Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 335

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.05.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.
Rætt um hönnun á Lóð/umhverfi íþróttamannvirkja m.t.t. skólalóðar og næsta nágrennis.

Staða mála kynnt.
2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Sveitarstjórn Dalabyggðar tók til fyrri umræðu tillögu að uppfærðri fjallskilasamþykkt á 255. fundi sínum og stefnt er að seinni umræðu á 256. fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 8. maí n.k.
Málinu vísað til seinni umræðu hjá sveitarstjórn.
3. 2504007 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
4. 2504006 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
5. 2504019 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við reglur um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
6. 2504013 - Bréf til framkvæmdastjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga
Lögð fram fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til framkvæmdastjóra sveitarfélaga landsins um fjárhagsleg áhrif nýrra kjarasamninga við kennara og viðbrögð við þeim.
Framlagt til upplýsingar og sveitarstjóra falið að svara Eftirlitsnefnd.
7. 2209012 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála en unnið er að lokafrágangi á sölu húseigna og landspildu til kaupleigutaka á grundvelli samnings frá því í júli 2022.
Staða mála kynnt.
8. 2412009 - Könnunarviðræður
Rætt um stöðu mála í óformlegum könnunarviðræðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra um mögulega sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Staða mála kynnt.
9. 2301067 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir mál er varða starfsmannahald og viðbrögð við manneklu á einstaka starfsstöðvum.
Einnig rætt um jafnlaunavottun og stefnur Dalabyggðar er varða starfsmannamál og starfsmannahald.

Starfsmannahald rætt. Áfram unnið að endurnýjun jafnlaunavottunar.
Lagt til að næsti fundur byggðarráðs verði fimmtudaginn 5. júní 2025

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:02 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei