Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 250

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
17.10.2024 og hófst hann kl. 14:15
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda
Lagt er til að bæta við eftirfarandi lið á dagskrá:
Mál nr. 2403017 - Málstefna Dalabyggðar verði dagskrárliður 8 og aðrir liðir færist til í samræmi við það.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410010 - Brothættar byggðir - DalaAuður
Í árslok 2025 eða eftir rúma 14 mánuði rennur út gildistími samkomulags um aðild Dalabyggðar að verkefninu Brothættar byggðir.
Rætt um reynslu af verkefninu það sem af er og hvort ástæða sé til þess að óska eftir framlengingu á samstarfi við Byggðastofnun í ljósi þess að samþykkt hefur verið aukið fjármagn til stofnunarinnar til verkefnisins Brothættar byggðir.

Til máls tóku: Bjarki, Garðar og Ingibjörg.
Tillaga að sveitarstjóra verði falið að fara í viðræður við Byggðastofnun um áframhaldandi samstarf.
Samþykkt samhljóða.
2. 2402003 - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga
Samkvæmt 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins. Samráðsfundir með íbúum voru haldnir 15. og 16. apríl sl. Þá var stefnan tekin fyrir á 246. fundi sveitarstjórnar í fyrri umræðu og samþykkt að birta drögin og kalla eftir ábendingum milli umræðna. Drög að stefnu voru birt á heimasíðu Dalabyggðar þann 27. september og íbúum gefinn frestur til 14. október að skila inn ábendingum, engar ábendingar bárust. Eftir samráð eru hér því lögð fram drög að þjónustustefnu Dalabyggðar til seinni umræðu.
Þjónustustefna Dalabyggðar 2022-2026 samþykkt samhljóða.
Þjónustustefna Dalabyggðar 2022-2026.pdf
3. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Á 150. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar voru framlagðar til afgreiðslu uppfærðar tillögur, með greinargerð, að deili- og aðalskipulagi í Ólafsdal.

Umhverfis- og skipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:
"Framlögð til afgreiðslu, skv. 3. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals.
Tillögurnar báðar voru kynntar á vinnslustigi frá 25. júní til 25. júlí 2024 og bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Ólafsdalsfélaginu og Vinum íslenskrar náttúru (við deiliskipulagstillögu). Vegna athugasemda á vinnslutíma var gerð breyting varðandi skógræktarsvæði. Svæðin er nefnd svæði fyrir endurheimt fjölbreytts gróðurfars og er gróðursvæðum fækkað og þau minnkuð frá því sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 og samsvarandi breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals til auglýsingar.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillögu að aðalskipulagsbreytingu til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga."

Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
20003-004 Ask-Dalab-breyt-Ólafsdalur (ID 401941)..pdf
SA2402_Ólafsdalur_Greinargerð_2024-09-25..pdf
4. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Á 150. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var tekin fyrir ný tillaga að deiliskipulagi en á 147. fundi nefndarinnar var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjendum.

Umhverfis- og skipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:
"Framlögð tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, sbr. erindi dags. 1. október 2024.
Deiliskipulagið tekur til alls lands jarðarinnar Skoravíkur á Fellsströnd og setur skilmála um uppbyggingu íbúðarhús á jörðinni ásamt gestahúsum og þjónustubyggingu til að hýsa tæki, tól og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Aðkoma að skipulagssvæðinu er um heimreið frá Klofningsvegi og liggur fyrst um jarðirnar Skóga og Hellu áður en vegslóðinn kemur að Skoravíkurá. Fyrir liggur samþykki landeiganda jarðanna Skóga og Hellu um aðkomuna um núverandi vegslóða gegnum jarðirnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga með fyrirvara um að lögð verði fram tillaga að reiðleið sem kveðið er á um í gildandi aðalskipulagi."

Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
5. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Á 150. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var rætt um, í framhaldi af 149. fundi nefndarinnar, tillögur vegna gerðar á uppfærðu deiliskipulagi við Efstahvamm, Brekkuhvamm og Lækjarhvamm og svæðið þar í kringum sem Efla er að vinna að.

Umhverfis- og skipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:
"Nefndin samþykkir að leggja fram komna tillögu með áorðnum breytingum fyrir sveitarstjórn."

Tillaga að viðkomandi skipulagi er hér lögð fram til umræðu og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Guðlaug og Bjarki.
Tillaga að heiti nýrrar götu í tillögu "Efstihvammur" verði "Ásuhvammur".
Samþykkt samhljóða.

Deiliskipulagstillaga með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.

103804-001-DSK-V05-Hvammar deiliskipulag..pdf
103804-001-DSK-V05-Hvammar..pdf
6. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Á 328. fundi byggðarráðs var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðarráð samþykkir að tillaga að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð ásamt gjaldskrá og eyðublöðum verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar."

Fyrirliggjandi tillaga að samþykkt um gæludýrahald lögð fram til umræðu og afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt til að gjaldskrá taki gildi eftir að samþykkt hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.
GJALDSKRÁ fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð.pdf
UMSÓKN um leyfi til kattahalds í Dalabyggð.pdf
UMSÓKN um leyfi til hundahalds í Dalabyggð.pdf
SAMÞYKKT um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð.pdf
7. 2409032 - Umsókn um að halda hænur
Óskað er eftir að fá að halda hænur án hana í Búðardal í samræmi við samþykkt um búfjárhald í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
8. 2403017 - Málstefna Dalabyggðar
Í 1.mgr. 130.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir:

Sveitarstjórn mótar sveitarfélaginu málstefnu í samráði við Íslenska málnefnd og eftir atvikum málnefnd um íslenskt táknmál. Þar skal koma fram að öll gögn liggi fyrir á íslensku svo sem kostur er og gerð grein fyrir heimilum undantekningum á þeirri reglu. Þar skulu settar reglur um notkun íslensks táknmáls og íslensks punktaleturs í gögnum og starfsemi sveitarfélagsins. Enn fremur skal koma fram hvaða gögn liggja að jafnaði fyrir í erlendum málbúningi og hvaða tungumál þar er um að ræða. Þá skal þar setja reglur um rétt íbúa af erlendum uppruna til samskipta við stofnanir sveitarfélagsins á annarri tungu en íslensku.

Hérna er lögð fram Málstefna Dalabyggðar sem unnin var á árinu 2024 og búið er að bera undir Íslenska málnefnd sem segir stefnuna vel unna, ítarlega og metnaðarfulla.

Lagt er til að sveitarstjórn taki málið til afgreiðslu.

Málstefna Dalabyggðar samþykkt samhljóða.
Málstefna Dalabyggðar - unnin 2024.pdf
Fundargerðir til kynningar
9. 2408004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 328
Til máls tóku vegna dagskrárliða nr. 5 og 6: Eyjólfur, Einar og Bjarki.
9.1. 2406006 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar EFLU sem halda utan um byggingarstjórn og eftirlit af hálfu sveitarfélagsins við uppbyggingu íþróttamannvirkjanna og fara yfir stöðu mála.
Rætt um stöðu framkvæmdarinnar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
9.2. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
Sveitarstjóra falið að boða fund Dalaveitna vegna málsins.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9.3. 2409025 - Ljárskógarbyggð - tenging vatnsveitu
Sótt er um tengingu við vatnsveitu Dalabyggðar fyrir hús í Ljárskógarbyggð. Áformuð er tenging við nokkur hús, en óskað er eftir úrtaki úr aðalstofni sem annar áformaðri uppbyggingu í samræmi við aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
9.4. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Framlagt til upplýsinga uppfært minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi forsendur áætlanagerðar fyrir komandi ár.
Farið yfir stöðu vinnunnar hjá Dalabyggð.
Farið yfir stöðuna.
9.5. 2409005 - Álögð fjallskil Sauðhús 2024
Framlagt erindi til Dalabyggðar vegna fjallskila.
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum".
Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli.
Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi.
9.6. 2409006 - Álögð fjallskil Hrútsstaðir 2024
Framlagt erindi til Dalabyggðar vegna fjallskila.
Í 5. gr. Fjallskilasamþykktar Dalabyggðar segir :"Fjallskilaskyldur er hver sá sem á kindur hvort sem þær ganga í heimalandi eða í öðrum sumarhögum".
Byggðarráð styður ákvörðun Fjallskilanefndar Laxárdals um álögð fjallskil í samþykktum og útgefnum álagningarseðli.
Fjallskilanefnd Laxárdals mun sinna þeirri smölun sem ekki var sinnt að Hömrum í Laxárdal og rukka fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi. Þeir fjáreigendur sem um ræðir hafa tækifæri til að bregðast við og sinna seinni leit að Hömrum í Laxárdal laugardaginn 28. september nk. ella verður sama verklag haft á, þ.e. að Fjallskilanefnd Laxárdal ráðstafi smölun og rukki fyrir skv. kostnaði á dagsverki með álagi.
9.7. 2409012 - Sauðfé í einkalandi
Framlagt erindi vegna ágangs sauðfjár á einkaland.
Lagt fram til kynningar
9.8. 2409017 - Umsókn um lóð Borgarbraut
Framlögð umsókn um lóð við Borgarbraut í Búðardal undir parhús frá Leigufélaginu Bríet.
Samþykkt að Leigufélagið Bríet fái lóðina þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9.9. 2209006 - Fræhöll
Rædd staða mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu Fræhallar í Búðardal. Rætt um stöðu skipulagsmála verkefninu tengdu.
Byggðarráð samþykkir aðkomu að gerð deiliskipulags á tilætluðu svæði.
9.10. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Á 325. fundi byggðarráðs sem haldinn var 11. júlí sl. voru kynnt drög að stöðugreiningu sem unnið hafði verið að varðandi úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Nú liggur lokaskýrsla fyrir og er hún fylgigagn fundargerðar.
Byggðarráð ræddi stöðu mála við starfandi slökkviliðsstjóra.
Greinilegt er að uppsöfnuð þörf er til staðar til endurnýjunar búnaðar og eins þarf að gera langtímaáætlun varðandi mannafla og annað umhverfi slökkviliðsins.
Viðraðir voru kostir þess að slökkviliðin þrjú sem nú eru starfandi undir brunavörnum Dala, Reykhóla og Stranda bs. sameinist. Taka þarf það samtal lengra innan byggðasamlagsins hvaða tækifæri og ógnanir gætu verið slíku skrefi samfara.
Samþykkt að formaður byggðarráðs, starfandi slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri hittist fyrir næsta fund byggðarráðs og skili minnisblaði til byggðarráðs varðandi helstu áherslur í þessum mikilvæga málaflokki. Sveitarstjóra jafnframt falið að ræða við samstarfsaðila innan brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. um það fjármagn sem veitt er til slökkviliðanna.
9.11. 2409020 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fagradalsvegar (5957-01) af vegaskrá
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Fagradalsvegar (5957-01) af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins.
9.12. 2409024 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Dunkárbakkavegar (5802-01) af vegaskrá
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir af hálfu sveitarfélagsins.
9.13. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Lögð eru fram drög að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð.
Lögð eru fram drög að gjaldskrá í samræmi við nýja samþykkt sem og eyðublöðum fyrir skráningar.
Byggðarráð samþykkir að tillaga að nýrri samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð ásamt gjaldskrá og eyðublöðum verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
9.14. 2409002 - Beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2025
Framlögð beiðni um rekstrarstyrk á árinu 2025 frá Stígamótum.
Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
9.15. 2409023 - Haustþing SSV 2024
Lagt fram til kynningar.
9.16. 2409021 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Framlagt boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður þann 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.
10. 2407001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 48
Til kynningar.
10.1. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024
(Gestir)
Baldur Ingvarsson eigandi Staðarfells mætir á fundinn.
Nefndin þakkar Baldri fyrir komuna og samtalið.
10.2. 2409016 - Markaðsmál 2024
Farið yfir stöðu markaðsmála á árinu 2024.
- Upptökur á myndefni, umfjallanir í ferðablöðum, "Dalirnir heilla", samskipti við blaðamenn.
- Ráðstöfum eftirstöðva fjármagns á deild kynningarmála.
Farið yfir fyrstu drög að efni frá Broadstone og yfirlit yfir kynningarstarfsemi Dalabyggðar á árinu hingað til.
10.3. 2011018 - Áfangastaðaáætlun 2021-2023
Áfangastaðaáætlun Vesturlands verður uppfærð í haust - en áfangastaðaáætlun 2021-2023 er enn í gildi.
Hvert sveitarfélag þarf því að yfirfara áherslulista fyrir sitt svæði.
Verkefnastjóra falið að senda áherslulista til Markaðsstofu Vesturlands.

Samþykkt samhljóða.
10.4. 2409015 - Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga
Markaðsstofa Vesturlands fékk fyrirtækið Datera til að vinna skýslu fyrir sig yfir leitaráhuga á Vesturlandi.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir úttekt á leitaráhuga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi á ferðatengdum leitarorðum fyrir Vesturland.
5 vinsælustu ferðamannastaðir í Dalabyggð skv. skýrslunni (út frá leitaráhuga) eru Búðardalur, Guðrúnarlaug, Eiríksstaðir, Erpsstaðir og Hvammur - í þessari röð. Staðir sem eru næstir inn á listann eru m.a. Laugar í Sælingsdal, Ólafsdalur og Staðarfell.
Lagt fram til kynningar.
10.5. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024
Apríl - Skráð atvinnuleysi í apríl var 3,6% og lækkaði úr 3,8% frá
mars. Lækkaði á Vesturlandi úr 2,7% í 2,3% milli mánaða.
Alls komu inn 390 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í apríl, þar af 9 á Vesturlandi.

Maí - Skráð atvinnuleysi í maí var 3,4% og lækkaði úr 3,6% frá
apríl. Á Vesturlandi lækkaði það úr 2,3% í 2,1% milli mánaða.
Alls komu inn 297 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í maí, þar af 33 á Vesturlandi.

Júní - Skráð atvinnuleysi í júní var 3,1% og lækkaði úr 3,4% frá
maí. Stóð í stað (2,1%) á Vesturlandi. Alls komu inn 223 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í júní, þar af 2 á Vesturlandi.

Júlí - Skráð atvinnuleysi í júlí var 3,1% og stóð í stað frá júní. Hækkaði úr 2,1% í 2,4% á Vesturlandi. Alls komu inn 229 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í júlí, þar af 9 á Vesturlandi.

Ágúst - Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,2% og hækkaði úr 3,1%
í júlí. Hækkaði úr 2,4% í 2,7% á Vesturlandi (mesta hækkun á landsbyggðinni).
Alls kom inn 201 nýtt starf sem auglýst var í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í ágúst, þar af 16 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
11. 2408003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 134
Til máls tóku: Ingibjörg og Einar.
11.1. 2408005 - Tómstundir íþróttir skólaárið 2024-2025
Farið yfir það framboð sem er í boði þessar vikurnar hvað tómstundir og íþróttir varðar. Einnig rætt um aðstöðumál íþróttafélaganna.
11.2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025
Lögð fram þau framboð sem borist hafa í ungmennaráð Dalabyggðar.
Þau Kristín Ólína og Matthías hafa nú lokið setu í 2 ár í Ungmannaráði.
Fræðslunefnd samþykkir að bjóða þeim Jóhönnu Vigdísi Pálmadóttur og Guðmundi Sören Vilhjálmssyni sæti í Ungmennaráði.
Öðrum þeim sem gáfu kost á sér er þakkað fyrir sýndan áhuga á setu í Ungmennaráði.
Jafnframt er þeim Kristínu Ólínu og Matthíasi þakkað fyrir þeirra framlag til starfa í Ungmennaráði.
11.3. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum. Búið er að koma á fót Gæðaráði Auðarskóla sem er nýjung í skipulagi skólans.
Einnig var rætt um væntanlega vinnu við undirbúning á hönnun skólalóðar og lagfæringar á henni í kjölfar yfirstandi framkvæmda við íþróttamannvirki.
Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við starfsáætlun grunnskólans.
11.4. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Skólastjóri ræddi um stöðu mála í starfsmannamálum leikskólans og ljóst að þörf kann að vera á að ráða inn starfsmann tímabundið í 50% starf, um er að ræða tímabundið starf fram að vori 2025.
Viðrað var hvort taka ætti upp ákveðið "mönnunarmódel" byggt á útreiknuðum barngildum hverju sinni. Fræðslunefnd vísar þeirri umræðu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
11.5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála, fór yfir nemendafjölda og starfsmannamál.
Rætt um möguleikann á því að geta boðið fullorðnum einstaklingum upp á nám í tónlistarskólanum.
Nú eru tveir tónlistarkennarar að störfum í samtals 1,22 stöðugildi. Nánast allir nemendur fengu inn í námi m.v. þær umsóknir sem lágu fyrir áður en kennsla hófst.
Skólastjóri upplýsti að miðannartónleikar tónlistarskólans verði haldnir miðvikudaginn 23. október n.k. kl.15:30 en ekki þann 24. október eins og stendur í skóadagatali,

Fram kom að 43% nemenda í grunnskólanum stunda nám í tónlistarskólanum, þar af 16 í fullu námi og 14 í hálfu námi.

Varðandi tónlistarnám fyrir fullorðna einstaklinga þá er ekki að sinni svigrúm til þess a.m.k. að sinni.
11.6. 2301030 - Menntastefna, innleiðing og mat á skólastarfi
Rætt um nýsamþykkta menntastefnu Dalabyggðar og hvernig hún nýtist við mat á skólastarfi.
Farið yfir stöðu einstakra verkefna og þá tímaáætlun sem unnið er eftir því tengdu.
11.7. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
11.8. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Rætt um stöðu mála í kjölfar þess að skýrsla starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs var samþykkt og er staðan er nú m.t.t. þess að farið er að ýta í framkvæmd þeim samþykktum sem í tillögunum fólust.
11.9. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um starfið í félagsmiðstöð, þjónustu við ungmennin sem hana sækja og starfsmannamál.
Sveitarstjóri kynnti tímabundna lokun félagsmiðstöðvar ungmenna f.o.m. 1. október.
11.10. 1811022 - Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni
Núgildandi reglur um frístundastyrk fyrir börn og ungmenni í Dalabyggð eru síðan í desember árið 2018. Rætt hefur verið um, samhliða vinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að meta skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð að endurskoða þær út frá þeim aðstæðum sem nú eru, sbr. íþróttaiðkun barna og ungmenna utan sveitarfélagamarka sem og vegna þess að Dalabyggð hefur nú orðið aðila að "Abler" skráningarkerfi og því opnast möguleiki til einfaldari nýtingu barna/forráðamanna á styrknum.
Kynnt drög að uppfærðum reglum um tómstundastyrk í Dalabyggð, samþykkt að vinna með drögin á milli funda.
12. 2409003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 150
Til kynningar.
12.1. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Framlagðar til afgreiðslu uppfærðar tillögur, með greinargerð, að deili- og aðalskipulagi í Ólafsdal.
Framlögð til afgreiðslu, skv. 3. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals.
Tillögurnar báðar voru kynntar á vinnslustigi frá 25. júní til 25. júlí 2024 og bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Ólafsdalsfélaginu og Vinum íslenskrar náttúru (við deiliskipulagstillögu). Vegna athugasemda á vinnslutíma var gerð breyting varðandi skógræktarsvæði. Svæðin er nefnd svæði fyrir endurheimt fjölbreytts gróðurfars og er gróðursvæðum fækkað og þau minnkuð frá því sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 og samsvarandi breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals til auglýsingar.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillögu að aðalskipulagsbreytingu til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
12.2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Á 147. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sem haldinn var þann 5. júní sl. var framlögð ný tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Nefndin frestaði þá afgreiðslu á erindinu og fól skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjendum.
Framlögð tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, sbr. erindi dags. 1. október 2024.
Deiliskipulagið tekur til alls lands jarðarinnar Skoravíkur á Fellsströnd og setur skilmála um uppbyggingu íbúðarhús á jörðinni ásamt gestahúsum og þjónustubyggingu til að hýsa tæki, tól og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Aðkoma að skipulagssvæðinu er um heimreið frá Klofningsvegi og liggur fyrst um jarðirnar Skóga og Hellu áður en vegslóðinn kemur að Skoravíkurá. Fyrir liggur samþykki landeiganda jarðanna Skóga og Hellu um aðkomuna um núverandi vegslóða gegnum jarðirnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga með fyrirvara um að lögð verði fram tillaga að reiðleið sem kveðið er á um í gildandi aðalskipulagi.
12.3. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Áframhald frá síðasta fundi u&s nefndar þar sem farið er yfir tillögur vegna gerðar á uppfærðu deiliskipulagi við Efstahvamm, Brekkuhvamm og Lækjarhvamm og svæðið þar í kringum sem Efla er að vinna að.
Nefndin samþykkir að leggja fram komna tillögu með áorðnum breytingum fyrir sveitarstjórn.
12.4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu mála varðandi vinnu við gerð deiliskipulags í Búðardal í samvinnu við Arkís.
Nefndin fór yfir fyrstu drög að tillögum og samþykkir að vinna í þeim á milli funda.
12.5. 2409022 - Merking stíga
Framlagt erindi varðandi merkingar stíga í Dalabyggð.
Nefndin tekur jákvætt í verkefnið og felur sveitarstjóra að hafa samband við stjórn hestamannafélagsins til að kanna hug þess.
12.6. 2409034 - Fornleifaskráning í Dalabyggð
Framlagt erindi sem barst sveitarstjórn Dalabyggðar er varðar fornleifar og fornleifaskráningu í Dalasýslu og þau tækifæri sem henni tengjast, t.d. menningartengdri ferðaþjónustu, menntun, vísinda- og fræðastarfi og auðveldar síðast en ekki síst skipulagsvinnu innan sveitarfélags.
Erindið lagt fram á fundinum. Nefndin tekur vel í að eiga samtal við bréfritara.
12.7. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Samkvæmt 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu.
Umhverfis- og loftslagsstefna Dalabyggðar gildir 2021-2031 en hana ber að endurskoða eftir þörfum en rýna árlega.
Nefndin sér ekki ástæðu til breytinga á stefnunni.
12.8. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Garpsdals í Reykhólasveit í framhaldi af umræðum á síðasta fundi u&s nefndar.
Nefndin samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.
12.9. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð í framhaldi af umræðum á síðasta fundi u&s nefndar.
Nefndin samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.
12.10. 2410002 - Umgengni á lóðum Dalabyggðar
Kynnt framkomið erindi þar sem bent er á slæma umgengni á lóð í umsjón Dalabyggðar.
Nefndin fagnar erindinu og biður starfsmenn Dalabyggðar að bregðast við.
12.11. 2410001 - Þjóðvegur gegn um Búðardal - Vesturbraut
Kynnt framkomið erindi þar sem lýst er áhyggjum af þeim aðgerðum sem Vegagerðin hyggst fara í á Vesturbraut, þjóðveginum í gegnum Búðardal.
Lögð fram tillaga umsjónarmanns framkvæmda að nýjum göngustíg frá Sunnubraut að nýrri gönguþverun Vegagerðarinnar.
Nefndin þakkar erindið. Hér er aðeins um að ræða fyrsta fasa af stærra verkefni sem teygir sig norður fyrir og suður fyrir þéttbýlið með ýmsum ráðstöfunum. Nefndin bendir á að allar framkvæmdirnar eru á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar, sem krefst ekki framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að ná niður aksturshraða í gegnum þéttbýlið með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal þessum.
13. 2409004F - Dalaveitur ehf - 49
Til kynningar.
13.1. 2409028 - Ársreikningur Dalaveitna 2023
Ársreikningur Dalaveitna ehf. fyrir árið 2023 lagður fram til umræðu og afgreiðslu.
Rekstrartekjur félagsins á árinu 2023 námu 10,3 millj. kr. og hafa þær aukist um 55 þús.kr. frá fyrra ári eða um 0,5 %.
Tap varð á rekstri félagins á árinu að fjárhæð 10,1 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi (2022; 9,0 millj. kr.) og eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 43,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Ársreikningur 2023 samþykktur samhljóða.
14. 2402023 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms 2024
Til kynningar.
Ársreikningur Bakkahvamms hses 2023_25092024..pdf
Fundargerð stjórnarfundar, dags 25. september 2024..pdf
Fundargerð stjórnarfundur 190224.pdf
15. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Til kynningar.
Fundur-225..pdf
Fundur-224..pdf
Fundur-223..pdf
16. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 952..pdf
Mál til kynningar
17. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Framlögð til kynningar nýútkomin skýrsla sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fól KPMG að vinna. Í skýrslunni er unnin greining á sjálfbærum atvinnusvæðum á Vesturlandi. Verkefnið tekur til allra sveitarfélaga á Vesturlandi sem skipt var í fjögur svæði.
Til kynningar.
Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi..pdf
18. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Til kynningar.
Fundur-226.pdf
19. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Bjarki.
Skýrsla sveitarstjóra á 250. fundi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:05 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei