Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 143

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.08.2025 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Ragnheiður H Bæringsdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri, Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2026 til 2029. Einnig kynntar þær forsendur sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur upp með í þeirri vinnu sem framundan er.
Í þeim málaflokkum sem snúa að fræðslunefnd þá þarf sérstaklega að huga að, í samstarfi við byggðarráð, allt það er snýr að rekstri íþróttamannvirkja þegar þau taka til starfa árið 2026.

Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
2. 2508006 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2025-2026
Farið yfir það framboð sem verður í boði á komandi skólaári hvað tómstundir og íþróttir varðar.
Ljóst er að óbreyttu verður ekki boðið upp á glímuæfingar í vetur skv. upplýsingum frá forráðamönnum glímufélagsins en vonandi rætist úr ef þjálfari fæst.
Varðandi starf Íþróttafélagsins Undra er stefnt að því að geta boðið upp á fimleika, handbolta, badminton og fótbolta og eins hlaupanámskeið fyrir 18 ára og eldri á vegum Undra.
Hestamannafélagið Glaður er að undirbúa starfið, stefnt er að því að Knapamerki 2 fari af stað fyrir áramótin, annað mun skýrast þegar kemur inn í veturinn.
Varðandi skátastarfið þá er stefnt að því að starfið verði með líkum hætti og sl. ár.
Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar er í skoðun.

Stefnt er að markvissri þátttöku samfélagsins á tímabilinu 23. september til 15. október og verður það skipulag kynnt síðar.

Af ofantöldu má sjá að tómstundastarf er í miklum blóma í Dalabyggð.
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
3. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026
Í erindisbréfi ungmennaráðs stendur:
"Kjósa verður fulltrúa í stjórn ungmennaráðs fyrir 15. september ár hvert."
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn.
Verkefnastjóra fjölskyldumála falið að koma auglýsingu og kynningarefni á framfæri til ungmenna varðandi framboð til setu í ungmennaráði. Framboðsfrestur verði til og með 10. september n.k.
Stefnt er að fundi núverandi ungmennaráðs með sveitarstjórn þann 21. ágúst n.k. í ljósi þess að ekki reyndist unnt að ná fundi í sumarbyrjun líkt og venjan er.

4. 2304021 - Auðarskóli skólareglur
Á fundi fræðslunefndar í maí sl. kynnti skólastjóri drög að uppfærðum skólareglum.
Samþykkt var á þeim fundi að fræðslunefnd skoði framkomin drög að skólareglum á milli funda og afgreiði á næsta fundi.

Rætt um framkomin uppfærð drög að skólareglum sem nú eru í meðferð starfsmanna skólans. Umræðum verður fram haldið á næsta fundi fræðslunefndar.
5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, nemendafjölda og stöðu í starfsmannamálum.
Skólastjóri kynnti breytingu/leiðréttingu á skóladagatali grunnskóla.
Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi fræðslunefndar um atvinnutengt nám kynnir skólastjóri stöðu mála og uppfærð gögn því verkefni tengdu.
Rætt um komandi Skólaþing sem er skv. fyrirliggjandi skóladagtali á dagskrá þann 28. ágúst n.k.
Kynnt frumdrög að útfærslu á hönnun skólalóðar sem unnin voru af EFLU.

Í grunnskólanum í vetur verða 67 nemendur. Heildar stöðugildi kennara eru 8,15 sem 12 starfsmenn skipta með sér. Skólastjóri fór yfir annað starfsmannahald og verkaskiptingu þar. Skólastjóri kynnti að skólinn er nú full mannaður og er nú unnið að skipulagi skólastarfsins eftir að starfsmenn komu til starfa 15. ágúst sl.
Rætt um stefnur og reglur varðandi starfsmannahald sveitarfélagsins í heild sinni og upplýsti sveitarstjóri um að stefnt er að því að ná öllum starfsmönnum sveitarfélagsins saman á vinnufund þessu verkefni tengdu.
Skólastjóri kynnti öll þau verkefni sem fram undan er á komandi skólaári og ljóst að margt er í pípunum í skólastarfinu.
Uppfært skóladagatal samþykkt með áorðnum breytingum.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti reglur um atvinnutengt nám.
Skólaþing verður haldið fimmtudaginn 28.ágúst kl. 17:30 og verður haldið í Dalabúð. Verður skólaþingið kynnt á vef skólans og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins þegar nær dregur.
Grunnskóladagatal-2025-2026-Auðarskóli-Lokaútgáfa-Ág 2025.pdf
Starfsreglur fyrir atvinnutengt nám-Drög.pdf
6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, fjölda barna og stöðu í starfsmannamálum.
18 börn eru í leikskólanum nú eftir sumarlokun en frá og með september verða þau 20. og svo 22 í október. Fjöldi starfsmanna er 9 en stöðugildin eru rúmlega 7. Skólastjóri kynnti að leikskólinn er nú full mannaður.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei