Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 323

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.06.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2405014 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki III
Framlögð tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl.
Samtals breytingar í A-hluta nema kr. 31.593.000,- til hækkunar á útgjöldum.
Samtals breytingar í B-hluta nema kr. 34.721.000,- til hækkunar á tekjum.
Samtals breytingar á A og B hluta samtals kr. 3.128.000,- til hækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki III, tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024, byggðarráð 10.júní 2024.pdf
Viðauki_3.pdf
2. 2404018 - Framkvæmdir 2024 - staða mála
Fyrir liggja niðurstöður verðkannanna vegna lagfæringar á andyri grunnskóla og utanhúsmálningarvinnu við grunnskóla. Verklok á lagfæringu innanhúss er skv. áætlun fyrir skólabyrjun og á málningarvinnu um miðjan ágúst.
Einnig liggur fyrir staðfestur stuðningur frá Framkvæmdasjóði aldraðra við endurbætur á þaki og loftræstikerfi í Silfurtúni. Verðkönnun vegna þeirrar framkvæmdar er að fara í loftið á næstu dögum.
Farið yfir önnur verk sem í gangi eru eða í undirbúningi.

Samþykkt samhljóða.
3. 2406004 - Sameining sveitarfélaga
Framlagt minnisblað frá vinnuhópi sem skipaður var til að eiga samtal um mögulega sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi með aðkomu Dalabyggðar.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi 11. júní 2024.
4. 2406007 - Hjóla og gangstígar
Framlagt erindi varðandi lagningu göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegi 60.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsnefnd.
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Lánasjóður sveitarfélaga hefur nú gefið út lánsloforð til handa Dalabyggð vegna fjármögnunar framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal.
Rætt um þá kosti sem uppi eru varðandi fjármögnun á framkvæmdatíma verksins.
Lagður fram til samþykktar samningur við Eykt ehf. um framkvæmdina.
Einnig var kynnt niðurstaða verðkönnunar varðandi umsjón og verkeftirlit vegna framkvæmdarinnar og framlagður samningur þar að lútandi.

Samningur við Eykt ehf. samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Samningur við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits í samræmi við niðurstöðu verðkönnunar samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Fyrir liggur lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.-
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:10 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei