Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 235

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.06.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Alexandra Rut Jónsdóttir varamaður,
Jón Egill Jónsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að máli nr. 2306023, Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi gisitistaðar í flokki IV, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 9.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205013 - Kjör oddvita og varaoddvita
Samkvæmt 7.gr. samþykkta Dalabyggðar skal sveitarstjórn kjósa oddvita og varaoddvita. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn.
Lagt til að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði oddviti og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti.

Samþykkt samhljóða.
2. 2205014 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Samkvæmt 27. gr. samþykkta Dalabyggðar skal kjósa þrjá aðalmenn og jafn marga varamenn í byggðarráð til eins árs.
Lagt er til að aðalmenn í byggðarráði, til eins árs, verði:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Guðlaug Kristinsdóttir, Garðar Freyr Vilhjálmsson.

Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að varamenn í byggðarráði, til eins árs, verði:
1. Þuríður Jóney Sigurðardóttir, 2. Einar Jón Geirsson, 3. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir.

Samþykkt samhljóða.

Lagt er til að formaður byggðarráðs verði: Skúli Hreinn Guðbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.
3. 2306021 - Fundir sveitarstjórnar sumarið 2023
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa.
Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 17. ágúst.
Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.

Samþykkt samhljóða.
4. 2208004 - Vegamál
Vegamál, staða mála
Framlögð drög að Samgönguáætlulun 2024-2038 sem kynnt voru 13. júní sl. og komin eru í Samráðsgátt.
Einnig framlögð og kynnt skýrsla sem atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur unnið að varðandi vegamál og áherslur í þeim efnum.

Til máls tóku: Garðar, Skúli, Þuríður, Björn Bjarki, Eyjólfur.

Skýrsla atvinnumálanefndar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Garðar leggur fram tillögu að bókun:

Sveitarstjórn Dalabyggðar fagnar því að nú liggja fyrir tilboð í Klofningsveg (590), Vestfjarðarveg - Kýrunnarstaðir. Um er að ræða 8,5 km. kafla á Klofningsvegi. Vonandi hefjast framkvæmdir við þennan langsvelta veg sem fyrst en jafnframt áréttar sveitarstjórn Dalabyggðar hér ósk sína til samgönguyfirvalda um að allra leiða verði leitað til að unnt verði að lengja framkvæmdina sem hér um ræðir. Klofningsvegur er leið sem nauðsynlegt er að bæta m.t.t. ástands vegar sem heimafólk er búið að hristast um svo áratugum skiptir á leið sinni til skóla, vinnu og annarra daglegra athafna. Óplægður akur er í ferðaþjónustu á þessu einstaka svæða. Nú er lag og hvetjum við Vegagerðina og aðra þá sem að málum koma til þess að skoða alla möguleika sem kunna að vera til staðar til að lengja þann kafla sem um ræðir og huga strax að næsta kafla endurbóta á Klofningsvegi.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að byggðarráði verði falið að vinna og senda inn umsögn við drög að Samgönguáætlun fyrir árið 2024-2038.

Samþykkt samhljóða.

Samgönguáætlun 2024-2038 f samráðsgátt.pdf
Forgangsrodun_vegaframkvaemda_Dalabyggd_2023.pdf
5. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál fyrir nýtt kjörtímabil. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar, hún rædd árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum.
Til máls tók: Eyjólfur.

Jafnréttisáætlun Dalabyggðar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Jafnrettisáaetlun Dalabyggð uppfaersla, júní 2023.pdf
6. 2305025 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Hóli í Hörðudal
Fyrirvarar umhverfis- og skipulagnefndar fyrir samþykkt umsóknar um framkvæmdaleyfi eru uppfylltir. Grenndarkynningu er lokið með undiritun samþykkis landeiganda að Hóli 2. Jafnframt liggur fyrir að skráðar minjar eru utan svæðis sem framkvæmdaleyfisumsókn tekur til.

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða.
Grenndarkynning undirrituð.pdf
Frá minjaverði MAS.pdf
Fornminjaskýrsla frá Holi_og_skrá_2018.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar áfangi II.pdf
Mál.2305025. Hóll 1 skógrækt grenndarkynning.Samþykkt..pdf
Kolefnissvæði með hnitpunktum.pdf
7. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að halda áfram samtali um inngöngu Dalabyggðar í Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Samþykkt samhljóða.
8. 2306020 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt með fyrirvara um umsagnir annara aðila og þess að rekstraraðili sé með samning vegna sorphirðu.
Umsb.rek.G.IV-Dalahyttur, Hlíð, 371 Bdl._2023031543.pdf
9. 2306023 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi gisitistaðar í flokki IV
Þessi starfsemi sem sótt er um samræmist Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032.
Miðbraut 15 er á miðsvæði M-1. Landnotkunarflokkurinn miðsvæði er m.a. fyrir hótel, veitinga og gistihús skv. skipulagsreglugerð. Um miðsvæði M-1 segir m.a: „Svigrúm til uppbyggingar fjölbreyttrar verslunar- og þjónustustarfsemi, svo sem verslun, veitingahús, ferðaþjónusta, söfn, menningarstofnanir, félagsheimili, stjórnsýsla, skrifstofur, aðstaða viðbragðsaðila og heilbrigðisþjónusta, auk íbúða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt með fyrirvara um umsagnir annara aðila sem og að rekstraraðili sé með samning vegna sorphirðu.

Samþykkt samhljóða.
ums.b.rek.GIV-Dalía-D9,Miðbraut 15,Búðardalur_2022032678.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2305001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 309
Samþykkt samhljóða.
10.1. 2304023 - Framkvæmdir 2023
Farið yfir stöðu mála og horfur varðandi framkvæmdir á árinu 2023.
Farið yfir atriði sem tekin voru fyrir á stöðufundi framkvæmda hjá starfsfólki Dalabyggðar til að upplýsa byggðarráð um stöðu framkvæmda.

Lagt til að sveitarstjóri hafi heimild til að ganga frá samningi vegna grassláttar í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

10.2. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Staða mála í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands rædd í ljósi uppsagnar Dalabyggðar á samningi um rekstur hjúkrunar- og dvalarrýma.
Lagt til að sveitarstjóra sé falið að eiga samtal við Heilbrigðisráðuneytið vegna stöðu mála, í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
10.3. 2101017 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2021-2023
Framlagður tölvupóstur frá formanni félags eldri borgara þar sem rætt er um félagsaðstöðu.
Einnig rætt um samning Dalabyggðar við félag eldri borgara.
Dalabyggð heldur áfram samtali um möguleika á nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins fyrir starf félagsins.
10.4. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Rætt um eignarhald og stöðu mála varðandi félagslegar íbúðir í Dalabyggð.
Lagt til að íbúðir Dalabyggðar í Stekkjahvammi verði færðar yfir á almennan rekstur, íbúð Dalabyggðar að Sunnubraut fari í söluferli og íbúðir fyrir eldri borgara við Silfurtún fari undir félagslegar íbúðir.
Samþykkt samhljóða.
10.5. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Staða mála rædd.
Rætt um stöðu mála á rekstri Vínlandsseturs.
10.6. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, verktakar og vörur
Rætt um innkaupamál varðandi einstaka þjónustuþætti er snúa að rekstri Auðarskóla, þ.m.t. rekstur mötuneytis og eintaka hluta ræstingar.
Lagt til að sveitarstjóri vinni að útboði á rekstri mötuneytis Auðarskóla í samræmi við innkaupareglur Dalabyggðar og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að sveitarstjóri taki saman starfsprósentu við þrif í húsnæði Dalabyggðar (m.a. skrifstofu og grunnskóla) og skoði útfærslu á starfi við þrif.
Samþykkt samhljóða.
10.7. 2305017 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2023
Farið yfir stöðu viðræðna varðandi fjármögnun verkefnisins.
Rætt um stöðu mála.
10.8. 1904034 - Úrgangsþjónusta - samningur 2021 - 2023
Núverandi samningur um úrgangsþjónustu rennur út um næstu áramót. Í núgildandi samningi eru ákvæði um að heimild sé til að framlengja samninginn tvisvar (2) um eitt (1) ár í senn.
Lagt til að sveitarstjóri tilkynni þjónustuaðila um vilja Dalabyggðar til að framlengja samning um úrgangsþjónustu um eitt ár.
Samþykkt samhljóða.
10.9. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Framlagt minnisblað og rætt um skipan fulltrúa sveitarstjórnar/byggðarráðs í samráðshóp vegna undirbúnings uppsetningar skilta við innkomu í Búðardal.
Í samræmi við minnisblaði verði kallað eftir fulltrúa frá Vegagerðinni, fulltrúi menningarmálanefndar verði Alexandra Rut Jónsdóttir og sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
10.10. 2301067 - Starfsumhverfi skipulags- og byggingarmála
Kynnt staða vinnu við endurskoðun skipulags er varðar skipulags- og byggingarmál í samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Rætt um stöðu mála. Umhverfis- og skipulagsnefnd mun einnig fjalla um málið á sínum næsta fundi.
10.11. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Rætt um stöðu mála.
Rætt um stöðu safnamála eftir framlagða greinargerð vinnuhóps.
10.12. 2305021 - Umsókn um grunnskólanám utan lögheimilisveitarfélags
Samþykkt í samræmi við framlögð gögn, fært í trúnaðarbók.
10.13. 2305012 - Bréf EFS til sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um fyrirkomulag almenns eftirlits með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar.
11. 2305002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 121
Til máls tóku: Ingibjörg og Eyjólfur um dagskrárlið 4.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu mála við gerð uppfærðar skóla/menntastefnu fyrir Dalabyggð.
Rætt um næstu skref í vinnunni.
11.2. 2304021 - Auðarskóli skólareglur
Rætt um skólareglur fyrir Auðarskóla og farið yfir núgildandi reglur í framhaldi af umræðu á síðasta fundi fræðslunefndar
Fræðslunefnd samþykkir þá tillögu að fresta umræðu og afgreiðslu um skólareglur Auðarskóla til haustsins og hugað verði að þeim samhliða og í samráði við ráðgjafa skólaþjónustu.
11.3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Kynnt drög að skólanámsskrá grunnskóla Auðarskóla.
Sagt frá fundum með Skólaráði Auðarskóla.
Rætt um skólaþjónustu.
Skólastjóri kynnti stöðu mála.
76 börn verða í grunnskóladeildinni næsta haust að óbreyttu, 40 börn munu koma með skólabílum.
23 börn verða í laikskóladeildinni næsta haust að óbreyttu, 9 börn munu koma með skólabílum.
Einnig sagði skólastjóri frá hvernig staðan er varðandi starfsmannamál, umsóknarfrestur er til 17. júní í þau störf sem auglýst voru fyrir stuttu.
11.4. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Staða máls rædd.
Sveitarstjóri kynnti stöðu, næstu skref verða kynnt á næstu dögum.
11.5. 2208010 - Tómstundir - sumar 2023
Kynnt staða vinnunar varðandi undirbúning tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2023.
Skráning lítur vel út hvað varðar tómstundastarfið, einnig var rætt um íþróttastarf fyrir eldri ungmenni sem verða í tómstundastarfinu, verður það kynnt á næstunni.
11.6. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Farið yfir starfsreglur félagsmiðstöðvarinnar og rætt um nafn á starfssemina.
Skólastjóri kynnti niðustöðu á vali nemenda Auðarskóla á nafni á félagsmiðstöð ungmenna í Dalabyggð. Samdóma niðurstaða niðurstaða nemenda er að félagsmiðstöðin fái nafnið "Félagsmiðstöðin Gildran". Er það tillaga frá einum nemenda Auðarskóla.

Nú í kjölfarið verða reglur félagsmiðstöðvarinnar uppfærðar í takti við breytingu á nafni.
12. 2305004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 138
Samþykkt samhljóða.
12.1. 2305025 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Hóli í Hörðudal
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um nýja grenndarkynningu og að mörkun svæðisins sneiði hjá tóftum 49 og 50. Í nálægð þeirra verði ekki plantað ágengari tegundum, á borð við ösp og furu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
12.2. 2305024 - Umsókn um byggingarleyfi í Haukabrekku
Samþykkt samhljóða.
12.3. 2301067 - Starfsumhverfi skipulags- og byggingarmála
Kynnt staða vinnu við endurskoðun skipulags er varðar skipulags- og byggingarmál í samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Sveitarstjóri kynnti málið fyrir skipulagsnefnd. Nefndin tekur vel í að málið verði unnið áfram á þeim nótum sem kynnt var. Nefndin telur mikilvægt að horfa til þess að fjöldi og skipan fulltrúa taki mið af stærð sveitarfélaga.
12.4. 1904034 - Úrgangsþjónusta - samningur 2021 - 2023
Núverandi samningur um úrgangsþjónustu rennur út um næstu áramót. Í núgildandi samningi eru ákvæði um að heimild sé til að framlengja samninginn tvisvar (2) um eitt (1) ár í senn.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. maí s.l. eftirfarandi: "Lagt til að sveitarstjóri tilkynni þjónustuaðila um vilja Dalabyggðar til að framlengja samning um úrgangsþjónustu um eitt ár." Hér kynnt umhverfis- og skipulagsnefnd.
Sveitarstjóri kynnti málið. Samþykkt samhljóða.
13. 2305007F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 33
Samþykkt samhljóða.
13.1. 2209004 - Jörvagleði 2023
Farið yfir uppgjör Jörvagleði 2023
Nefndin er ánægð með hvernig til tókst og þátttöku bæði íbúa og gesta.
Nefndin færir þakkir til þeirra sem tóku þátt og stóðu fyrir viðburðum á Jörvagleði 2023.
13.2. 2305013 - 17. júní 2023
Farið yfir skipulag 17. júní
Stefnt er að því að dagskrá fari í dreifingu á mánudaginn nk. (12. júní)
13.3. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Staða og framvinda menningarstefnu Vesturlands. Kynningarfundur var haldinn 10. maí sl.
Rætt um menningarstarf og verkefni í Dalabyggð.
Nokkur gróska hefur átt sér stað sl. ár, má þar nefna þau menningarverkefni sem hafa fengið styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar og DalaAuði, aðsetur listamanna, vinnustofur og sýningarrými.
Jörvagleði er haldin annað hvert ár, menningar- og listahátíð Dalabyggðar.
13.4. 2212005 - Stofnun Safnaklasa Vesturlands
Stofnfundur Safnaklasa Vesturlands, þriðjudaginn 6. júní
Farið yfir stofnfundinn sem fór fram í Snorrastofu í Reykholti.

Fulltrúar Dalabyggðar hafa komið að mótun klasans með einum eða öðrum hætti frá upphafi og á 29. fundi menningarmálanefndar þann 19. janúar sl. var því beint til sveitarstjórnar að sveitarfélagið yrði hluti af safnaklasa Vesturlands. Var það staðfest á febrúarfundi sveitarstjórnar Dalabyggðar og í gær var svo klasinn formlega stofnaður. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra mætti á stofnfundinn fyrir hönd Dalabyggðar.

Páll Brynjarsson, framkvæmdarstjóri SSV stjórnaði viðburðinum. Signý Óskarsdóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Creatrix fór fyrst yfir vinnuna við mótun Safnaklasa Vesturlands áður en Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi Vesturlands kynnti samþykktarferli sveitarfélaganna.

Að því loknu var stofnskjalið undirritað og kosið í stjórn en í henni sitja:
Bjarnheiður Jóhannsdóttir (Eiríksstaðir og Vínlandssetur)
Hjördís Pálsdóttir (Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla)
Sigrún Þormar (Snorrastofa)
Varastjórn:
Jón Allansson (Byggðasafni í Görðum)
Ragnhildur Helga Jónsdóttir (Landbúnaðarsafn Íslands)
Þórunn Kjartansdóttir (Safnahús Borgarfjarðar)

Að formlegri stofnun lokinni fluttu Hanna Ágústa og Sigríður Ásta Olgeirsdætur tónlist fyrir gesti áður en haldið var áfram.
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, safnafræðingur flutti fræðsluerindið Bíbí og Berlín ? Rannsókn og miðlun brúðusafns og Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga fræðsluerindið Varðveislusetur Byggðasafns Skagfirðinga.

Það er ánægjulegt að kominn sé formlegur vettvangur til að styrkja samstarf safnamála á Vesturlandi enn frekar.
13.5. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Rætt um merkingar eyðibýla og áhugaverðra staða.
Unnið er að verkefni vegna staðvísa, rökrétt er að horfa næst til eyðibýla/áhugaverðra staða.
Söguskilti við Krosshólaborg, á Laugum í Sælingsdal, á Svínadal og við Vínlandssetur verða uppfærð í sumar og samskonar skilti bætt við Laxárós.
14. 2212008F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 39
Samþykkt samhljóða.
14.1. 2208004 - Vegamál
Nefndin vinnur áfram með forgangsröðun samgöngu- og vegamála.
Nefndin hefur lokið við forgangsröðun og felur verkefnastjóra að ganga frá skjalinu.
Nefndin samþykkir að klára lokafrágang í tölvupósti áður en það er lagt fyrir sveitarstjórn.
14.2. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023
Rætt um mögulegt fyrirkomulag varðandi þrif á salernum í Skarðsstöð sumarið 2023.
Atvinnumálanefnd leggur til að skoðað verði hvort kostnaður við tilraunaverkefni vegna opnunar og þrifa á salerni í Skarðsstöð rúmist innan fjárhagsáætlunar, áætlað er að kostnaður sé 500.000 kr.-
Miðað sé við að verkefnið fari fram sumarið 2023 og séu þrif framkvæmd tvisvar sinnum í viku. Í framhaldi verði auglýst eftir aðila til að taka að sér verkefnið.
14.3. 2303008 - Fjallskil 2023
Farið yfir skipan fjallskilanefnda og stöðu fjallskilamála
Farið yfir stöðu mála.
Samtal hefur verið tekið við fjallskilanefndir innan Dalabyggðar.
Fundargerðir til kynningar
15. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 926.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 927.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 928.pdf
16. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023
Lagt fram til kynningar.
181 2023 _0805_Samþykkt fundargerð.pdf
182 2023_0612_Samþykkt fundargerð..pdf
183 2023_0614_Samþykkt fundargerð.pdf
17. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023
Lagt fram til kynningar.
Fundur-214.pdf
Fundur-213.pdf
Fundur-212.pdf
Mál til kynningar
18. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023
Til máls tók: Björn Bjarki

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 235 (1).pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:53 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei