| |
1. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023 | |
Daglegur rekstur er þungur sem fyrr og er unnið að því að vinna bug á þeim vanda.
Mikilvægt er að huga að endurbótum á húsnæði og gera heilstaða áætlun um endurbætur og forgangsraða verkefnum. Samþykkt að útbúa kostnaðarmat á helstu þáttum sem fara þarf í endurbætur á og senda umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra byggða á því mati.
Formaður sagði frá þvi að nú eru heimsóknarvinir frá Rauða Krossinum farnir að mæta í Silfurtún. Stjórn lýsir yfir ánægju með þetta lofsverða framtak Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð. | | |
|
2. 2206033 - Jafnréttisáætlun | |
Stjórn Silfurtúns gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög. | | |
|
3. 2301032 - Fótaaðgerðarfræðingur | |
Stjórn Silfurtúns samþykkir að auglýsa lausa aðstöðu fyrir fót- og/eða hársnyrtingu til leigu með þeim skilyrðum að viðkomandi sjái um allan búnað til rekstursins sem þarf. Sveitarstjóra falið að útbúa auglýsingu og koma á framfæri á heimasíðu Dalabyggðar. | | |
|