| |
Sigríður Jónsdóttir verkstjóri heimaþjónustu sat fundinn undir liðum 1 til 4.
| 1. 2501031 - Félagsþjónusta | |
Félagsmálanefnd samþykkir framkomna tillögu að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu í Dalabyggð og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. | | |
|
2. 2406000 - Forvarnamál | |
Félagsmálanefnd samþykkir framkomna tillögu að forvarnastefnu í Dalabyggð 2025 - 2027 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. | | |
|
3. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi | |
Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála og hvað er á döfinni á Vesturlandi. | | |
|
4. 2501030 - Heimsendur matur | |
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að leita leiða til að hægt sé að mæta brýnni þörf þar sem við á að svo komnu máli. Móta þarf reglur til lengra tíma m.a. m.t.t. þátttöku Dalabyggðar í verkefninu Gott að eldast. | | |
|
5. 2501029 - Skammtímadvöl barna | |
Félagsmálanefnd fagnar því að til skoðunar sé að koma á fót skammtímadvöl á Vesturlandi. | | |
|
6. 2501027 - Farsæld barna | |
Verkefnastjóri fór yfir það skipulag sem verið er að koma á í Dalabyggð varðandi farsæld barna og er unnið að því að geta kynnt skipulagið og mönnun þess á yfirstandi skólaári.
Sjá hér slóð á heimasíðu Dalabyggðar til fróðleiks um lög þessu tengdu: https://dalir.is/thjonusta-og-starfsemi/felagsthjonusta/farsaeld/
| | |
|