Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 152

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.12.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411020 - Stafræn húsnæðisáætlun 2024-2034
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar.
2. 2409022 - Merking stíga
Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sem haldinn var þann 2.október sl. var tekið til umræðu erindi frá ungmennafélaginu Ólafi pá varðandi merkingar stíga í Dalabyggð. Nefndin tók vel í erindið og fól sveitarstjóra að kanna hug stjórnar hestamannafélagsins Glaðs til þess.
Eftirfarandi svar hefur nú borist vegna þessa:

"Hestamannafélagið Glaður gerir engar athugasemdir við að merkingu þessa vegar verði breytt, á þann veg að hún verði bæði fyrir ríðandi umferð og gangandi.
Gerum heldur ekki athugasemd við að settir verði upp bekkir nálægt leiðinni, t.d. fyrir utan áningarhólfið hjá Hrútsstöðum.
Við leggjum þó áherslu á að leiðin verði áfram skráð sem reiðleið í Aðalskipulagi Dalabyggðar."

Nefndin þakkar svar og góð viðbrögð og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Göngustígar í Dalabyggð..pdf
3. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hvamma, íbúðarsvæðis í Búðardal sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag á um 7 ha svæði sem skilgreint er í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 sem íbúðarbyggð ÍB6.
Deiliskipulagið tekur til þegar byggðra lóða og afmarkar nýjar lóðir fyrir uppbyggingu einbýlis, par- og raðhúsa. Gildandi deiliskipulag sem nær til hluta svæðisins og samþykkt var 2019 verður fellt úr gildi með þessu nýja deiliskipulagi Hvamma.
Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga frá 25.10.2024 - 9.12.2024. . Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Minjastofnun gerir ekki efnislegar athugasemdir við auglýsta tillögu, en setur fram ábendingar um verklag á framkvæmdatíma. Heilbrigðiseftirlit gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á mikilvægi þess að tryggja góða hljóðvist í byggð nærri Vestfjarðavegi.
Vegagerðin gerir athugasemd við gatnamót innan hverfisins við Ásuhvamm og Brekkuhvamm vegna nálægðar við Vesturbraut (Vestfjarðarveg gegnum Búðardal). Einnig bendir stofnunin á að hún taki ekki þátt í kostnaði við hljóðmön meðfram Vestfjarðavegi og vekur athygli á að framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis Vestfjarðarvegar séu háðar leyfi Vegagerðarinnar.
Einnig bárust athugasemd frá lóðareigendum Garðari Frey Vilhjálmssyni varðandi Lækjahvamm 9 og frá Kristjáni Inga Arnarsyni varðandi Lækjarhvamm 8. Báðar snúa þær að því að leiðrétta uppdrátt og sýna núverandi bílskúr við Lækjahvamm 9 og þegar samþykkta viðbyggingu Lækjarhvammi 8 sem er í framkvæmd.
Samantekt umsagna og viðbragða umhverfis- og skipulagsnefndar er sett fram í minniblaði dags. 16.12.2024.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna með breytingum á Lækjarhvammi nr. 8 og nr. 9 sbr. athugasemdir lóðareigenda, sbr. minnisblað um umsagnir og viðbrögð dags. 16.12.2024 og felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagið til athugunar Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Deiliskipulag Hvamma Greinargerð.pdf
Deiliskipulag Hvamma, uppdráttur.pdf
DSk Hvamma Búðardal. Umsagnir og viðbrögð eftir kynningu..pdf
4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað:

"Framlagðar tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga:

Skipulagssvæðið norðan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga."

Við frekari rýni, áður en tillögurnar fóru í auglýsingu komu fram atriði sem rýna þarf betur áður en skipulagið fer í auglýsingu hjá Skipulagsstofnun.

Nefndin rýndi atriðin og felur skipulagsfulltrúa að fá þau atriði lagfærð sem þarf, fyrir áður samþykkta auglýsingu, sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt.
5. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. desember 2024 tekur til hluta svæðis fyrir frístundabyggð F-23 í aðalskipulagi, þ.e. tveggja svæða þar sem afmarkaðar eru samtals 10 lóðir og skilmálar settir um byggingar, innviði og aðkomu.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
LSK 20241213 DS Uppdráttur - Til Umfjöllunar..pdf
LSK 20241213 DS Greinargerð - Til Umfjöllunar..pdf
6. 2411006 - Umsókn um stofnun lóðar að Miðskógi
Framlögð umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá.
Nefndin samþykkir erindið.
7. 2409026 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2024
Rekstraraðilar tjaldsvæðisins í Búðardal hafa hug á að reisa gistiskýli/hyttur til útleigu. Húsin yrðu 10m2 bjálkahús með verönd, sem væru aðeins svefnaðstaða sem myndu nýta aðstöðuna í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Meðfylgjandi eru drög að afstöðu þriggja húsa.
Tjaldsvæðið er ekki deiliskipulagt og er óskað eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna þessara áforma.

Nefndin tekur jákvætt í erindið, með tilliti til þess að öll skilyrði um gististaði af þessu tagi séu uppfyllt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei