Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 338

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.08.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Einar Jón Geirsson varamaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að mál nr. 2508010 - Beint frá býli dagurinn 2025 á Vesturlandi verði tekið inn á fundinn sem dagskrárliður 13 og aðrir dagskrárliðir raðist í samræmi við það.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Jón Egill Jónsson hefur flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu. Skv. 23. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar missir hann því kjörgengi.

Ragnheiður Pálsdóttir verður því 3. varamaður í sveitarstjórn og þau sem á eftir koma raðast í samræmi við það.

Viðar Þór Ólafsson kemur inn sem aðalmaður í umhverfis- og skipulagsnefnd í stað Jón Egils Jónssonar.
Baldvin Guðmundsson verður þannig 1. varamaður og aðrir varamenn raðast eftir því.
Því er beint til umhverfis- og skipulagsnefndar að kjósa nýjan varaformann nefndarinnar.

Staðfest.
2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029
Framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026 og 2027-2029.
Rætt um gjaldskrár og álagningarhlutfall.
Rætt um tímaramma þann sem kynntir var á fundi byggðarráðs þann 5.júní sl. og hver næstu skref séu í vinnunni.

Sveitarstjóra falið að leggja drög að vinnufundi sveitarstjórnar í byrjun september.

Byggðarráð leggur til að stuðst verði við minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og að álagningarstuðull fasteignagjalda haldi sér.

Samþykkt.
3. 2505011 - Sameiningarviðræður
Kynnt staða mála í formlegum viðræðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélögin munu funda með sveitarstjórnum, fulltrúum fastanefnda og starfsfólki 26. ágúst nk. auk þess sem íbúafundir verða haldnir í haust.
Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna fyrri hluta desember 2025.
4. 2506018 - Umsókn um lóð í Lækjarhvammi
Á 337. fundi byggðarráðs var bókað að úthlutað væri lóð nr. 22 við Lækjarhvamm. Voru það mistök því þeirri lóð hefur áður verið úthlutað til annars aðila. Að höfðum samskiptum við umsækjenda og fengnu samþykki byggðarráðsmanna í gegnum tölvupóst er hér með staðfest að lóð nr. 26 er hér formlega úthlutað til þess umsækjenda sem um ræðir og bókun frá fundi byggðarráðs nr. 337 því afturkölluð.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda kemur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 5.
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina og lagðar fram fundargerðir verkfunda.

Sveitarstjóri sagði frá höfðinglegri gjöf frá Reykjagarði sem afhent var við vígslu nýs eldishús fyrir kjúklinga í Miðskógi þann 16. júlí sl.

Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Á fundinn mættu undir dagskrárlið 6 fulltrúar umf. Stjórnunnar þau Arnar Eysteinsson, Halla Steinólfsdóttir og í gegnum fjarfundarbúnað var Guðmundur Gunnarsson þátttakandi á fundinum.
6. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Farið yfir stöðu mála á þeim eignum Dalabyggðar sem eru og hafa verið í söluferli.

Á fundinn mæta fulltrúar velunnara félagsheimilisins Tjarnarlundar til viðræðna um eignarhald og mögulegan rekstur í húsinu.

Einnig rætt um framkomið erindi varðandi áhuga aðila á taka upp samtal um kaup á félagsheimilinu til að auka þar starfsemi.

Niðurstaða samtals við stjórn Umf. Stjörnunnar er að Félagsheimilið Tjarnarlundur verði sett í opinbert söluferli.

Sveitarstjóra falið, í samráði við formann Umf. Stjörnunnar, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda kemur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 7.
7. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025
Kynnt staða mála varðandi útboð á úrgangsþjónustu fyrir Dalabyggð.
Farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgöngum. Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og fyrirliggjandi breytingar.
Viðar Þór Ólafsson verkstjóri áhaldahúss kemur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 8.
8. 2507005 - Ágangur búfjár í þéttbýli
Rætt um mögulegar aðgerðir til að sporna við því að sauðfé komist inn í þéttbýlið í Búðardal.
Borið hefur á ágangi búfjár í þorpinu í sumar. Íbúar hafa sent ábendingar á skrifstofu sveitarfélagsins og hefur verið reynt að bregðast við þeim með ýmsum úrræðum á tímabilinu, í samræmi við ábendingar hverju sinni. Því miður hafa gripir fundið leiðir til að komast ítrekað innfyrir að nýju. Nýjustu aðgerðir verða vonandi til þess að þorpið haldist fjárlaust fram á haustið.
Við þurfum í sameiningu að sporna við því að búfénaður komist inn í þorpið, er í því tilliti m.a. biðlað til íbúa að loka hliðum við ristarhlið á eftir sér svo þau standi ekki opin í lengri tíma. Eins er því beint til íbúa að ábendingar vegna atriða sem bregðast þarf við, þurfa að berast skrifstofu sveitarfélagsins til að hægt sé að bregðast við þeim, það má gera með tölvupósti, símleiðis eða með því að koma við á opnunartíma.
9. 2412002 - Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar
Ráðherra hefur gefið leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar Bakkahvamms.
Boðað hefur verið til ársfundar þar sem taka á fyrir slit stofnunarinnar.
Dalabyggð lagði til stofnfé og þarf því samþykki þess fyrir slitunum, fulltrúar Dalabyggðar hafa verið boðaðir til fundarins sem verður haldinn mánudaginn 25. ágúst kl. 16:00 í fundarsal Stjórnsýsluhúss Dalabyggðar. Fundurinn er opinn öllum.

Byggðarráð samþykkir að farið sé í slit á húsnæðissjálfseignarstofnuninni Bakkahvammi þar sem hlutverki stofnunarinnar er lokið og það á engar eignir.
10. 2506009 - Aðalfundur Leigufélagsins Bríetar ehf 2025
Framlögð fundargerð frá aðalfundi Leigufélagsins Bríet ehf.
Samþykkt.
Fundargerð aðalfundar.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda kemur á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 11.
11. 2508005 - Frístundahús að Laugum í Sælingsdal
Varðar tvö hús sem skal reisa á lóðum 3 og 4.
Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Samtal verði tekið við meðeiganda.
12. 2508002 - Dalaveitur ársreikningur 2024
Hér er lagður fram til formlegrar afgreiðslu ársreikningur Dalaveitna ehf. fyrir árið 2024 en skv. ákvörðun sveitarstjórnar fer byggðarráð með stjórn Dalaveitna ehf.
Hagnaður varð á rekstri félagins á árinu 2024 að fjárhæð 29,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi (Árið 2023 var tap að fjárhæð 10,1 millj. kr.) og eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 13,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi (Árið 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 43,6 millj. kr.). Vísað er til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.
Ársreikningur Dalaveitur 2024_14.8.2025.pdf
13. 2508010 - Beint frá býli dagurinn 2025 á Vesturlandi
Beint frá býli dagurinn haldinn í þriðja sinn um land allt sunnudaginn 24. ágúst nk. Á Vesturlandi verður hann á Rjómabúinu Erpsstöðum.
Erindi kynnt frá aðstandendum viðburðarins.

Byggðarráð samþykkir að styðja við Beint frá býli daginn með því að koma að kynningarmálum vegna dagsins. Þannig verður viðburðinum komið á framfæri á miðlum sveitarfélagsins.
Fundargerðir til kynningar
14. 2507002 - Fundir Dalagistingar 2025
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundargerð 2025.pdf
Mál til kynningar
15. 2508004 - Frumvarp til laga um almannavarnir
Lög um almannavarnir tóku gildi árið 2008 og frá þeim tíma hefur reynt verulega á viðbragðskerfi landsins og það fyrirkomulag sem kveðið er á um í lögunum. Þannig hefur almannavarnakerfið verið virkjað margsinnis vegna eðlisólíkra atburða.

Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að auka vægi fyrirbyggjandi aðgerða í þeim tilgangi að efla viðbúnað samfélagsins til þess að bregðast við áföllum. Ekki er með öllu hægt að koma í veg fyrir að óæskileg atvik eigi sér stað en unnt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum þeirra með því að auka áfallaþol samfélagsins og þar skipta fyrirbyggjandi aðgerðir sköpum.

Sveitarstjóra falið að að ganga frá umsögn og skila í Samráðsgátt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:18 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei