| |
|
2. 2503012 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki II | |
Til máls tók: Björn Bjarki.
Samþykkt samhljóða. | Viðauki II, mars 2025..pdf | | |
|
3. 2410009 - Fjallskilasamþykkt | |
Til máls tók: Ingibjörg.
Samþykkt samhljóða. | FJALLSKILASAMÞYKKT_Dalabyggðar_fyrri_umraeda.pdf | | |
|
4. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði v/tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna | |
Til máls tók: Björn Bjarki.
Tillaga að umsögn lögð fyrir fundinn.
Samþykkt samhljóða. | Umsögn Dalabyggðar vegna tillögu að flokkun 10 vindorkuverkefna, apríl 2025.pdf | | |
|
5. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi | |
Til máls tók: Guðlaug.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
6. 2502007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 334 | Lagt fram til kynningar. | 6.1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024 Rætt um ársreikning 2024.
Lagt til að vísa ársreikningi Dalabyggðar 2024 í aðra umræðu hjá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða. | 6.2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal Staða mála rædd.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða. | 6.3. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025 Sveitarstjóra falið að leita tilboða ráðgjafa.
Samþykkt samhljóða. | 6.4. 2002053 - Vinna við aðalskipulag Dalabyggðar Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og óska eftir frekari gögnum í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða. | 6.5. 2301067 - Starfsmannamál Nýtt skipurit lagt fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða. | 6.6. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025 Uppfærð gjaldskrá Dalabúðar lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Erindi varðandi fasteignagjöld tiltekinnar eignar tekið til umræðu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. | 6.7. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. | 6.8. 2503005 - Erindi til byggðarráðs/sveitarstjórnar Erindi framlagt.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og brýninguna. | 6.9. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð Beðið er niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi mögulega sameiginlega samþykkt fyrir Vesturland og Kjós. Frekari afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða. | 6.10. 2503012 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki II Tillaga að breytingum í A-hluta: Félagsmál: kr. 64.995.000 Fræðslumál: kr. 25.350.000
Samtals kostnaður í A-hluta hækkar í ljósi ofangreindra þátta um kr. 90.345.000 sem leiðir til lækkunar á áætluðu handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
Eignfærslur
Slökkvibúnaður (loftpressa) kr. 2.500.000 Samtals eignfærslur. Kr. 2.500.000 til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða. | 6.11. 2503013 - Loftmyndir ehf - viðbætur í kortasjá Verkefninu vísað til vinnu við Viðauka III.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 2502005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 139 | Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 4.
Lagt fram til kynningar. | 7.1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla. Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma. Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs. Búið er að auglýsa lausar stöður kennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð. Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna. | 7.2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla. Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma. Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs. Búið er að auglýsa lausar stöður leikskólakennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð. Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna. | 7.3. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran Guðný Erna fór yfir mætingu í félagsmiðstöðina frá því að hún var opnuð að nýju fyrir stuttu. Mæting hefur almennt verið góð það sem af er sem er fagnaðarefni. | 7.4. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð Leikjanámskeið í umsjón Íþróttafélagsins Undra verður starfræktur dagana 3. til 27. júní leikjanámskeið. Verið er að kanna með mögulegt framboð íþróttaæfinga í sumar líkt. | 7.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | | |
|
8. 2503002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 155 | Lagt fram til kynningar. | 8.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal Skipulagsfulltrúi hefur ekki náð sambandi við alla hlutaðeigandi aðila og málinu því frestað til næsta fundar. | 8.2. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi Framlögð til afgreiðslu, skv. 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals. Tillögurnar voru kynntar samhliða frá 19. desember 2024 til 14. febrúar 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Farið hefur verið yfir umsagnir og athugasemdir og er gerð grein fyrir viðbrögðum við þeim í samantekt umsagna og viðbragða. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundaði með Minjavernd 31. mars 2025 um nauðsynlegar lagfæringar tillagna til að mæta athugasemdum, einkum er vörðuðu staðsetningu lítilla gistihúsa sunnan við haughús á reit 3.2.20. Gerð hefur verið breyting frá auglýstri deiliskipulagstillögu sem felst í að byggingarreitur 3.2.20, sem ætlaður er fyrir lítil gistihús, er fluttur norðaustur fyrir skólahús og húsaþyrpinguna þar sem umhverfisáhrif slíkrar uppbyggingar eru talin minni. Jafnframt hafa verið gerða minniháttar lagfæringar á minjaskráningu skv. nýjustu gögnum og númerum byggingareita. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga með ofangreindum lagfæringum.
| 8.3. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði v/Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana. | 8.4. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025 Umhverfis- og skipulagsnefnd sér ekki ástæðu til að breyta tilhögun úrgangsþjónustu. | 8.5. 2504002 - Umsókn um byggingarleyfi að Ásgarði Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | 8.6. 2504003 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við fjárhús Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | 8.7. 2504008 - Umsókn um byggingarleyfi að Borgarbraut 2 og 4. Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi veiti leyfið með fyrirvara um að fullnægjandi gögn liggi fyrir. | 8.8. 2409022 - Merking stíga Fulltrúar Dalamannabrölts ræddu merkingar við göngustíga, skilti, vegpresta og stikur og mögulegar útfærslur. Nefndin þakkar kærlega fyrir frumkvæðið og felur sveitarstjóra að finna málinu farveg. | | |
|
| |
9. 2504001 - Aðalfundur Veiðifélags Laxdæla | |
Lagt fram til kynningar. | Aðalfundarboð 2025 VL..pdf | | |
|
|
11. 2504005 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2025 | Lagt fram til kynningar. | Aðalfundaboð.pdf | | |
|
|
13. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók: Björn Bjarki.
Lagt fram til kynningar. | 255. fundur 10. apríl 2025.pdf | | |
|