Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 311

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
20.07.2023 og hófst hann kl. 13:15
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2304025,- Samningur um refaveiði verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 16. Aðrir liðir í útsendri dagskrá breytist samkvæmt því.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Kynnt tillaga að tímaramma vegna undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2024 til 2027.
Byggðarráð ræðir framlagðan tímaramma.
Tímaramminn samþykktur samhljóða.
Tímarammi vinnu við fjárhagsáæltun 2024 - 2027.pdf
2. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, útboð á rekstri mötuneytis við Auðarskóla
Á síðasta fundi byggðarráðs var samþykkt að bjóða út rekstur mötuneytis Auðarskóla í samstarfi við Ríkiskaup. Lokafrestur til að skila inn tilboðum var kl. 13:00 í dag, 20. júlí.
Tilboð voru opnuð kl. 13:00 fyrir fund byggðarráðs.
Eitt tilboð barst.
Í framhaldi þarf að greina forsendur tilboðs í samræmi við tilboðsgögn Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
3. 2208004 - Vegamál
Framlögð umsögn Dalabyggðar um Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 sem birt var í Samráðsgátt stjórnvalda þann 13.06.2023. Umsögnin hefur verið send inn á Samráðsgátt.
Umsögn Dalabyggðar við mál nr.112_2023 (samgönguáætlun).pdf
4. 2306027 - Reglur um skólaakstur
Kynnt tillaga að uppfærðum reglum varðandi fyrirkomulag skólaaksturs og hverjum sé heimilt að nota þjónustu skólabíla í ljósi samstarfs Dalabyggðar við Menntaskóla Borgarfjarðar og stuðnings við verkefnið frá Byggðastofnun.
Farið yfir tillögu að uppfærðum reglum varðandi fyrirkomulag skólaaksturs.

Tillaga samþykkt samhljóða, með áorðnum breytingum.

Reglur um skólaakstur undirritað.pdf
5. 2305001 - Skólaþjónusta við Auðarskóla
Rætt um drög að samningi við Ásgarð skólaráðgjöf, AIS ehf.
Drög að samningi samþykkt samhljóða, með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun.
Samningur um sérfræðiþjónustu við Auðarskóla undirritað.pdf
6. 2306024 - Tilnefning í verkefnastjórn DalaAuðs
Á síðasta fundi byggðarráðs var framlögð afsögn Þorgríms Einars Guðbjartssonar úr verkefnastjórn DalaAuðs og fyrir liggur að skipa þarf nýjan fulltrúa í hans stað.
Lagt til að nýr fulltrúi verið Jón Egill Jóhannsson.

Samþykkt samhljóða.
7. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.
Rætt um stöðu mála varðandi eignarhlut Dalabyggðar í Fóðuriðjunni Ólafsdal ehf.
Farið yfir stöðu mála.
9. 2302003 - Ágangur búfjár
Framlagt bréf frá Bændasamtökum Íslands sem sent var sveitarfélögum varðandi lausagöngu/ágang búfjár.
Einnig framlagt erindi frá Þorvaldi Geirssyni um málefnið.

Byggðarráð vinnur áfram að málinu í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt Dalabyggðar.
Bréf til sveitarfélaga frá BÍ_6-7-2023.pdf
Erindi 18. júlí 2023 til sveitarstjórnar, frá ÞG.pdf
10. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála m.t.t. fjármögnunar verksins.
Rætt um stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu, í samræmi við umræður á fundinum.
11. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Rætt um stöðu mála varðandi húsnæði í Búðardal og nágrenni.
Byggðarráð upplýst um stöðuna.
12. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Kynnt staða mála varðandi skil Dalabyggðar á rekstri hjúkrunar- og dvalarrýma í Silfurtúni.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands hefur verið falið af Heilbrigðisráðherra að taka yfir rekstur Silfurtúns að uppfylltum ákveðnum forsendum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
13. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu/barnavernd
Kynnt staða mála í viðræðum við Akranes varðandi þjónustu og samstarf í barnaverndarmálum.
Einnig framlagt bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu varðandi tímabundna undanþágu til handa Dalabyggð frá skilyrði barnaverndarlaga um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu.

Unnið er áfram að viðræðum við Akranes varðandi þjónustu og samstarf í barnaverndarmálum. Í ljósi þessa þarf að rýna samþykktir Dalabyggðar og breytingar á þeim.

Búið að boða til fundar 14. ágúst með sveitarfélögum á Vesturlandi til að ræða málaflokkinn.

Áfram unnið að viðræðum við Reykhóla og Strandabyggð varðandi samstarf um félagsþjónustu.
14. 2302007 - Umsókn um styrkvegi 2023
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um úthlutun fjármagns til styrkvega á árinu 2023 sem og tillaga um ráðstöfun þeirra fjármuna sem um ræðir.
Tillaga um ráðstöfun fjármuna til styrkvega samþykkt samhljóða.
Styrkvegafé, úthlutun til Dalabyggðar árið 2023.pdf
Styrkvegir í Dalabyggð 2023.pdf
15. 2304008 - Sælingsdalstunga - afmörkun jarðar og lóða
Rædd staða mála varðandi skil á jörð og eignum í tengslum við lok leigusamnings um afnot.
Sælingsdalstunga er komin á sölu.

Byggðarráð upplýst um stöðuna.

16. 2304025 - Samningur um refaveiðar
Framlagður samningur um refaveiðar við á milli Umhverfisstofnunar og Dalabyggðar fyrir árin 2023, 2024 og 2025.
Samningur um refaveiðar samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun.
Refasamningur Dalabyggð 2023 2025.pdf
Fundargerðir til kynningar
17. 2301005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagið Hvammur ehf.
Framlagt til kynningar fundargerð aðalfundar og ársreikningur Fjárfestingaféalgsins Hvamms fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
18. 2301003 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses 2023
Framlögð til staðfestingar fundargerð frá stjórn Bakkahvamms hses. sem haldinn var þann 28. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.
19. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 931.
Lagt fram til kynningar.
20. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023
Framlögð fundargerð frá 184. fundi stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei