Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 246

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.05.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhana María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt er til að mál nr. 2310010, samstarfssamningur við Skátafélagið Stíganda, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 5.

Lagt er til að mál nr. 2404001F, fundargerð menningarmálanefndar, fundur nr. 38, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 10.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208004 - Vegamál
Rætt um stöðu vegamála í kjölfar þess að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) stóðu fyrir fjölmennum fundi um vegamál á Vesturlandi í Gestastofu Snæfellinga á Breiðabliki föstudaginn 10 maí s.l. Gestir fundarins voru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og forstjóri Vegagerðarinnar ásamt starfsmönnum. Kjörnir fulltrúar og bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi fjölmenntu á fundinn sem sýnir mikilvægi vegamála fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
Til máls tóku: Eyjólfur, Garðar, Eyjólfur (annað sinn).

Eyjólfur leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur heilshugar undir það er fram kemur í samantekt SSV og undirstrikar að ástand þjóðvegar 60 í gegnum Dali er þannig að hættuástand varir á veginum meðan ástand hans er eins og raun ber vitni. Rétt er að nefna í þessu efni að vegurinn um Dalina, þjóðvegur 60, er inngangur að heilum landshluta (Vestfjörðum) svo staðan er ekki einkamálefni Vesturlands eða Dalabyggðar. Við skorum á alþingismenn, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, innviðaráðherra sem og Vegagerðina að beita sér af alefli á næstu dögum og vikum með öllum tiltækum ráðum til að fjármagni verði veitt í nauðsynlegar aðgerðir.
Nú duga orðin ein og sér ekki lengur. Aðgerða er þörf á árinu 2024, ábyrgð okkar allra er mikil til að tryggja ásættanlegt öryggi á þjóðvegi 60 í gegnum Dalina áleiðis á Vestfirði og Strandir.

Samþykkt samhljóða.
2. 2405001 - Tengivegaáætlun 2024-2028
Meðfylgjandi er samþykkt tengivegaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Til máls tóku: Garðar, Björn Bjarki.

Garðar leggur fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn Dalabyggðar gagnrýnir fyrirliggjandi tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á svokölluðu Vestursvæði harðlega.
Í fyrsta lagi þarf að hraða þeim framkvæmdum sem nú eru á áætluninni, þ.e. Laxárdalsvegi og Klofningsvegi og ná þarf fleiri kílómetrum inn á þá vegi á komandi árum. Aðeins eru 9 kílómetrar sem tengjast framkvæmdum sem nú eru hafnar á Klofningsvegi, ná þarf enn fleiri kílómetrum hvað þann veg varðar inn á áætlunina m.t.t. atvinnulífs og skólasóknar þeirra sem þar búa. Enn er inn á tengivegaáætluninni úthlutun fjármuna í Steinadalsveg, framkvæmd sem við styðjum, en höfum vakið athygli á að óeðlilegt sé að fjármunir í þá framkvæmd sé útdeilt úr þeim „potti“ sem um ræðir því einn af þeim lykilþáttum sem horft er til varðandi útdeilingu fjármuna úr tengivegapotti er að viðkomandi vegur hafi hlutverk samanber skólaakstur og vinnusókn. Við undirstrikum að við styðjum heilshugar alla uppbyggingu vega í Dalabyggð, hvar sem þeir liggja, en finna þarf aðra leið til að veita fjármagni í þá framkvæmd sem um ræðir og fá þar með þær rúmu 520 milljónir sem í tengivegaáætluninni eru, í aðra tengivegi í Dölunum, ekki veitir af.
Um alla Dalabyggð er skólabörnum ekið um malarvegi sem eru í algjörlega óviðunandi ástandi. Almennt er viðhaldi tengivega innan Dalabyggðar með öllu óviðunandi og rétt er að vekja athygli á því að hlutur Vesturlands innan Vestursvæðis í samgönguáætlun er mjög lítill í samanburði við að Vesturland er um 2/3 af skilgreindu Vestursvæði Vegagerðarinnar sem dekkar Vesturland og Vestfirði.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á þingmenn, samgöngunefnd Alþingis, innviðaráðherra sem og Vegagerðina að beita sér af öllu afli með okkur í Dalabyggð til að rétta hlut okkar og koma vegakerfinu í Dölunum í ásættanlega stöðu sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða.
tengivegaaetlun_2024-2028.pdf
3. 2404016 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki II
Byggðarráð samþykkti tillögu að Viðauka II við fjárhagsáætlun 2024 á 321. fundi sínum.
Samtals breytingar til lækkunar á handbæru fé í A sjóði upp á kr. 34.170.000,-

Til máls tók: Björn Bjarki

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_2..pdf
Viðauki II, sundurliðun, 29.04.2024..pdf
4. 2402003 - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga
Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins.
Samráðsfundir með íbúum voru haldnir 15. og 16. apríl sl.
Hér eru drög að þjónustustefnu lögð fram til fyrri umræðu. Lagt til að birta drögin og kalla eftir ábendingum á milli umræðna.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
Þjónustustefna Dalabyggðar - DRÖG að loknu samráði.pdf
5. 2310010 - Samstarfssamningur við Skátafélagið Stíganda 2024-2026
Framlagður samstarfssamningur Dalabyggðar við Skátafélagið Stíganda sem undirritaður var þann 18. apríl sl. með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
skatafelagid_stigandi_undirritadur_18042024..pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2403003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 321
7. 2403006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 46
7.1. 2301016 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2023
Rekstraraðilar Tjaldsvæðis í Búðardal mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2023 (gestir)
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2024.

Sorpflokkun gesta ekki sú besta þó merkt ílát séu til staðar, fólk virðist gleyma sér þegar það er í fríi. Skilar sér í kostnaði og vinnu.
Stefnt að því að endurnýja tenglahús á tjaldsvæðinu fyrir sumarið og unnið að áætlun fyrir drenun.
Rekstraraðilar vinna að betra skipulagi á tjaldsvæðinu með tilliti til gróðurs, vegar, gönguleiða á svæðinu, brunavarna o.s.frv.

Ábending til sveitarfélagsins varðandi fjölda aðila sem gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum og öðrum ferðabílum utan tjaldsvæða í Dalabyggð, m.a. á almennum bílastæðum, við veiðistaði meðfram ám o.s.frv.
Í lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð segir: "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða."

Nefndin þakkar Carolin og Skildi fyrir komuna.
7.2. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024
Rætt um þróunarverkefni í Dalabyggð.
Nefndin skoði umræðuefni og kynningar fyrir komandi kaffispjall í Nýsköpunarsetrinu með tilliti til þróunarverkefna í sveitarfélaginu.
Rætt um hugmyndir fyrir afþreyingarmöguleika, framleiðslu matvæla í héraðinu, möguleika ferðaþjónustunnar og fleira. Tækifærin til staðar og fjöldi hugmynda. Ýmsir möguleikar hafa opnast til uppbyggingar á þessu sviði m.a. með DalaAuði, eflingu nýsköpunar á öllum skólastigum og styrkingu ímyndar Dalanna.
7.3. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð
Frá 45. fundi atvinnumálanefndar 26.02.2024:

"2. 2401038 - Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi - skýrsla
Þann 22. janúar var kynning á skýrslu SSV, sem unnin var af Gagna um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi kynnt.
Atvinnumálanefnd fær Þorstein Gunnlaugsson á fundinn til að fara yfir stöðu Dalabyggðar í málaflokkinum og leggur drög að forgangsröðun Dalabyggðar í fjarskiptamálum.
Atvinnumálanefnd leggur drög að forgangsröðun vegna farsímasambands í Dalabyggð.

Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna."

Nefndin fer yfir drög að forgangsröðun.
Farið yfir það sem komið er inn í skýrsluna og nefndin vinnur áfram að forgangsröðun fjarskiptamála.
7.4. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð
Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð var samþykkt í júní 2023. Í niðurlagi skýrslunnar kemur fram að uppfæra skuli hana árlega. Nefndin hefur vinnu við uppfærslu.
Í forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð kemur fram: "Forgangsröðun þessi verði uppfærð árlega þar sem hún er borin undir íbúa á opnum fundi, ásamt því að fá umfjöllun atvinnumálanefndar. Að uppfærslu lokinni verði hún tekin fyrir hjá sveitarstjórn Dalabyggðar og send fyrrnefndum aðilum að nýju."
Lagt til að opinn fundur verði haldinn þriðjudaginn 4. júní 2024, öll velkomin.
7.5. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 3,9% og hækkaði úr 3,8% frá janúar. Atvinnuleysi var 4,0% á
landsbyggðinni í febrúar en 3,0% á Vesturlandi og lækkaði þar úr 3,1% í janúar. Atvinnulausum fjölgaði í flestum atvinnugreinum í febrúar, mest var fjölgunin í verslun og vöruflutningum, byggingariðnaði og veitingaþjónustu. Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok febrúar í nokkrum atvinnugreinum, mest þó í gistiþjónustu. Alls komu inn 330 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í febrúar, þar af 36 á Vesturlandi.

Skráð atvinnuleysi á landsvísu í mars var 3,8% og lækkaði úr 3,9% frá febrúar. Atvinnuleysi var 3,8% á
landsbyggðinni í mars en 2,7% á Vesturlandi og lækkaði þar úr 3,0% í febrúar. Atvinnulausum fækkaði í flestum atvinnugreinum í mars, mest var fækkunin í farþegaflutningum með flugi, ferðaþjónustu og gistiþjónustu. Atvinnulausum fjölgaði lítillega í lok mars í nokkrum atvinnugreinum, mest þó í iðnaði. Alls komu inn 283 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í mars, þar af 7 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
8. 2404004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 130
8.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í Auðarskóla.
Farið yfir málefni skólans hvað varðar starfsmannamál og innra skipulag.
Verið er að undirbúa starfið næsta skólaár hvað varðar skipulag og unnið er að ráðningum starfsmanna.
Nemendur verða 70 næsta skólaár í grunnskólanum.
Unnið er að undirbúningi þess að koma á farsældarteymi, forvarnarteymi og unnið að gerð umbótaáætlunar fyrir næsta skólaár.
Verið er að undirbúa vorferðalög og ýmislegt annað tengt þessum síðustu vikum skólaársins sem nú eru í gangi.


8.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskóla.
Farið yfir málefni skólans hvað varðar starfsmannamál og innra skipulag.
Sveitaheimsókn verður í næstu viku og vorferðalag í júní. Í bígerð er undirbúningur sumarhátíðar í leikskólanum, í góðu samstarfi við foreldrafélagið og einnig er frekara samstarf og samvinna í burðarliðnum.
Frá hausti er reiknað með 24 börnum í leikskólanum.
8.3. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024 - 2029
Kynnt fyrirliggjandi drög að uppsettri menntastefnu Dalabyggðar fyrir árin 2024 - 2029. Á döfinni er að undirbúa kynningu og innleiðingu stefnunnar á næstunni.
Samþykkt að vinna málið áfram.
8.4. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Rætt um málefni tónlistarskólans m.a. með það fyrir augum hvort mögulegt sé að rýmka heimildir til starfsemi hans með það fyrir augum að gefa fleirum tækifæri til tónlistarnáms í Dalabyggð.
Rætt um málefni tónlistarskólans og starfsmannamál.

Einnig var rætt um hvort eða hvernig hægt væri að opna á nám fyrir eldri nemendur en þá sem eru í grunnskóla og eins hvort hægt væri og heimilt að nýta aðstöðuna sem um er að ræða fyrir aðra en nemendur skólans.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kanna hvort fordæmi séu til fyrir slíku verkefni í öðrum sveitarfélögum.

8.5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshópsins kynnti stöðu mála í vinnunni en 3 fundir hafa nú verið haldnir.
8.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar.
Fræðslunefnd fagnar því hvar verkefnið er statt og þakkar Íþróttafélaginu Undra fyrir frumkvæðið. Boðið verður upp á tómstundaakstur og mun verða boðið upp á þeir sem verða í vinnuskólanum geti nýtt aksturinn meðan tómstundastarfið er.
8.7. 2404019 - Eldhugarnir
Framlagt erindi frá Þorgrími Þráinssyni sem ber heitið Eldhugarnir.
Fræðslunefnd þakkar Þorgrími erindið, farið yfir margar af þeim góðu ábendingum sem fram koma í erindi Þorgríms og ánægjulegt að sjá að verið sé að gera ýmislegt af þeim þáttum sem fram koma í skólastofnunum Dalabyggðar og í samfélaginu.
Samþykkt að bjóða Þorgrími í heimsókn í Dalina á haustmánuðum, á fund með fræðslunefnd og einnig í heimsókn í skólana okkar í tengslum við verkefnið.
9. 2404005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 146
9.1. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Farið yfir stöðu máls.
Nefndin fór yfir uppfærð gögn og gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti. Skipulagsfulltrúa falið að senda gögnin til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og óska leyfis til að auglýsa tillöguna.
9.2. 2404024 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging að Haukabrekku
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin gerir ekki athugasemdir. Samþykkt samhljóða.
9.3. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögur til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, mál 899 og mál 900.
Nefndin fer yfir drögin að umsögn Dalabyggðar.
Samþykkt
10. 2404001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 38
10.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Framlögð drög að dagskrá bæjarhátíðar. Unnið áfram.
Unnið áfram að dagskránni.
Ítrekað verður við rekstraraðila varðandi þátttöku í dagskránni.
Verið að staðfesta tímasetningar á viðburðum.
10.2. 2403013 - 17. júní 2024
Verkefnastjóri átti fund með mögulegum þátttakendum í hátíðarhöldunum. Drög að dagskrá lögð fyrir nefndina.
Unnið áfram að dagskrá í samstarfi við félög í héraði.
10.3. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm
Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir frekari upplýsingum um sýninguna:
Um er að ræða veggi með öllu fræðsluefninu á og á þeim eru gluggar með sýningarhlutum, c.a. 8 - 10 gluggar, þar af tveir video gluggar með viðtölum frá RUV (Gísla Einars).
Herbergið sem hýsir sýninguna er um 15 - 20fm og veggirnir ná frá gólfi til lofts á þrjá vegu.
Þjóðminjasafnið á sýninguna sjálfa en William Short gæti átt einhverja af sýningargripunum skv. upplýsingum sem bárust.
Annars er sýningin þannig að hægt er að vera með færri gripi eða aðra, en núna eru, því þeir eru aðalllega til skýringa og fræðsluefnið er á veggjunum.
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að hún verði tekin heim. Unnið verður að því að finna henni stað í héraði.
10.4. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024
Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu og uppbyggingu sögustaða.
Verkefnastjóra falið að ganga frá umsögninni og skila henni inn.
11. 2404007F - Dalaveitur ehf - 48
11.1. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Sveitarstjóri fór yfir samkomulag Dalaveitna ehf./Dalabyggðar við Mílu vegna kaupa fyrirtækisins á ljósleiðarakerfi sbr. samþykkt á síðasta fundi Dalaveitna ehf.
11.2. 2306015 - Hitaveita Laugum (Dalav.) - heimt. íbúðarhúsa - DALAV23
Kominn er tími á endurnýjum heimtauga að íbúðarhúsunum á Laugum. Gera þarf viðauka fyrir fjáhagsáætlun 2024 til að koma því verkefni áfram.
Vegna uppbyggingu frístundahúsa er orðin þörf á nýjum stofni að svæðinu sem annar þeim fjölda húsa sem eru í skipulagi (16 hús). Samtal er í gangi við Bergljótu sem á helminginn af lóðunum og á rétt á 1,5 L/s samkvæmt upphaflegum samningi við jarðareiganda um nýtingu á jarðhitanum.
Samþykkt að setja upp mæla í allar húseignir að Laugum og í sumarhúsahverfi. Einnig samþykkt að hefja undirbúning að lagningu á nýjum stofni og að kostnaðargreining á því verkefni eigi sér stað sem allra fyrst þannig að á næstu vikum verði hægt að fara í aðgerðir.
12. 2404010 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi verður haldinn fimmtud. 18. apríl 2024..pdf
13. 2404021 - Ársskýrsla NýVest ses. 2023
Ársskýrsla Nývest ses 2023..pdf
14. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 947..pdf
15. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024
189 2024_0506_Samþykkt fundargerð..pdf
Mál til kynningar
16. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra
Til máls tók: Björn Bjarki.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 246.pdf
Tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar og fundar með ungmennaráði rædd, tillaga um að halda fundinn á 30. ára afmæli Dalabyggðar sem er þriðjudaginn 11. júní.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei