Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 33

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.06.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209004 - Jörvagleði 2023
Farið yfir uppgjör Jörvagleði 2023
Nefndin er ánægð með hvernig til tókst og þátttöku bæði íbúa og gesta.
Nefndin færir þakkir til þeirra sem tóku þátt og stóðu fyrir viðburðum á Jörvagleði 2023.
Jörvagleði_2023_skýrsla.pdf
2. 2305013 - 17. júní 2023
Farið yfir skipulag 17. júní
Stefnt er að því að dagskrá fari í dreifingu á mánudaginn nk. (12. júní)
3. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Staða og framvinda menningarstefnu Vesturlands. Kynningarfundur var haldinn 10. maí sl.
Rætt um menningarstarf og verkefni í Dalabyggð.
Nokkur gróska hefur átt sér stað sl. ár, má þar nefna þau menningarverkefni sem hafa fengið styrki úr Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar og DalaAuði, aðsetur listamanna, vinnustofur og sýningarrými.
Jörvagleði er haldin annað hvert ár, menningar- og listahátíð Dalabyggðar.
Menningarstefna-Vesturlands-2021-2024.pdf
4. 2212005 - Stofnun Safnaklasa Vesturlands
Stofnfundur Safnaklasa Vesturlands, þriðjudaginn 6. júní
Farið yfir stofnfundinn sem fór fram í Snorrastofu í Reykholti.

Fulltrúar Dalabyggðar hafa komið að mótun klasans með einum eða öðrum hætti frá upphafi og á 29. fundi menningarmálanefndar þann 19. janúar sl. var því beint til sveitarstjórnar að sveitarfélagið yrði hluti af safnaklasa Vesturlands. Var það staðfest á febrúarfundi sveitarstjórnar Dalabyggðar og í gær var svo klasinn formlega stofnaður. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra mætti á stofnfundinn fyrir hönd Dalabyggðar.

Páll Brynjarsson, framkvæmdarstjóri SSV stjórnaði viðburðinum. Signý Óskarsdóttir hjá ráðgjafafyrirtækinu Creatrix fór fyrst yfir vinnuna við mótun Safnaklasa Vesturlands áður en Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi Vesturlands kynnti samþykktarferli sveitarfélaganna.

Að því loknu var stofnskjalið undirritað og kosið í stjórn en í henni sitja:
Bjarnheiður Jóhannsdóttir (Eiríksstaðir og Vínlandssetur)
Hjördís Pálsdóttir (Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla)
Sigrún Þormar (Snorrastofa)
Varastjórn:
Jón Allansson (Byggðasafni í Görðum)
Ragnhildur Helga Jónsdóttir (Landbúnaðarsafn Íslands)
Þórunn Kjartansdóttir (Safnahús Borgarfjarðar)

Að formlegri stofnun lokinni fluttu Hanna Ágústa og Sigríður Ásta Olgeirsdætur tónlist fyrir gesti áður en haldið var áfram.
Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, safnafræðingur flutti fræðsluerindið Bíbí og Berlín ? Rannsókn og miðlun brúðusafns og Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga fræðsluerindið Varðveislusetur Byggðasafns Skagfirðinga.

Það er ánægjulegt að kominn sé formlegur vettvangur til að styrkja samstarf safnamála á Vesturlandi enn frekar.
2305-stofnfundur_augl.pdf
5. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Rætt um merkingar eyðibýla og áhugaverðra staða.
Unnið er að verkefni vegna staðvísa, rökrétt er að horfa næst til eyðibýla/áhugaverðra staða.
Söguskilti við Krosshólaborg, á Laugum í Sælingsdal, á Svínadal og við Vínlandssetur verða uppfærð í sumar og samskonar skilti bætt við Laxárós.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:03 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei