| |
1. 2309007 - Staða innviða | |
Til máls tóku: Garðar, Einar, Guðlaug, Garðar (annað sinn), Einar (annað sinn).
Garðar lagði fram tillögu að ályktun varðandi göngu eldislaxa í laxveiðiám:
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri staðreynd að nú séu að veiðast eldislaxar í ám í sveitarfélaginu líkt og reyndin er víða í nágranna héruðum.
Íslenski laxastofninn, hreinleiki hans og orðspor er dýrmætt vörumerki sem mikilvægt er að standa vörð um. Í Dalabyggð eru einstakar laxveiðiár og sumar þeirra með þekktustu laxveiðiám landsins. Árnar og sú atvinna og tekjur sem þeim tengist og eru okkur í Dalabyggð dýrmætar.
Atvinnuuppbygging af ýmsu tagi er mjög mikilvæg fyrir landsbyggðina en leikreglur verða að vera skýrar og þannig að sé ekki farið að settum lögum og reglum séu viðurlög sem skipta máli og þannig verði hvatinn meiri til að halda vel á málum. Eftirlit verður að vera með þeim hætti að öðrum búgreinum og atvinnuuppbyggingu stafi ekki hætta af né heldur umhverfi og lífríki.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar í taumana og setja skýrar reglur um fiskeldi og viðurlög því tengdu þannig að umhverfinu stafi ekki ógn af í framtíðinni. Mikilvægt er að atvinnulíf geti blómstrað um land allt án þess að lifa í ótta við slys líkt og þau sem hafa átt sér stað á undanförnum vikum tengd laxeldi.
Samþykkt samhljóða.
Guðlaug lagði fram tillögu að ályktun varðandi smásöluverslun í Dalabyggð:
Áskorun til stjórnar og stjórnenda Samkaupa frá sveitarstjórn Dalabyggðar
Við í Dalabyggð erum að leita allra leiða til að efla samfélagið okkar og innviði til hagsældar fyrir íbúa og aðra. Í ákveðnum efnum hefur nokkuð áunnist en hvað dagvöruverslun varðar, sem býður upp á helstu nauðsynjar til heimilisreksturs, þá stöndum við mjög höllum fæti. Árið 2020 breytti Samkaup verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Heimamenn í Dalabyggð mótmæltu þessari breytingu en engu tauti varð því miður komið við þáverandi stjórnendur Samkaupa.
Sóknarmöguleikar varðandi rekstur dagvöruverslunar í Búðardal eru mjög miklir sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sækja sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnes og gera þar magninnkaup. Með tilliti til allra þeirra sjónarmiða sem uppi eru í nútímasamfélagi er þessi nálgun Samkaupa óásættanleg, m.t.t. umhverfissjónarmiða og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Búðardalur er þannig í sveit settur að landsbyggðarfyrirtæki eins og Samkaup, með bakland í kaupfélögunum á hverju starfssvæði, á að sjá tækifærin í því að færa vöruna nær viðskiptavinum sínum á ásættanlegum kjörum og stuðla þar með að minnkandi umferð um misgóða vegi á landsbyggðinni og gera þannig betur við sína viðskiptavini í sínu nærumhverfi.
Dalirnir eru magnað svæði, vinalegt samfélag í sókn en ýmsa þætti innviða þarf að efla og þar skiptir dagvöruverslun, vöruframboð og verðlag miklu máli.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórn og stjórnendur Samkaupa að taka málið upp og endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð, öllum til hagsbóta.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. | |
Til máls tók: Björn Bjarki.
Sveitarstjóra og lögmanni Dalabyggðar falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg | |
Lagt til að vísa málinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða. | Bréf sveitarstjórn um Brekkuskóg 12.sept.pdf | | |
|
4. 2309008 - Samningur um barnaverndarþjónustu | |
Til máls tóku: Björn Bjarki, Ingibjörg.
Lagður fram samningur milli Dalabyggðar og Akraneskaupstaðar til fyrri umræðu þar sem Akraneskaupsstaður tekur að sér að vera leiðandi sveitarfélag fyrir Dalabyggð vegna barnaverndarþjónustu.
Lagt til að sveitarstjórn vísi samningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
5. 2308002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 313 | Samþykkt samhljóða. | 5.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023, staða á rekstri fyrstu 6 mánuði ársins 2023. 6 mánaða uppgjör vegna reksturs Dalabyggðar tekið til skoðunar og umræðu. Ekki er um veruleg frávik að ræða frá upprunalegri áætlun. | 5.2. 2308012 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki IV Viðauki IV 2023 tekinn til umræðu:
- Hækkun á Jöfnunarsjóðstekjum kr. 6.829.000 - Hækkun á Barnaverndarkostnaði kr. 16.000.000 - Kostnaður v.nemenda utan lögheimilissveitarfélags hækkar um 2.462.000 en á móti koma tekjur v.nemanda frá öðru sveitarfélagi kr. 1.232.000 - Samningur vegna þrif í Grunnskóla hækkar annar kostnaður um kr. 2.728.000 - Samningur um rekstur mötuneytis hækkar heildarkostnaður um kr. 4.463.000 - Breyting á kostnaði vegna starfs skipulagsfulltrúa, umbreyttur kostnaður v.launa yfir í þjónustsaming sem gerir lækkun um kr. 366.000 - Hækkun á tekjum og hækkun á gjöldum á Styrkvegafé v.hærra framlags frá Vegagerðinni um kr. 1.000.000 - Samningur vegna þrif í Stjórnsýsluhúsi, kostnaðurlækkar um kr. 225.000 - Söluhagnaður v.sölu á Sælingsdalstungu kr. 74.500.000 - Lækkun/hækkun á framkvæmdakostnaði: -- Íþróttahús 569.000.000 lækkun -- Silfurtún 1.000.000 hækkun -- Fráveita 9.000.000 hækkun -- Vatnsveita 9.000.000 lækkun -- Sala bifreiðar 3.649.000 lækkun (v.eignfærslu) - Dregið verði úr lántöku samhliða breytinga á framkvæmdakostnaði íþróttahúss kr. 600.000.000 - Ýmis vaxtakostnaðarbreytingar vegna breytinga á verðlagsþróun frá upphafsáætlun, í ár verða vaxtahækkanir 4.546.000. * Samtals breytingar á Rekstri A-hluta er kr. 61.742.000 * Samtals breytingar á Rekstri A og B hluta eru kr. 53.745.000 * Samtals breytingar á Framkvæmdum A-hluta er kr. 569.000.000 * Samtals breytingar á Framkvæmdum A og B-hluta er kr. 564.531.000 * Samtals breytingar á lántöku kr. 600.000.000
| 5.3. 2304023 - Framkvæmdir 2023 Rætt um stöðu framkvæmda á árinu 2023 og hvað sé framundan. | 5.4. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027 Rætt var um vinnu við fjárhagsáætlun á vinnufundi sveitarstjórnar sem haldinn var að Vogi 22. ágúst sl. og lagt upp með að fylgja tímaramma sem lagður var fram á 311. fundi byggðarráðs þann 20.07.2023 | 5.5. 2305011 - Almannavarnir á Vesturlandi Byggðarráð tekur vel í erindið og hvetur önnur sveitarfélög á Vesturlandi til að gera slíkt hið sama. | 5.6. 2303008 - Fjallskil 2023 Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar. | 5.7. 2301018 - Vínlandssetur 2023 Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. | 5.8. 2210026 - Uppbygging innviða Byggðarráð upplýst um stöðuna, áfram er unnið að málinu. | 5.9. 2308016 - Umsókn um lóð Lækjarhvammur 26 Byggðarráð gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðar að Lækjarhvammi 26. Byggingafulltrúa falið að upplýsa umsækjendur um úthlutun og skilmála lóðaúthlutunar. | 5.10. 2308001 - Erindi frá ADHD Samtökunum Byggðarráð þakkar erindið en tekur ekki þátt að þessu sinni. | | |
|
6. 2307003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 40 | Til máls tók: Garðar um dagskrárlið 2.
Samþykkt samhljóða. | 6.1. 2301018 - Vínlandssetur 2023 Nefndin upplýst um stöðu mála. | 6.2. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun Farið yfir svarbréf RARIK, nefndin þakkar fyrir svarið.
Einnig rætt um fund með forsvarsmönnum RARIK síðar í vikunni. | 6.3. 2210026 - Uppbygging innviða Garðar kynnir stöðuna á uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. | 6.4. 2208004 - Vegamál Lagt fram til kynningar. | 6.5. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023 | | |
|
7. 2305003F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 67 | Til máls tók: Eyjólfur um fundargerðina í heild.
Samþykkt samhljóða. | 7.1. 2301067 - Starfsemi Dalabyggðar í málaflokknum | 7.2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu og barnavernd | 7.3. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027 | | |
|
8. 2308004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 123 | Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 2, 4 og 8.
Samþykkt samhljóða. | 8.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024 Skólastjóri rakti aðkomu Ásgarðs að starfinu á fyrstu vikunum, fór yfir þær endurbætur sem hafa verið í gangi á grunnskólahúsinu og annað sem viðkemur grunnskólastarfinu. Einnig sagði hún frá endurskoðun á rýmingaráætlunum og fleiri öryggisþáttum, t.a.m. varðandi Dalabúð sem er nú í æ ríkara mæli notað sem skólahúsnæði með einum eða öðrum hætti. Samstarf við verktaka í mötuneyti og þrifum er að fara vel af stað. | 8.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024 Það er helst mannekla sem sett hefur sett strik í reikninginn í starfssemi leikskólans nú á fystu dögum starfsins í haust. Búið að auglýsa laust starf á leikskólanum en um er að ræða eitt fullt starf sem vantar í, að öðru leiti er leikskólinn full mannaður. Að öðru leiti eru ýmis verkefni að fara af stað, m.a. í samstarfi við Ásgarð sem mun veita leikskólanum samskonar þjónustu og grunnskólanum. Samstarf við verktaka í mötuneyti er að fara vel af stað í leikskólanum eins og í grunnskólanum. Foreldrafélag Auðarskóla mun bjóða upp á haustfagnað á næstu dögum, fræðslunefnd þakkar foreldrafélaginu fyrir þetta góða framtak. Eins mun foreldrafélagið standa fyrir fræðslu til handa foreldrum þann 26. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti foreldra og barna, fræðslunefnd fagnar sömuleiðis þessu framtaki foreldrafélagsins. Sagt var frá hugmyndum um fleiri fræðsluerindi sem eru í bígerð á vegum foreldrafélagsins. | 8.3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar Næstu skref verða mótuð í samstarfi við Ásgarð og í kjölfar þess verða starfsmenn virkjaðir í vinnunni. | 8.4. 2110050 - Farsæld barna - samstarf við Heimili og skóla Fræðslunefnd fagnar því að samtal sé komið á við samtökin Heimili og skóla og líst vel á að boðað verði til fundar með þeim í Búðardal t.d. í október sem yrði opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. | 8.5. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027 | 8.6. 2010009 - Framhaldsnám - akstur í MB | 8.7. 2308005 - Tómstundir íþróttir skólaárið 2023-2024 | 8.8. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024 Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn. Auglýsing nú kom seint fram og því samþykkir fræðslunefnd að framlengja frest til og með 27. september nk. | | |
|
9. 2309001F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 69 | Samþykkt samhljóða. | 9.1. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023 Formanni stjórnar og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | | |
|
| |
10. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023 | |
Lagt fram til kynningar. | Fundur-215.pdf | Fundur-216..pdf | | |
|
11. 2301001 - Fundargerðir samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2023 | Lagt fram til kynningar. | 175 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf | 176 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf | | |
|
| |
12. 2309002 - Haustþing SSV 2023 | Lagt fram til kynningar. | Fundarboð pdf 2023.pdf | | |
|
13. 2309003 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023 | Lagt fram til kynningar. | Til framkvæmdastjóra sveitarfélaga.pdf | | |
|
14. 2309004 - Hvatning til sveitarstjórna um mótun málastefnu | Lagt fram til kynningar. | sveitarfélögin v málstefnu.pdf | | |
|
15. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023 | Lagt fram til kynningar. | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 932.pdf | | |
|
16. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023 | Til máls tók: Björn Bjarki.
Lagt fram til kynningar. | Skýrsla sveitarstjóra á fundi 237.pdf | | |
|