| |
1. 2208004 - Vegamál | |
Til máls tóku: Björn Bjarki, Eyjólfur, Einar, Garðar, Eyjólfur (annað sinn), Ingibjörg.
Lögð er fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: „Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.“ Þessi staða er algerlega óviðunandi og öryggi vegfarenda er stefnt í tvísýnu. Einnig er ein birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga þá nást ekki full afköst á t.a.m. framkvæmdasvæðum og er nærtækt að nefna uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal í þeim efnum, langstærstu framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Vísum hér beint í minnispunkta frá verktaka til útskýringa: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar. Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja !
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2501036 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I | |
Til máls tók: Björn Bjarki
Samþykkt samhljóða. | Viðauki_1_v2.pdf | | |
|
3. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð | |
Til máls tók: Ingibjörg.
Lagt til að afgreiðslu sveitarstjórnar verði frestað og málinu vísað til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
|
5. 2502002 - Persónuverndarstefna Dalabyggðar | |
Samþykkt samhljóða. | Personuverndarstefna Dalabyggdar 20250210..pdf | | |
|
6. 2403014 - Miðbraut 11 | |
Til máls tók: Björn Bjarki.
Lagt til að kauptilboð verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 2501016 - Útsvar og fasteignaskattur 2025 | |
Samþykkt samhljóða. | Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2025.pdf | | |
|
8. 2502001 - Erindi frá Strandabyggð til Reykhólahrepps og Dalabyggðar | |
Til máls tók: Ingibjörg.
Lögð fram tillaga að bókun:
Í ljósi óformlegra viðræðna Dalabyggðar og Húnaþings vestra sér Dalabyggð sér ekki fært að stofna til viðræðna við Strandabyggð.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
9. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025 | |
Samþykkt samhljóða. | Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar 2025.pdf | | |
|
| |
14. 2501001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 42 | Til máls tók: Einar um fundargerðina í heild.
Lagt fram til kynningar. | 14.1. 2410020 - Jörvagleði 2025 Búið er að festa fyrstu stóru viðburði hátíðarinnar: Pétur Jóhann kemur með uppistand að kvöldi Sumardagsins fyrsta og Rokkkórinn kemur með tónleika á laugardagskvöldinu. Aðrir viðburðir sem verið er að skoða eru m.a.: listasmiðja, tónleikar, sýningar, fræðsluerindi og kvöldopnanir. Nefnd skiptir með sér verkefnum og stefnt á að fyrstu drög verði tilbúin á næsta fundi nefndarinnar 4. mars. | | |
|
| |
10. 2412003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 331 | Lagt fram til kynningar. | 10.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal Staða mála rædd. | 10.2. 2209012 - Laugar í Sælingsdal Staða mála rædd. | 10.3. 2403014 - Miðbraut 11 Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum í samræmi við samskipti við FSRE um kaupverð. | 10.4. 2501036 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I Rekstrarkostnaður A-sjóðs, eftirfarandi breytingar eru lagðar til: - Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga kr. 8.000.000 í tekjur og gjöld á móti (stuðningur/styrkur frá Jöfnunarsjóði) - Afleysing á skrifstofu Dalabyggðar kr. 3.719.000,- - Umsjón með Dalabúð kr. 800.000,- - Barnavernd, sértæk úrræði kr. 25.000.000,- Samtals hækkar kostnaður A-sjóðs um kr. 29.519.000,- og er til lækkunar á handbæru fé.
Eignfærslur - Kaup á fasteign að Miðbraut 11 - 9.650.000,- Framkvæmdir sem náðist ekki að klára á árinu 2024 og voru færðar yfir á árið 2025: - Silfurtún - 7 m.kr. - Dalaveitur vegna hitaveitu á Laugum - 4 m.kr. Samtals eignfærslur eru því alls kr. 20.500.000,- til lækkunar á handbæru fé.
Heildaráhrif þessa eru því alls kr. 50.171.000,- til lækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Umsjónarmanni framkvæmda falið að sækja um í framkvæmdarsjóð aldraðra fyrir framkvæmdum á Silfurtúni til móts við framlag sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða. | 10.5. 2501016 - Útsvar og fasteignaskattur 2025 Samþykkt samhljóða. | 10.6. 2210026 - Uppbygging innviða - atvinnuhúsnæði Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð hefur nú auglýst eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Leitað er að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því að fjárfesta í verkefninu eða kaupendum á eignarhlut í húsnæðinu. Áhugasamir skulu skila inn skriflegu erindi fyrir mánudaginn 3. febrúar n.k. | 10.7. 2411015 - Málefni Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. | 10.8. 2412005 - Umsókn um stuðning til náms Samþykkt samhljóða með vísan til reglna Dalabyggðar um stuðning við nema í leikskólakennarafræðum. | 10.9. 2501023 - Hjólarampur Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umsjónarmanni framkvæmda að skoða staðsetningu meðfram vinnu við skólalóð Auðarskóla. | 10.10. 2501022 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót UMF Stjarnan Tjarnarlundi Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Tjarnarlundi. | 10.11. 2501032 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót UMF Ólafur Pá Dalabúð Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Dalabúð. | 10.12. 2501026 - Leyfi til skemmtanahalds í Árbliki vegna 50. Þorrablót Suðurdala Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Árbliki. | 10.13. 2501034 - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi, Þorrablót Staðarfelli Samkvæmt 28. gr. lögreglusamþykktar Dalabyggðar nr.375/2016 skal aldurstakmark á dansleiki og skemmtanir innan Dalabyggðar miðast við fæðingarár, eða þá sem verða 18 ára á árinu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna þorrablóts á Staðarfelli. | | |
|
11. 2412001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 137 | Lagt fram til kynningar. | 11.1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 Skólastjóri sagði m.a. frá lestrarátaki sem í gangi er á öllum stigum grunnskólans. Einnig var sagt frá "símafrí" átaki sem í gangi er og er það skv. stefnu skólans. | 11.2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 Skólastjóri kynnti m.a. þau samskipti sem átt hafa sér stað við verktaka mötuneytis um meðferð matvæla og hreinlæti sem hefur verið til fyrirmyndar.
| 11.3. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025 Skólastjóri fór yfir þá þætti sem eru til skoðunar til skemmri og lengri tíma í starfsemi tónlistarskólans. Ljóst er að skerpa þarf á ákveðnum þáttum hvað varðar starfsemi, framboð og þ.h. og fór skólastjóri yfir það hverjar áherslurnar eru á komandi vikum og misserum. Fræðslunefnd lýsir stuðningi við þær áherslur sem kynntar voru á fundinum og samþykkir að halda samtalinu áfram á næsta fundi nefndarinnar.
| 11.4. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | 11.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | | |
|
12. 2411002F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 73 | Lagt fram til kynningar. | 12.1. 2501031 - Félagsþjónusta Félagsmálanefnd samþykkir framkomna tillögu að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu í Dalabyggð og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. | 12.2. 2406000 - Forvarnamál Félagsmálanefnd samþykkir framkomna tillögu að forvarnastefnu í Dalabyggð 2025 - 2027 og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. | 12.3. 2411008 - Gott að eldast á Vesturlandi Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála og hvað er á döfinni á Vesturlandi. | 12.4. 2501030 - Heimsendur matur Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að leita leiða til að hægt sé að mæta brýnni þörf þar sem við á að svo komnu máli. Móta þarf reglur til lengra tíma m.a. m.t.t. þátttöku Dalabyggðar í verkefninu Gott að eldast. | 12.5. 2501029 - Skammtímadvöl barna Félagsmálanefnd fagnar því að til skoðunar sé að koma á fót skammtímadvöl á Vesturlandi. | 12.6. 2501027 - Farsæld barna Verkefnastjóri fór yfir það skipulag sem verið er að koma á í Dalabyggð varðandi farsæld barna og er unnið að því að geta kynnt skipulagið og mönnun þess á yfirstandi skólaári.
Sjá hér slóð á heimasíðu Dalabyggðar til fróðleiks um lög þessu tengdu: https://dalir.is/thjonusta-og-starfsemi/felagsthjonusta/farsaeld/
| | |
|
13. 2411005F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 41 | Til máls tók: Einar um dagskrárlið 2.
Lagt fram til kynningar. | 13.1. 2401008 - Menningarmálaverkefnasjóður 2024 Til úthlutunar árið 2024 voru 1.000.000 kr.- og skiptist úthlutun svo:
Sælukotið Árblik - jólatrésskemmtun = 80.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Sönghópurinn Hljómbrot - tónlistarverkefni = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu - námskeið, sögustund = 70.000kr.- Staða: Ekki varð af verkefninu.
History up close ehf. - námskeið í fornu handverki = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Skátafélagið Stígandi - fjölskylduútilega = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Alexandra Rut Jónsdóttir - jólatónleikar, menningaviðburður = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Hallrún Ásgrímsdóttir - málverkasýning = 50.000kr.- Staða: Ekki varð af verkefninu.
Greiddir styrkir fyrir árið 2024 voru því 880.000kr.- en ónýttir styrkir 120.000kr.- | 13.2. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025 Skýrslur vegna úthlutana 2024 til verkefna sem fóru fram hafa skilað sér.
Teknar eru fyrir umsóknir sem bárust í sjóðinn fyrir árið 2025.
Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025.
Í sjóðinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-
9 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:
Jón Egill Jóhannsson - Er líða fer að jólum 2025 = 250.000 kr.- History up Close - Námskeið í fornu handverki = 170.000 kr.- Hollvinahópur Grafarlaugar f.h. Umf. Æskan - Upplýsingaskilti við Grafarlaug = 150.000 kr.- Sælukotið Árblik, Guðrún Esther Jónsdóttir - Jólaball í Árbliki = 100.000 kr.- Berghildur Pálmadóttir - Sögur úr sveitinni = 80.000 kr.- Guðmundur R. Gunnarsson - Davíðsmót = 70.000 kr.- Atli Freyr Guðmundsson - D&D í Dölunum = 60.000 kr.- Jasa Baka - Dala stúlka = 60.000 kr.- Kristján E. Karlsson - Ásýnd Dalanna = 60.000 kr.-
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsóknir. | 13.3. 2410020 - Jörvagleði 2025 Setningardagskrá áætluð á Sumardaginn fyrsta (fimmtudagskvöldinu). Rokkkórinn verður með tónleika á laugardagskvöldinu. Áfram unnið að því að setja upp dagskrá og áhugasamir hvattir til að hafa samband.
| 13.4. 2412006 - Byggðaáætlun - B.9. Stefnumótun og hlutverk menningarstofnana Lagt fram til kynningar. | | |
|
15. 2411006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 50 | Lagt fram til kynningar. | 15.1. 2501038 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2025 Nefndin þakkar Karli og Halldóru fyrir komuna og samtalið. | 15.2. 2410009 - Fjallskilasamþykkt Staða mála rædd og formaður fylgir umræðum af fundinum eftir, á fundum með formönnum fjallskilanefnda. | 15.3. 2501001 - Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal Staða mála rædd. Lagt fram til kynningar. | 15.4. 2410006 - Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi Lagt fram til kynningar. | 15.5. 2501035 - Handbók til sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða Lagt fram til kynningar. | 15.6. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024 Lagt fram til kynningar. | | |
|
16. 2412004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 153 | Lagt fram til kynningar. | 16.1. 2501043 - Stofnun lóða veitumannvirkja í Búðardal 2025 Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomin drög að lóðarmörkum hreinsistöðvar/fráveitu og spennistöðvar við Vesturbraut. | 16.2. 2501041 - Boð um þátttöku í samráði - Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna Sveitarstjóra falið að vinna drög að umsögn og kynna fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn áður en umsögn verður skilað inn f.h. Dalabyggðar. | 16.3. 2501042 - Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033 Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar. | | |
|
17. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024 | Lagt fram til kynningar. | 185 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf | | |
|
18. 2411014 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum | Lagt fram til kynningar. | Sameiginlegur fundur SO og SSKS.pdf | | |
|
| |
19. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024 | Lagt fram til kynningar. | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 960.pdf | | |
|
|
21. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024 | Lagt fram til kynningar. | Fundur-228..pdf | | |
|
22. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók: Björn Bjarki
Lagt fram til kynningar. | Skýrsla sveitarstjóra á 253. fundi .pdf | | |
|