frumkvæði bréfritara í þessum efnum. Verkefni sem þetta þarf að vinna í samstarfi við Vegagerðina sem styður við verkefni sem þetta úr þar til gerðum sjóði og verður farið í að skoða málið í samstarfi við þá stofnun og þar hugað að mögulegum útfærslum og forgangsröðun. | | |
|
2. 2407009 - Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum. | | |
|
3. 2407010 - Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn landeigenda og skv. 13. gr. Skipulagslaga. | Umsókn um framkvæmdaleyfi skógrækt.pdf | | |
|
4. 2408001 - Brottnám skipsins Blíðu af hafsbotni | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við þau áform Umhverfisstofnunar að hætta við að fjarlægja skipið. | | |
|
5. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur kynnt sér fyrirliggjandi drög og samþykkir að fela Arkís að vinna tillögurnar áfram í samræmi við framkomnar tillögur. | | |
|
6. 2301065 - Ljárskógarbyggð | |
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 1. málsgr. 32. gr. skipulagslaga og nýtt deiliskipulag skv. 3. málsgr. 41. gr. skipulagslaga og leggur til við byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. | | |
|