Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 340

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.09.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2509006 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags sé tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 8.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025
Farið yfir opnunarskýrslu útboðs á úrgangsþjónustu fyrir Dalabyggð.
Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2. 2509004 - Beiðni um rekstrarstyrk vegna 2026
Framlögð beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2026 frá Kvennaathvarfinu.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
3. 2508012 - Erindi vegna Eiríksstaða
Framlagt erindi frá staðarhöldurum á Eiríksstöðum varðandi aðstöðumál, er þetta annað erindi sent í kjölfar afgreiðslu byggðarráðs á 339. fundi.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárlið 4.
4. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Rætt um stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026 til 2029.
Rætt um fjárfestingarþörf og fyrstu drög að tillögu þess efnis til næstu fjögurra ára.

Farið yfir fjárhagsáætlunargerð og fjárfestingarþörf.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 5.
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda.
M.a. rætt um malbik við og í tengslum við íþróttamannvirki.
Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 6.
6. 2508005 - Frístundahús að Laugum í Sælingsdal
Varðar lóðir fyrir sumarhús í landi Lauga í Sælingsdal og samskipti við lóðarhafa og meðeiganda Dalabyggðar að landinu.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
7. 2505011 - Sameiningarviðræður
Kynnt staða mála í formlegum viðræðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Verið er að undirbúa íbúafundi vegna sameiningar. Búið er að opna upplýsingavef um sameininguna: www.dalhun.is
8. 2509006 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Framlagðar umsóknir um grunnskólavist utan Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:26 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei