Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 157

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.08.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt er til að mál nr. 2406033, Svæðisskipulag Vestfjarða, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 2.

Lagt er til að mál nr. 2308002, Deiliskipulag í Búðardal, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 3.

Lagt er til að mál nr. 2508011, Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 4.

Aðrir liðir færast til í samræmi við það.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Fyrir liggur að kjósa þarf nýjan varaformann umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar í ljósi þess að Jón Egill Jónsson hefur flutt úr sveitarfélaginu.
Nefndin býður Viðar Þór Ólafsson velkominn sem aðalmann og var hann kosinn varaformaður.
2. 2406033 - Svæðisskipulag Vestfjarða
Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti á fundi þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 til kynningar. Er vinnslutillagan hér lögð fram til umsagnar í umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar.
Sjá slóð á skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/603

Nefndin gerir ekki athugasemdir að svo stöddu, en vekur athygli á að Vestfjarðaleiðin nær að mörkum þjóðvegar 60 og hringvegar 1. Nefndin áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum.
3. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Vinna við gerð deiliskipulags í Búðardal er á lokametrum, er hér farið yfir einstaka lóðamörk sem ganga þarf frá fyrir auglýsingu og gildistöku skipulagsins.
Nefndin tekur undir sjónarmið eiganda Búðarbrautar 8 og samþykkir að halda byggingarreit fyrir bílskúr óbreyttum, en lagfæra þarf lóðaleigusamninginn í samræmi við nýja skipulagið.
4. 2508011 - Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla
Rætt um áherslur í vinnu við gerð umsagnar Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfismatsskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Hróðnýjarstaða.
Nefndin bendir á að virkjunaráformin eru ekki innan rammaáætlunar og því ekki í sjónmáli að verkefnið verði að veruleika að mati nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að taka saman umsögn í anda umræðunnar á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir framlengingu á fresti til að skila inn umsögn til og með 12.september n.k.
5. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi
Skipulagsstofnun gerði 29. maí 2025 athugasemd við auglýsingu breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem byggingareitur bátaskýlis á Eyrunum lá að hluta nær ströndinni en 50 m og uppfyllti því ekki ákvæði skipulagsreglugerðar um lágmarksfjarlægð mannvirkja frá strönd.
Brugðist hefur verið við athugasemdinni og byggingareiturinn minnkaður.

Nefndin samþykkir breytingu á staðsetningu bátaskýlis, í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar.
6. 2507006 - Umsókn um byggingarleyfi - Gamli skóli, Gistiheimili Ólafsdal.
Framlögð umsókn um byggingarleyfi - Gamli skóli, Gistiheimili Ólafsdal.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samræmi við deiliskipulag og að öll leyfi séu fyrirliggjandi.
7. 2508001 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 2 gistiskálum að Ljárskógum 26
Framlögð umsókn um byggingarleyfi fyrir 2 gistiskálum að Ljárskógum 26
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að öll gögn liggi fyrir.
8. 2506012 - Umsókn um byggingarleyfi í landi Sælingsdalstungu
Framlögð umsókn um byggingarleyfi í landi Sælingsdalstungu.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að áformin standist deiliskipulag og að öll gögn liggi fyrir.
9. 2507007 - Umsókn um breytta notkun á mannvirki í landi Hamra.
Framlögð umsókn um breytta notkun á mannvirki.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu og felur byggingarfulltrúa að afgreiða það í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar.
10. 2507008 - Umsókn um stöðuleyfi og flutning á sumarhúsi að Litla Múla
Framlögð umsókn um stöðuleyfi og flutning á sumarhúsi.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til allt að 12 mánaða.
11. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri
Framlögð beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri í landi Hróðnýjarstaðar frá StormOrku ehf. sem viðbragð við eftirfarandi samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar á 154. fundi sínum sem haldinn var í mars sl. en svohljóðandi var bókað á þeim fundi:

"Framlögð beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri.
Nefndin bendir á að rúm 2 ár eru frá því að síðast féll úr gildi framlenging á stöðuleyfi. Ljósabúnaður hefur ekki verið í lagi, nema hluta þess tíma. Hætta getur skapast af ljóslausu mastri og nefndin telur að nauðsynlegt sé að fjarlægja þau hið fyrsta.
Nefndin samþykkir því ekki áframhaldandi stöðu mastranna og beinir staðfestingu á því til sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn staðfesti þessa samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi sínum þann 25.mars sl.

Nefndin áréttar fyrri ákvörðun og hafnar erindinu.
12. 2508003 - Erindi til lýðheilsufulltrúa og umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlagt erindi til umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi staðsetningu og fjölda setbekkja í Búðardal. Erindið er einnig sent til lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar.
Nefndir þakkar erindið og leggur fyrir lýðheilsufulltrúa og verkstjóra áhaldahúss að útfæra staðsetningu bekkja.
13. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2026 til 2029. Einnig kynntar þær forsendur sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur upp með í þeirri vinnu sem framundan er.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei