| |
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
| 1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 | |
| |
|
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
| 2. 2508006 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2025-2026 | |
Ljóst er að óbreyttu verður ekki boðið upp á glímuæfingar í vetur skv. upplýsingum frá forráðamönnum glímufélagsins en vonandi rætist úr ef þjálfari fæst. Varðandi starf Íþróttafélagsins Undra er stefnt að því að geta boðið upp á fimleika, handbolta, badminton og fótbolta og eins hlaupanámskeið fyrir 18 ára og eldri á vegum Undra. Hestamannafélagið Glaður er að undirbúa starfið, stefnt er að því að Knapamerki 2 fari af stað fyrir áramótin, annað mun skýrast þegar kemur inn í veturinn. Varðandi skátastarfið þá er stefnt að því að starfið verði með líkum hætti og sl. ár. Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar er í skoðun.
Stefnt er að markvissri þátttöku samfélagsins á tímabilinu 23. september til 15. október og verður það skipulag kynnt síðar.
Af ofantöldu má sjá að tómstundastarf er í miklum blóma í Dalabyggð.
| | |
|
Guðný Erna Bjarnadóttir sat fundinn undir þessum lið.
| 3. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026 | |
| |
|
4. 2304021 - Auðarskóli skólareglur | |
Rætt um framkomin uppfærð drög að skólareglum sem nú eru í meðferð starfsmanna skólans. Umræðum verður fram haldið á næsta fundi fræðslunefndar. | | |
|
5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 | |
Í grunnskólanum í vetur verða 67 nemendur. Heildar stöðugildi kennara eru 8,15 sem 12 starfsmenn skipta með sér. Skólastjóri fór yfir annað starfsmannahald og verkaskiptingu þar. Skólastjóri kynnti að skólinn er nú full mannaður og er nú unnið að skipulagi skólastarfsins eftir að starfsmenn komu til starfa 15. ágúst sl. Rætt um stefnur og reglur varðandi starfsmannahald sveitarfélagsins í heild sinni og upplýsti sveitarstjóri um að stefnt er að því að ná öllum starfsmönnum sveitarfélagsins saman á vinnufund þessu verkefni tengdu. Skólastjóri kynnti öll þau verkefni sem fram undan er á komandi skólaári og ljóst að margt er í pípunum í skólastarfinu. Uppfært skóladagatal samþykkt með áorðnum breytingum. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti reglur um atvinnutengt nám. Skólaþing verður haldið fimmtudaginn 28.ágúst kl. 17:30 og verður haldið í Dalabúð. Verður skólaþingið kynnt á vef skólans og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins þegar nær dregur. | Grunnskóladagatal-2025-2026-Auðarskóli-Lokaútgáfa-Ág 2025.pdf | Starfsreglur fyrir atvinnutengt nám-Drög.pdf | | |
|
6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 | |
18 börn eru í leikskólanum nú eftir sumarlokun en frá og með september verða þau 20. og svo 22 í október. Fjöldi starfsmanna er 9 en stöðugildin eru rúmlega 7. Skólastjóri kynnti að leikskólinn er nú full mannaður. | | |
|