Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 249

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.09.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að bæta við eftirfarandi lið á dagskrá:

Mál nr.2407003, Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki IV, verði liður nr. 1 á dagskrá. Mál nr.2401010, fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024 verði liður nr. 13 á dagskrá og aðrir liðir færist til skv. því.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2407003 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki IV
Byggðarráð samþykkti á 327. fundi sínum sem haldinn var þann 29. ágúst sl. tillögu að Viðauka IV (4) við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl með fundargerð, sem innifelur eftirfarandi breytingar:
Samtals breyting á A-sjóði kr. 3.046.000,- til hækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á B-sjóði kr. 250.000,- til lækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á A og B sjóði kr. 2.796.000,- til lækkunar á handbæru fé.
Afkoma ársins, A og B hluti, samtals kr. 40.686.000,- (Upphafleg áætlun 88.191.000,-)

Til máls tók: Björn Bjarki

Samþykkt samhljóða.
Viðauki IV (4) ágúst 2024..pdf
Viðauki IV (4), ágúst 2024, sundurliðun og skýringar..pdf
2. 2409009 - Forvarnarhópur Dalabyggðar - erindisbréf
Á 71. fundi félagsmálanefndar var rætt um stöðu forvarnarmála og kynnt drög að erindisbréfi forvarnarhóps í Dalabyggð sem unnið er að stofnun á og bókaði félagsmálanefnd eftirfarandi:

"Félagsmálanefnd samþykkir tillögu að erindisbréfi með áorðnum breytingum og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn."

Lagt fram til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn erindisbréf forvarnarhóps í Dalabyggð.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Eyjólfur og Ingibjörg.

Samþykkt samhljóða.
Forvarnarhópur Dalabyggðar_Erindisbréf_tilbúið..pdf
3. 2409008 - Reglur um félagslega heimaþjónustu
Á 71. fundi félagsmálanefndar samþykkti félagsmálanefnd fyrir sitt leyti uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Lagðar fram til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð.

Til máls tók: Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð_tilbúið..pdf
4. 2409007 - Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar
Á 71. fundi félagsmálanefndar samþykkti félagsmálanefnd fyrir sitt leyti uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð og vísaði til staðfestingar sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Lagðar fram til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn reglur um fjárhagsaðstoð í Dalabyggð.

Til máls tók: Eyjólfur.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um fjárhagsaðstoð_Dalabyggð_tilbúið..pdf
5. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Á 149. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var fjallað um staðsetningu á aðkomutákni við Búðardal. Við hátíðarathöfn 17. júní sl. var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal.
Búið er að gera samning við höfund og unnið er að vinnslu verksins og uppsetningu þess.
Lögð er fyrir nefndina tillaga að staðsetningu sem unnin var með tilliti til viðmiða Vegagerðarinnar um fjarlægð frá vegi.
Lagt er til að verkið standi sunnan við þorpið til hliðar við afleggjara upp að hesthúsahverfi í landi Dalabyggðar.

Lagt er til við sveitarstjórn að staðfesta bókun umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu.


Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
6. 2406008F - Byggðarráð Dalabyggðar - 327
Lögð fram til kynningar.
6.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar EFLU sem halda utan um byggingarstjórn og eftirlit af hálfu sveitarfélagsins við uppbyggingu íþróttamannvirkjanna og fara yfir stöðu mála.
Rætt um aðstöðu á skólalóð á meðan á framkvæmdum stendur og einnig um framtíðar skipulag lóðarinnar að framkvæmdum loknum.
Farið yfir stöðu uppbyggingar.

Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning á verðkönnun fyrir skipulag skólalóðar.

Samþykkt samhljóða.
6.2. 2407003 - Fjárhagsáætlun 2024 - Viðauki IV
Framlögð tillaga að Viðauka IV við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl.
Samtals breyting á A-sjóði kr. 3.046.000,- til hækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á B-sjóði kr. 250.000,- til lækkunar útgjalda.
Samtals breytingar á A og B sjóði kr. 2.796.000,- til lækkunar á handbæru fé.
Afkoma ársins, A og B hluti, samtals kr. 40.686.000,- (Upphafleg áætlun 88.191.000,-)

Samþykkt samhljóða.
6.3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Framlagðar til kynningar tillögur/greinargerð starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð sem sveitarstjórn hefur tekið til afgreiðslu og staðfesti að öðru leiti en að kaflanum "viðbótartillögur" var vísað af sveitarstjórn til frekari umræðu í byggðarráði og fræðslunefnd.

Fræðslunefnd bókaði svohljóðandi vegna þessa á 133. fundi sínum sem haldinn var þann 27. ágúst sl.:
"Varðandi viðbótartillögur sem vísað var til fræðslunefndar þá var rætt um hvaða möguleikar væru til staðar. Fræðslunefnd óskar eftir við byggðarráð að þeir þættir sem tilgreindir eru í viðbótartillögum starfshópsins verði hafðir til hliðsjónar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir komandi ár."
Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar og mun hafa viðbótartillögur til hliðsjónar í vinnu sinni við fjárhags- og framkvæmdaáætlun.

Samþykkt samhljóða.
6.4. 2301067 - Starfsmannamál
Farið yfir stöðu mála í starfsmannamálum hjá Dalabyggð.
Kynnt drög að auglýsingu um starf lýðheilsufulltrúa sem birtast mun á næstu dögum.
Byggðarráð samþykkir framlagða auglýsingu.
6.5. 2406018 - Fjallskil 2024
Framlagðar fundargerðir og fjallskilaseðlar frá þeim fjallskilanefndum sem ekki voru komnir inn til Dalabyggðar fyrir fund sveitarstjórnar þann 15. ágúst sl.
Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar.

Samþykkt samhljóða.
6.6. 2407009 - Lagning ljósleiðara í Búðardal
Lagning ljósleiðara á vegum Mílu í þann hluta Búðardals sem ráðgert var að framkvæma á yfirstandandi ári er á lokametrunum. Rætt um framhald verksins og þann tímaramma sem gefinn er til að ljúka ljósleiðaravæðingu í Búðardal af hálfu Mílu.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þá tengingu sem komin er í Búðardal og hvetur til þess að áætlanir standist um að eftirstöðvar klárist sumarið 2025 í samræmi við samtal við Mílu.

Samþykkt samhljóða.
6.7. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð uppfærðs deiliskipulag við Efstahvamm og svæðið þar í kring sem Efla er að vinna að.
Var það svæði undanskilið þeim hluta Búðardals sem Arkís vinnur nú að gerð deiliskipulags á.
Farið yfir stöðu mála.
7. 2406004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 133
Lögð fram til kynningar.
7.1. 2408005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2024-2025
Farið yfir það framboð sem verður í boði á komandi skólaári hvað tómstundir og íþróttir varðar.
Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir það starf sem boðið verður upp á í haust og búið er að skipuleggja.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með það framboð af tómstundum sem í boði verður.
7.2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025
Í erindisbréfi ungmennaráðs stendur:
"Kjósa verður fulltrúa í stjórn ungmennaráðs fyrir 15. september ár hvert."
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn.
Lögð fram drög að auglýsingu eftir framboðum í ungmennaráð. Auglýsingin var samþykkt með á orðnum breytingum og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma auglýsingu og kynningarefni á framfæri til ungmenna. Framboðsfrestur er til og með 9. september n.k.
7.3. 2305001 - Skólaþjónusta
Framlagður til kynningar samningur við Ásgarð skólaráðgjöf, AIS ehf. sem gerður var sumarið 2023. Einnig rætt um aðkomu og aðstoð fyrirtækisins við fræðslunefnd Dalabyggðar varðandi gerð verklagsreglna og utanumhald hvað ábyrgðarsvið nefndarinnar varðar.
7.4. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, nemendafjölda og stöðu í starfsmannamálum.
Einnig framlagt erindi frá skólastjóra vegna skólalóðar og aðstöðu nemenda á framkvæmdatíma við íþróttamannvirki.
Varðandi skólalóð, öryggismál og leiksvæði, þá óskar fræsðlunefnd eftir því að byggingarnefnd/byggðarráð taki umræðu um þennan mikilvæga þátt við framkvæmdaaðilann sem og eftirlitsaðilann sem sér um byggingarstjórn og eftirlit með verkinu er varðar aðstöðu nemenda grunnskólans samanber minnisblað skólastjóra.

Varðandi leiktæki á skólalóð þá mælist fræðslunefnd til að það verði skoðað hvað helst vanti á núverandi lóð í samráði við skólastjórnendur.

Rætt um kynningarfund sem haldinn verður þann 4. september n.k. í Dalabúð þar sem Menntastefna Dalabyggðar verður kynnt. Fræðslunefnd hvetur alla áhugasama til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Dalabúð kl. 17:30.
7.5. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, fjölda barna og stöðu í starfsmannamálum.
Ljóst er að börnum er að fjölga á leikskólanum þegar líður á haustið, eru 23 börn nú en stefnir í að verði 27 börn í nóvember. Rætt um mönnum og stöðu hennar.
7.6. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2025 til 2028.
7.7. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Framlagðar til kynningar tillögur/greinargerð starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð sem sveitarstjórn hefur tekið til afgreiðslu og staðfesti að öðru leiti en að kaflanum "viðbótartillögur" var vísað af sveitarstjórn til frekari umræðu í byggðarráði og fræðslunefnd.
Varðandi viðbótartillögur sem vísað var til fræðslunefndar þá var rætt um hvaða möguleikar væru til staðar. Fræðslunefnd óskar eftir við byggðarráð að þeir þættir sem tilgreindir eru í viðbótartillögum starfshópsins verði hafðir til hliðsjónar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir komandi ár.
8. 2408002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 149
Lögð fram til kynningar.
8.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð uppfærðs deiliskipulags við Efstahvamm, Brekkuhvamm og Lækjarhvamm og svæðið þar í kringum sem Efla er að vinna að. Er það svæði sem um ræðir undanskilið þeim hluta Búðardals sem Arkís vinnur nú að gerð deiliskipulags á.
Umræður spunnust um deiliskipulagið og þau drög sem kynnt voru. Samþykkt að vinna málið áfram á milli funda þannig að hægt verði að leggja fram tillögu um uppfært skipulag á næsta fundi nefndarinnar.
8.2. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima, umhverfismatsskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfismatsskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Sólheima.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir lengri tímafresti til þess að gefa umsögn um framkomna umhverfismatsskýrslu um vindorkugarð í landi Sólheima.
Skýrslan er gríðarlega efnismikil og snertir það marga viðamikla þætti í innviðum í Dalabyggð, og stangast á við gildandi aðalskipulag. Í ljósi framangreinds óskar nefndin eftir því að fá rýmri frest til að skila af sér umsögn eða þar til eftir næsta reglubundna fund umhverfis- og skipulagsnefndar sem verður haldinn 2. október n.k.
8.3. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Garpsdals í Reykhólasveit.
Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu í landi Garpsdals, í samstarfi við skipulagsfulltrúa, í samræmi við umræður á fundinum.
8.4. 2408008 - Umsókn um byggingarleyfi Rauðbarðaholt 3
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Rauðbarðaholti 3.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.
8.5. 2409001 - Umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17, 6 hús, hvert um sig 20,4 fermetrar.
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun.
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
8.6. 2409003 - Umsókn um byggingarleyfi Ljárskógaströnd 26
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 26, 2 hús, 24 fermetrar hvort.
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun.
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
8.7. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Við hátíðarathöfn 17. júní sl. var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal.
Búið er að gera samning við höfund og unnið er að vinnslu verksins og uppsetningu þess.
Lögð er fyrir nefndina tillaga að staðsetningu sem unnin var með tilliti til viðmiða Vegagerðarinnar um fjarlægð frá vegi.
Lagt er til að verkið standi sunnan við þorpið til hliðar við afleggjara upp að hesthúsahverfi í landi Dalabyggðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu.
8.8. 2409004 - Umsókn um breytingu á hönnun að Jörfa
Framlögð gögn varðandi breytingu á hönnun, fyrir liggur gildandi byggingarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðni um breytingu á fyrirliggjandi hönnun með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.
8.9. 2408007 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar
Framlögð til upplýsinga framkomin skýrsla varðandi framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
9. 2406002F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 71
Lögð fram til kynningar.
9.1. 2402007 - Félagsmál 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála.

Lagðar fram til umfjöllunar í félagsmálanefnd uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um fjárhagsaðstoð.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála fyrir félagsmálanefnd.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að uppfærðum reglum um félagslega heimaþjónustu og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.
9.2. 2406000 - Forvarnarmál
Rætt um stöðu forvarnarmála og kynnt drög að erindisbréfi forvarnarhóps í Dalabyggð sem unnið er að stofnun á.
Félagsmálanefnd samþykkir tillögu að erindisbréfi með áorðnum breytingum og vísar staðfestingar í sveitarstjórn.
9.3. 2402006 - Fjárhagsaðstoð 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti stöðu mála.
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir stöðu mála.
9.4. 2408014 - Bjartur lífsstíll
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir og kynnti verkefnið Bjartur lífstíll.
Félagsmálanefnd lýsir ánægju með væntanlega aðild Dalabyggðar að verkefninu. Rætt um mikilvægi þess að hlúa að þeim íbúum sem eiga erfitt um vik að koma sér til og frá þeirri afþreyingu sem í boði gæti verið.
10. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 951.pdf
11. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024
Lagðar fram til kynningar.
181 fundur stjórnar SSV - fundargerð leiðrétt..pdf
182 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
12. 2403034 - Aðalfundur veiðifélags Laxdæla 2024
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundaar 2024..pdf
13. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024
Framlögð til kynningar fundargerð 191. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Lögð fram til kynningar.
191_2024_0916_Samþykkt fundargerð..pdf
Mál til kynningar
14. 2408007 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar
Framlögð til upplýsinga framkomin skýrsla varðandi framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
Lögð fram til kynningar.
Breidafjardarskyrsla-juni-2024..pdf
15. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lögð fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á 249. fundi.pdf
Rætt um tímasetningu næsta fundar sveitarstjórnar í ljósi þess að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 10. og 11. október sem ber upp á sama tíma og hefðbundin fundardagur sveitarstjórnar Dalabyggðar er. Einnig þarf að taka tillit til boðaðs íbúafundar í tengslum við verkefnið DalaAuður en sá fundur verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 17:00.

Lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 17. september n.k. kl.15:00.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:39 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei