Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 240

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
07.12.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt er til að eftirfarandi liðum verði bætt á dagskrá:

Mál nr. 2310019 - Fjárhagsstaða bænda 2023 - verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 1.

Mál nr. 2311016 - Fjárhagsáætlun 2023, Viðauki VI - verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 3.

Mál nr. 2312005 - Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 4.

Mál nr. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal - óveruleg breyting á deiliskipulagi - verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 9.

Mál nr.2301065 - Ljárskógabyggð - verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 10.

Fundargerð 35. fundar menningarmálanefndar Dalabyggðar, mál nr.2311002F verði dagskrárliður 14.

Fundargerð 142. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, mál nr.2311004F verði dagskrárliður 15.

Fundargerð 46. fundar stjórnar Dalaveitna ehf, mál nr. 2305019 - verði bætt á fundinn og verði dagskrárliður 16.

Aðrir dagskrárliðir í útsendri dagskrá færist til miðað við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310019 - Fjárhagsstaða bænda 2023
Rætt um fjárhagsstöðu bændastéttarinnar og aðgerðir því tengdu í ljósi framkomins fyrsta útspils stjórnvalda sem kynnt var 5. desember sl.
Til máls tóku: Garðar, Þuríður, Björn Bjarki, Ingibjörg.
Fjárhagsvandi landbúnaðar - niðurstöður ráðuneytisstjórahóp.pdf
Fjárhagsvandi landbúnaðar - greinargerð hóps ráðuneytisstjóra.pdf
Byggðast_Minnisblað_landbúnaður_09102023.pdf
RML_Skýrsla afkoma landbúnaðar 2. nov 2023.pdf
2. 2311021 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar - uppfærsla 2023
Framlögð tillaga að uppfærðum samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar skv. auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga nr. 1180/2021 í samræmi við 9. gr. sveitarstjórnarlaga.

Til máls tóku: Skúli, Björn Bjarki, Garðar, Ingibjörg.

Breytingar á samþykktum skulu fara í gegnum tvær umræður í sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga. Hér fer fram fyrri umræða um nýja samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar.

Eina sem stendur útaf er að auglýsing vegna framsals Dalabyggðar til Akraneskaupstaðar vegna barnaverndarþjónustu hefur ekki verið birt í Stjórnartíðindum en á að skila sér á næstu dögum. Þegar auglýsingin hefur verið birt með númeri verði samþykktin send innviðaráðuneytinu til yfirferðar áður en hún er lögð fyrir seinni umræðu hjá sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar lögð fram til afgreiðslu í fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Samthykktir_stjorn_Dalabyggdar_30112023_til-fyrstu-umraedu.pdf
3. 2311016 - Fjárhagsáætlun 2023 - Viðauki VI
Á 316. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt vegna viðauka VI (6) á árinu 2023:
"Framlögð tillaga að viðauka VI (6) við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Eftirfarandi eru þær breytingar sem Viðauki VI (6) inniber:
Hækkun á kostnaði vegna barnaverndarmála kr. 9.000.000,-
Breytingar vegna sölu fasteigna, annars vegar á félagslegu íbúðarhúsnæði og hins vegar vegna uppgjörs B-hluta stofnunar, Silfurtúns til lækkunar á skuldastöðu.
Söluhagnaður eignanna er samtals kr. 56.139.087, og hins vegar sölu fasteigna Silfurtúns og á móti lækkunar á skuldastöðu, söluhagnaður eignanna er samtals kr. 33.915.537.
Áhrifin eru þau að samtals lækka skuldir Dalabyggðar um 80.071.746 og til viðbótar mun Dalabyggð eignast hlut upp á kr. 37.634.722,- í eignasafni Leigufélagsins Bríet eða samtals 1,54% hlut.
Breyting á A-sjóði nú er kr. 9.000.000 til hækkunar á kostnaði.
Breyting á A og B-sjóði er nú kr. 90.054.000 til lækkunar á kostnaði .
Samtals er lækkun á rekstrarkostnaði kr. 81.054.000,- og er því lokaniðurstaða A og B hluta áætluð jákvæð um 63 millj. króna.

Til viðbótar eru breytingar á fjárfestingaliðum, til lækkunar, vegna breytinga á verksstöðu samtals um 15,5 millj. kr."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Viðauki VI lagður fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_6_v2.pdf
4. 2312005 - Lánataka hjá Lánasjóði sveitarfélga
Svohljóðandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi dags. 7.desember 2023 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við samþykkta lánsumsókn hjá sjóðnum.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við fráveitu og íþróttamannvirki sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Bjarka Þorsteinssyni, kt. 040768-5059, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tóku: Ingibjörg, Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
5. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024
Til afgreiðslu koma eftirfarandi gjaldskrár: Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá hundahalds, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar, gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar, gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld, gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar, gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa.
Gjaldskrá Dalaveitna er einnig lögð fram og ekki þarf að afgreiða gjaldskrá Silfurtúns sbr. breytingar á rekstri.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til varðandi álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 202
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2024 verði 14,74% og álagningarhlutfall fasteignaskatts
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði hækkaður úr 3% í 5%.

Afsláttur af fasteignaskatti ellilífeyrisþega og öryrkja sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 og reglur Dalabyggðar hækkar sem nemur uppfærðri launavísitölu milli áranna 2022 og 2023 (desembervísitala) og upphæðir síðan námundaðar niður að næsta þúsundi.

Samþykkt samhljóða.


Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fyrir geymslu að Fjósum: Gjaldskrá tekur breytingum samkv. byggingarvísitölu í september ár hvert (grunnur 2009). Byggingarvísitala í september 2023 er 184,6.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár félagsheimila: Staðarfell verði tekið út úr gjaldskrá þar sem það hefur verið selt. Sektargjald vegna skemmda er rekja má til útleigu bætt við leiguskilmála. Þrif eru inni í leiguverði.
Að öðru leiti taki gjaldskrá félagsheimila fyrir 2024 mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Auðarskóla: Að gjaldskrá Auðarskóla hækki að jafnaði um 8% auk þess að starfsmenn greiða fullt fæðisgjald (í samræmi við gildandi samning við rekstraraðila mötuneytis) utan þeirra daga sem þeir matast með nemendum skv. staðfestingu yfirmanns. Áfram verði ekkert gjald vegna leikskólapláss barna í elsta árgangi (skólahóp).

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár beitar- og ræktunarlands: Að gjaldskrá beitar- og ræktunarlands í eigu Dalabyggðar 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár hafna: Að ný gjaldskrá fyrir hafnir Dalabyggðar taki gildi.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár hundahalds: Að gjaldskrá fyrir hundahald 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fráveitu og rotþróa: Að gjaldskrá fráveitu og rotþróa 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár sorps: Að gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps 2024 taki mið af 30% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Héraðsbókasafns: Lagt til að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu verði íbúum gjaldfrjáls árið 2024 en sektargjald verði 35kr.- fyrir hvern dag og millilánasafn hækki upp í 4.000kr.-

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár vatnsveitu: Að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar fyrir árið 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár fyrir söfnun og eyðingu dýraleyfa: Að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Frá 316. fundi byggðarráðs er eftirfarandi lagt til vegna gjaldskrár Slökkviliðs Dalabyggðar: Að gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar fyrir árið 2024 taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð fyrir árið 2024 uppfærist m.v. byggingarvísitölu á grunni 2009 sem í nóvember er 185,9.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá Silfurtúns falli niður vegna þeirra breytinga sem verða á rekstri heimilisins.

Samþykkt samhljóða.

Frá fundi Dalaveitna 07.12.2023 er lagt til að gjaldskrá Dalaveitna taki mið af 8% hækkun.

Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá - Byggingarleyfis 2024.pdf
Gjaldskrá - Fjósar 2024.pdf
Gjaldskrá - Auðarskóli 2024.pdf
Gjaldskrá - Félagsheimila 2024.pdf
Gjaldskrá - Leiga beitar- og ræktunarlands 2024.pdf
Gjaldskrá - hafnir 2024.pdf
Gjaldskrá - Hundahald 2024.pdf
Gjaldskrá - fráveitugjald og rotþrær 2024.pdf
Gjaldskrá - Sorp Úrgangur 2024.pdf
Gjaldskrá - Héraðsbókasafn 2024.pdf
Gjaldskrá - Vatnsveita 2024.pdf
Gjaldskrá - dýraleifar 2024.pdf
Gjaldskrá - Dalaveitur ehf 2024.pdf
Gjaldskrá Slökkviliðs Dalabyggðar 2024 og BDRS.pdf
6. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2024 er áætluð jákvæð um 85,9 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 80,9 milljónir króna.

Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 2,3 milljarður króna í árslok 2024, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1,243 milljarðar króna og eigið fé um 1031 milljónir króna.

Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 156,5 milljónir króna eða 14,5% af heildartekjum A-hluta og samantekið fyrir A- og B-hluta 176,4 milljónir króna, eða um 15,8% af heildartekjum.

Áætlaðar fjárfestingar á árinu 2024 eru samtals að fjárhæð 704 milljónir króna. Stærstu útgjaldaliðir fjárfestinga eru áætlaðir uppbyggingar íþróttamannvirkja, sem er lang viðamesta verkefnið Dalabyggðar á komandi árum, viðhaldsframkvæmdir við Auðarskóla, fráveitu, fasteignar Silfurtúns, áhaldahúss, gatnagerðar auk minni verkefna vegna viðhalds eigna.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Garðar, Skúli, Ingibjörg.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2024-2027 Síðari umræða (1).pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2024-2027 - 07.12.2023.pdf
Íbúafundir 27. .pdf
7. 2311009 - Stafræn húsnæðisáætlun 2023-2033
Lögð fram til afgreiðslu Húsnæðisáætlun Dalabyggðar 2024. Húsnæðisáætlunin hefur fengið umræðu í umhverfis- og skipulagsnefnd og er hér lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Húsnæðisáætlun Dalabyggðar 2024 lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Húsnæðisáætlun 2024 - Dalabyggð.pdf
8. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023
Framlagt og kynnt skipunarbréf starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Dalabyggðar.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. mars 2024.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Garðar.
Skipunarbréf starfshópur.pdf
9. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Á 142. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Framlögð til afgreiðslu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á lóð íþróttamannvirkja og skólasvæðis í Búðardal.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar, sem felur í sér breytingu á lóðamörkum Miðbrautar 8 og byggingarreits íþróttamiðstöðvar. Frá lóð Miðbrautar 6 og meðfram lóðamörkum Miðbrautar 6B er skilgreindur þjónustuvegur að kjallara íþróttahúss sem aðeins er ætlaður umferð vegna þjónustu við íþróttahúsið.
Fyrir liggur greining á skuggavarpi breyttrar hönnunar íþróttahúss dags. 6.3.2023, sem sýnir að skuggi á jafndægri er lítilsháttar skuggavarp inn fyrir girðingu leikskólalóðar síðdegis, eða um kl. 16:00 við lok skóladags.
Áhrif breytingar eru metin óveruleg á umhverfisþætti og hagsmuni nágranna. Breytingin fær því málsmeðferð sem óveruleg breyting, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna."

Til máls tók: Guðlaug

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar lög fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
16081008 Dsk-BR-Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal..pdf
10. 2301065 - Ljárskógabyggð
Á 142. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Tillaga að breytingu aðalskipulags lögð fram til afgreiðslu fyrir kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsbreytingin felur í sér breytingar á sveitarfélagsuppdrætti 3/5 og greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin felst í að svæði F-23 sem er austan þjóðvegar færist alfarið vestur fyrir veginn. Umfang frístundasvæðisins minnkar um 33,5 ha, þ.e. úr 56,9 ha í 23,4 ha, en heimilaður fjöldi frístundahúsa innan svæðisins eykst. Hringtákn fyrir stök frístundahús færist til suðurs þar sem nú er frístundahús. Einnig er gert ráð fyrir tveimur nýjum verslunar- og þjónustusvæðum (VÞ18 og VÞ19) fyrir ferðaþjónustu vestan vegar, á samtals 9,8 ha svæði.
Í vinnslu er deiliskipulagstillaga þar sem uppbyggingin verður nánar útfærð og verður deiliskipulagstillagan auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu þegar þar að kemur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur farið yfir vinnslutillöguna og umhverfismat hennar og telur hana lýsa efni breytingar og líklegum áhrifum með fullnægjandi hætti. Nefndin bendir á að lagfæra þarf orðalag í kafla 3 svo ljóst sé að ekki ekki sé fyrirhuguð breyting á reiðleið um svæðið. Í kafla 3 þarf að taka út síðustu setninguna um að legu göngu- og hjólaleið og reiðleið um svæðið verði breytt og í kafla 3.1. undir kaflaheitinu Vegir, götur og stígar, taka út setninguna: „Eingöngu er um að ræða breytta legu göngu-, hjóla- og reiðleiða.“ Skipulagsnefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja vinnslutillöguna til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með áðurnefndum lagfæringum."

Til máls tók: Guðlaug

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar lög fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
20003-003 Ask Dalabyggðar Ljárskógar (ID 374858)..pdf
Fundargerð
11. 2311003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 316
Til máls tók: Björn Bjarki um dagskrárlið 6.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2310009 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2024-2026
Lögð fram drög að samningi við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi (FEBDOR).
Á áætlun Dalabyggðar í dag er gert ráð fyrir 350.000kr.- til FEBDOR á komandi ári.
Á fundi með FEBDOR kom fram beiðni um að styrkur til félagsins yrði 400.000kr.- fyrir 2024, 2025 og 2026 (með endurskoðunarákvæði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð ár hvert).
Samþykkt að styrkur til félagsins hækki um 50.000kr.- og verði 400.000kr.- fyrir árin 2024, 2025 og 2026. Að öðru leyti er samningurinn samþykktur.
11.2. 2310018 - Beiðni um sérstakan akstursstyrk vegna ungmennis undir 18 ára
Framlagt erindi um sérstakan akstursstyrk
Sveitarstjóra falið að vinna málið í samræmi við umræður á fundinum.
11.3. 2311004 - Erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs
Framlagt erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs varðandi greiðsluþátttöku nemenda vegna þátttöku í skólabúðum.
Á 125. fundi Fræðslunefndar bókaði nefndin eftirfarandi:
"Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en sér ekki forsendur til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, þ.e.að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir. Fræðslunefnd vill benda á að ef foreldrar sjá sér ekki fært að taka þátt í þeim kostnaði sem um ræðir að þá er mögulegt að sækja um fjárhagsstuðning til félagsmálanefndar Dalabyggðar."
Byggðarráð tekur undir bókun fræðslunefndar, þ.e. að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir.
11.4. 2311017 - Styrkbeiðni frá Ólafsdalsfélaginu 2024
Framlögð styrkbeiðni Ólafsdalsfélagsins til Dalabyggðar fyrir árið 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
11.5. 2311003 - Styrkbeiðni frá Aflinu
Framlögð styrkbeiðni Aflsins, samtaka fyrir þolendur ofbeldis, til Dalabyggðar fyrir árið 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.
11.6. 2303016 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlögð umsögn Dalabyggðar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur sveitarstjóra að skila henni inn.
11.7. 2311016 - Fjárhagsáætlun 2023. - Viðauki VI
Framlögð tillaga að viðauka VI (6) við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Eftirfarandi eru þær breytingar sem Viðauki VI (6) inniber:
Hækkun á kostnaði vegna barnaverndarmála kr. 9.000.000,-
Breytingar vegna sölu fasteigna, annars vegar á félagslegu íbúðarhúsnæði og hins vegar vegna uppgjörs B-hluta stofnunar, Silfurtúns til lækkunar á skuldastöðu.
Söluhagnaður eignanna er samtals kr. 56.139.087, og hins vegar sölu fasteigna Silfurtúns og á móti lækkunar á skuldastöðu, söluhagnaður eignanna er samtals kr. 33.915.537.
Áhrifin eru þau að samtals lækka skuldir Dalabyggðar um 80.071.746 og til viðbótar mun Dalabyggð eignast hlut upp á kr. 37.634.722,- í eignasafni Leigufélagsins Bríet eða samtals 1,54% hlut.
Breyting á A-sjóði nú er kr. 9.000.000 til hækkunar á kostnaði.
Breyting á A og B-sjóði er nú kr. 90.054.000 til lækkunar á kostnaði .
Samtals er lækkun á rekstrarkostnaði kr. 81.054.000,- og er því lokaniðurstaða A og B hluta áætluð jákvæð um 63 millj. króna.

Til viðbótar eru breytingar á fjárfestingaliðum, til lækkunar, vegna breytinga á verksstöðu samtals um 15,5 millj. kr.
11.8. 2310012 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2024
Eftirfarandi tillögur að álagningarhlutföllum og gjaldskrám fyrir árið 2024 eru lagðar fram.
Byggðarráð staðfestir að öðru leyti uppfærslu gjaldskráa þar sem miðað er við 8% almenna hækkun en 30% hækkun vegna úrgangsmála.

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2024

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars 2024 verði 14,74% og álagningarhlutfall fasteignaskatts
a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga.
b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.
c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995.

Staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda verði hækkaður úr 3% í 5%.
11.9. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Sveitarstjórn Dalabyggðar vísaði á 239. fundi sínum fjárhagsáætlun 2024 - 2027 til seinni umræðu.
Leiðrétting á sölu eigna á Laugum, fært af árinu 2024 yfir á 2025 en gert er ráð fyrir að loka frágengur verði 15. Jan 2025
Leiðrétting v.sölu fasteigna bæði innan Silfurtúns og eins v.Félagslegra íbúa, skuldir lækka samhliða því, og til viðbótar er bætt við eignarhlutur Dalabyggðar í Bríet leigufélagi fært í eignasafn.
Uppgjör vegna þessara B-hluta félaga við Aðalsjóð gert upp m.a. með yfirfærslu eigna Silfurtúnsheimilisins, og þar með færist restkur húsnæðins á Eignarsjóð.
11.10. 2311021 - Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar - uppfærsla 2023
Lögð eru fram drög að uppfærðri samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar í skv. auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga nr. 1180/2021 í samræmi við 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn Dalabyggðar fór yfir drögin á frumstigi þeirra á vinnufundi í maí, síðan þá er búið að lesa drögin yfir með tilliti til samræmis, orðalags og stafsetningar ásamt því að bera þau saman við samþykktir annarra sveitarfélaga. Eftir framangreinda yfirferð er búið að bera drögin undir bæði kjörna fulltrúa og starfsmenn sveitarfélagsins sem sinna verkefnum sem samþykkt þessi og/eða viðaukar við hana ná yfir.
Breytingar á samþykktum skulu fara í gegnum tvær umræður í sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lag er til að byggðarráð yfirfari fyrirliggjandi drög og meti hvort þau séu komin á þann stað að geta farið til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að færa inn númer auglýsingar vegna samnings um yfirfærslu barnaverndarþjónstu og að því loknu verði samþykktum vísað til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

Byggðarráð þakkar öllum sem hafa komið að vinnunni fyrir þeirra störf.
11.11. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Á síðasta fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Framlögð umsókn um lóð frá Olís við Vesturbraut í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Olís um málið og mögulega frekari uppbyggingu/þjónustu á svæðinu."
Byggðarráð samþykkir að umrætt svæði verði tekið með í þá deiliskipulagsvinnu sem Arkís er að fara í fyrir Dalabyggð.
11.12. 2210026 - Uppbygging innviða - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Rætt um mögulega uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð.
Byggðarráð styður tillögu starfshópsins:
Vinnuhópurinn leggur til að myndaður verði nýr hópur með fulltrúum húsbyggjenda og hagaðila (t.d. Dalabyggð og SSV). Áhugasamir skuldbindi sig til þátttöku og framhaldi stofnað félag sem mun sjá um að koma verkefninu á framkvæmdarstig.

Sveitarstjóri hefur sent erindi til FSRE, Lögreglunnar á Vesturlandi, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Rauða Kross deildarinnar í Dalabyggð, Slysavarnardeildar Dalasýslu, Björgunarsveitarinnar Óskar og slökkviliðsstjóra Dalabyggðar varðandi aðkomu að uppbyggingu húsnæði viðbragðsaðila í Dalabyggð.
11.13. 2303009 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2023
Dalabyggð sendi inn umsögn vegna 71. máls, samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Lögð eru fram drög að umsögn vegna 468. máls, frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).
Lögð eru fram drög að umsögn vegna máls nr. 238/2023 Skilgreining á opinberri grunnþjónustu, í samráðsgátt stjórnvalda.
Lögð eru fram drög að umsögn vegna 402. máls, gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn þeim umsögnum sem lagðar eru fyrir fundinn.
11.14. 2311023 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar og brennu
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um leyfi vegna flugeldasýningar og brennu.
12. 2311005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 126
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 2 og 3.

Samþykkt samhljóða.
12.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskóla,starfsáætlun, skipurit skólans og farið yfir endurbætur á húsnæðinu, bæði það sem gert hefur verið á árinu sem er að líða og kynntar áætlanir um framhald á komandi árum. Einnig var rætt um lengda viðveru/Kátadal við grunnskólann.
Varðandi fyrirkomulag á lengdri viðveru/starfsemi Kátadals samþykkir fræðslunefnd að halda þjónustunni óbreyttri á yfirstandandi skólaári fyrir utan að hún loki á föstudögum kl. 14:00 og opnun þjónustunnar haldist almennt í hendur við opnunartíma leikskólans.
Gjaldskrá verði endurskoðuð fyrir árið 2024.
12.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla og kynnt tillaga á útfærslu á styttingu á opnunartíma leikskólans á föstudögum.
Skólastjóri sagði frá þeim samtölum sem hún hefur átt við starfsmenn leikskólans sem og við foreldra leikskólabarna varðandi styttingu á opnunartíma leikskólans.

Fræðslunefnd samþykkir í því ljósi eftirfarandi tillögu að opnunartíma skólaárið 2023 - 2024, f.o.m. 8. desember n.k.:

Lokað verði kl. 14 á föstudögum frá og með föstudeginum 8. des 2023 til 2. júlí 2024
Lokað verður kl.12:00 22. desember 2023
Lokað verði milli jóla og nýárs
Lokað verði 19. febrúar, vetrarfrísdagur grunnskólans
Lokað verði 27. mars, dagurinn fyrir skírdag

Fyrir skólaárið 2024 til 2025 samþykkir fræðslunefnd eftirfarandi opnunartíma:
Lokað verði kl. 14 á föstudögum
Lokað verði á Þorláksmessu, 23. desember
Lokað verði 27. desember, föstudagur
Lokað verði 30. desember, mánudagur
Lokað verði 16. apríl, miðvikudagur, daginn fyrir skírdag
12.3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Rætt um stöðu mála varðandi endurskoðun og gerð skólastefnu Dalabyggðar og kynnt fyrstu drög að uppsetningu. Drög að menntastefnu verða kynnt skólaráði seinna í desember og fyrirhugaður er íbúafundur 17. janúar 2024 kl. 17:00 sem haldinn verður á teams.
12.4. 2301027 - Skólaakstur
Núgildandi samningar um skólaakstur renna út í lok skólaárs. Rætt um mögulegt fyrirkomulag á skólaakstri og akstursleiðir.
Skólastjóri kynnti þá möguleika sem uppi eru varðandi aksturleiðir sem miðað verði við í útboði fyrir komandi skólaár. Fræðslunefnd samþykkir að unnið verði út frá umræðum á fundinum.
12.5. 2311002 - Íslenska æskulýðsrannsóknin
Á síðasta fundi fræðslunefndar var þessi liður einnig á dagskrá og er hann hér á dagskrá í framhaldi af þeirri umræðu sem þá varð um forvarnarmál og þ.h.
12.6. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Rætt um starfið í félagsmiðstöðinni. Einnig rætt um starfsmannamál og mönnun sbr. heimild í fjárhagsáætlun ársins.
Auglýsing um laust starf í félagsmiðstöð er komin í loftið og er umsóknarfrestur til og með 15. desember n.k.
12.7. 2308005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2023-2024
Tómstundafulltrúi kynnti stöðu mála í íþrótta og tímstundastarfi og horfur eftir áramótin, sjá eftirfarandi:
Félag eldri borgara.
Félag eldri borgara hefur fundað einu sinni um vordagskrá og munu að næsta fund loknum koma dagskráni á mig til að senda út og setja á netið. Gert ráð fyrir að hafa viðburð á 2 til 3 vikna fresti ásamt gönguhóp mánudaga og föstudaga. Líkamsræktar tímar verða áfram á mánudögum og miðvikudögum. Vinna stendur en yfir í skipulagningu tveggja daga sumarferðar sem er áætluð í júlí 2024.

Skátar.
Skátarnir eru en að klára yfirstandandi önn og fara svo í næstu viku í skipulagsvinnu að næstu önn. Ekki búist við miklum breytingum á þeirra starfi.

Unglingadeild Björgunarsveitar.
Gera ráð fyrir að verða áfram annan hvern þriðjudag, munu senda út dagskrá þegar dagsetningar hafa verið ákveðnar.

Sundlaugin Laugum
Sundlaugin Laugum hefur verið opin miðvikudaga og föstudaga og annan hvern laugardag. Aukaopnunum verður í kringum frídaga eins og t.d. páska.

Íþróttafélagið Undri
Dagskrá og plön um æfingar eftir áramót er í vinnslu og verður kynnt á næstunni.

Glíman
Jóhanna Vigdís verður áfram með æfingar á vorönn, æfingar verða um helgar og auglýstar í hvert skipti á samfélagsmiðlum.

Félagsmiðstöðin Gildran
Auglýsing fyrir starfsmann hefur verið birt svo það er stefnan að starfsmaður verði með tómstundafulltrúa á vorönn, við verðum áfram tvisvar í viku, miðstig á mánudögum og elsta stig á fimmtudögum.
Við verðum áfram í samstarfi með Reykhólum og Hólmavík, svo það verða hittingar kringum þetta verkefni einu sinni í mánuði að jafnaði.
Aðrir viðburðir eru t.d. Samfés, Samvest og Lyngbrekkuball.
12.8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Kynnt staða mála varðandi undirbúning á akstri framhaldsskólanema í MB.
12.9. 2308011 - Málefni ungmenna
Á fundinn mætir Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri Dala Auðs og segir frá fundi með ungmennum í Dalabyggð sem fram fór fyrr í haust en markhópurinn þar var alursbilið 18 til 30 ára.
Linda fór yfir umræðurnar á fundinum og hvað hefði helst borið á góma og nefndi einnig að þetta samtal/fundur væri eitt af því sem hefði komið út úr íbúafundi í upphafi DalaAuðs sem markmið.
Fræðslunefnd þakkar Lindu góða yfirferð.
13. 2311001F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 43
Til máls tók: Garðar um dagkskrárlið 1 og 3.

Samþykkt samhljóða.
13.1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Nefndin setur niður nöfn fyrirtækja og rekstraraðila til að kalla á fund nefndarinnar á nýju ári.
Verkefnastjóra falið að fylgja því eftir að kalla viðkomandi aðila á fund nefndarinnar í hverjum mánuði í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin stefnir að því að hafa opinn fund í janúar um framkvæmdaáætlunar Dalabyggðar og stöðu verkefna hjá iðnaðarmönnum í sveitarfélaginu.
13.2. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Áætlun í markaðs- og kynningarmálum lögð fram.
Fréttir frá Samhristingi ferðaþjóna í Dölum.
Lögð er fram áætlun eins og staðan er í dag, mánudaginn 4. desember 2023 en gert er ráð fyrir tveimur greiðslum vegna útgjalda áður en árinu lýkur.
Skv. samantekt mun áætlun kynningarmála 2023 standast.
Nefndin ræðir áætlun kynningarmála fyrir árið 2024.

Farið yfir framvindu samhristings ferðaþjóna í lok nóvember. Spurt um útgáfu tengiliðalista yfir ferðaþjóna á svæðinu, verkefnastjóri vinnur áfram. Leiðsögumenn í Dalabyggð, rætt um átthaganámskeið og símenntun til að geta aðstoðað, horft til verkefnisins um sögufylgjur á Snæfellsnesi. Hátíðir í sveitarfélaginu, ekki talið gefa ferðaþjónum eitthvað sérstaklega aukalega. Það sem mætti síst missa sín er þó samvera/samkomur heimamanna.
13.3. 2210026 - Uppbygging innviða
Fréttir af vinnuhópi um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Frá 316. fundi byggðarráðs 30.11.2023:

12. 2210026 - Uppbygging innviða - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Rætt um mögulega uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð.
Byggðarráð styður tillögu starfshópsins:
Vinnuhópurinn leggur til að myndaður verði nýr hópur með fulltrúum húsbyggjenda og hagaðila (t.d. Dalabyggð og SSV). Áhugasamir skuldbindi sig til þátttöku og framhaldi stofnað félag sem mun sjá um að koma verkefninu á framkvæmdarstig.
Formaður fer yfir vinnu starfshóps og kynnir minnisblað hópsins.

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að allir þeir sem hafa lýst yfir áhuga á aðkomu að byggingunni leggi til fulltrúa í nýjan hóp, ásamt fulltrúa Dalabyggðar (Garðari Frey Vilhjálmssyni) og SSV (Ólafi Sveinssyni). Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda vinni áfram með nýjum hóp.
13.4. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023
Skipan starfshóps og hlutverk hans kynnt fyrir nefndinni.
Hópurinn er þannig skipaður:
Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður,
Halla Steinólfsdóttir, bóndi,
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar.
Með hópnum starfar Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. mars 2024.

Lagt fram til kynningar.

Nefndin hvetur starfshópinn til að vera í góðu samráði við íbúa, atvinnurekendur og aðra tengda aðila í Dalabyggð við vinnu hópsins.
13.5. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Skráð atvinnuleysi í október var 3,2% og hækkaði úr 3,0% í september. Í október 2022 var atvinnuleysið hins vegar 3,3%.
Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 1,0%, á Austurlandi 1,7% og 2,0% á Vesturlandi.
Atvinnulausum fækkaði lítillega í lok október í fjórum atvinnugreinum, mest var fækkunin í fiskveiðum, fiskeldi og fiskvinnslu. Atvinnulausum fjölgaði mest í gistiþjónustu og byggingariðnaði.
Alls komu inn 227 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í október, þar af 9 á Vesturlandi.
Frá því hætt var að birta sundurliðaðar tölur fyrir hvert sveitarfélag í maí sl. hefur atvinnumálanefnd fylgst með gangi mála í mánaðarskýrslum Vinnumálastofnunar.
Staðan í Dalabyggð frá janúar til maí var sú að fæst var 1 á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu í janúar og flestir voru apríl og maí eða 3 einstaklingar.

14. 2311002F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 35
Til máls tók: Alexandra um dagskrárlið 1 og 2.

Samþykkt samhljóða.
14.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Rætt um framkvæmd bæjarhátíðar.
Horft til þess að bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" verði fyrstu helgina í júlí (5.-7. júlí)
Á sama tíma verður hátíð á Eiríksstöðum og verður horft til þess að efla fleiri félög og heimamenn til þátttöku þessa helgi með viðburðum og skemmtun.
Áhersla Dalabyggðar verði dagskrá fyrir börnin, m.a. rætt um fjölskyldu-kvöldvöku, sýningar og leiktæki.
Nú er verið að halda bæjarhátíðina í níunda skiptið og spurning um hvað íbúum finnst gefast vel eða vanta í tengslum við hátíðina? Hvað vilja íbúar gera eða standa fyrir á hátíðinni og hvaða áherslur vilja íbúar sjá?
14.2. 2301029 - Menningarmálaverkefnasjóður 2023
Staða verkefna er hlutu styrk 2023 og undirbúningur fyrir næstu úthlutun.
Verkefni sem fengu styrk 2023 og hefur verið lokið:

Sigurbjörg Kristínardóttir - Kórstarf: 200.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.

Slysavarnadeild Dalasýslu - Skemmtikvöld: 200.000kr.-
Skýrsla var að skila sér.

Sigrún Hanna Sigurðardóttir - Lífið á Laugum (sýning, hlaðvarp): 200.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.

Iceland up close ehf - Refill (hugmyndasmiðja): 100.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.

Ungmennafélagið Ólafur Pá - Póstbrautin (þrautabraut): 60.000kr.-
Skýrsla var að skila sér.

Verkefni sem fengu styrk 2023 en er ólokið:

Sælureiturinn Árblik - Jólaball: 40.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir - Er líða fer að jólum (tónleikahald): 200.000kr.-


Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár
hvert.

Nefndin felur verkefnastjóra að auglýsa næstu úthlutun, hægt verði að senda inn umsóknir frá og með deginum í dag (5. desember 2023) til og með 15. janúar nk.
14.3. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Verkefnastjóri fer yfir áætlun markaðsmála 2024 og þá þætti í henni sem snúa að menningarmálum.
Á árinu var m.a. farið í vinnu við uppfærslu söguskilta sem verða komin upp fyrir árslok og þá er verið að fara í eitt stærsta heildstæða kynningarverkefnið sem Dalabyggð hefur farið í. Um er að ræða myndatökur, bæði ljósmyndir og upptökur af náttúruperlum, opnum svæðum og frá ferðaþjónum í Dalabyggð ásamt uppsetningu á gagnvirku myndbandi sem nýtist Dalabyggð á ýmsan hátt. Í verkefninu verður áhersla á sögu, menningu og náttúrufegurð.

14.4. 2311012 - Byggðasafn Dalamanna ársskýrsla 2022
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Byggðasafns Dalamanna 2022
Lagt fram til kynningar.
15. 2311004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 142
Samþykkt samhljóða.
15.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð drög að samningi við Arkís arkitektastofu varðandi vinnu við deiliskipulag í Búðardal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við samninginn.
15.2. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Framlögð til afgreiðslu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á lóð íþróttamannvirkja og skólasvæðis í Búðardal.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar, sem felur í sér breytingu á lóðamörkum Miðbrautar 8 og byggingarreits íþróttamiðstöðvar. Frá lóð Miðbrautar 6 og meðfram lóðamörkum Miðbrautar 6B er skilgreindur þjónustuvegur að kjallara íþróttahúss sem aðeins er ætlaður umferð vegna þjónustu við íþróttahúsið.
Fyrir liggur greining á skuggavarpi breyttrar hönnunar íþróttahúss dags. 6.3.2023, sem sýnir að skuggi á jafndægri er lítilsháttar skuggavarp inn fyrir girðingu leikskólalóðar síðdegis, eða um kl. 16:00 við lok skóladags.
Áhrif breytingar eru metin óveruleg á umhverfisþætti og hagsmuni nágranna. Breytingin fær því málsmeðferð sem óveruleg breyting, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna.
15.3. 2312002 - Hamrar, vegagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á aðkomuvegi inn á land Hamra.
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga vegna lagningar á aðkomuvegi inn á land Hamra frá landi Sámsstaða, sbr. erindi umsækjanda dags. 29. nóvember 2023 ásamt afstöðumynd og samþykki eigenda Sámsstaða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Þess verði gætt að raska ekki vistkerfum sem njóta verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
15.4. 2301065 - Ljárskógabyggð
Tillaga að breytingu aðalskipulags lögð fram til afgreiðslu fyrir kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsbreytingin felur í sér breytingar á sveitarfélagsuppdrætti 3/5 og greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin felst í að svæði F-23 sem er austan þjóðvegar færist alfarið vestur fyrir veginn. Umfang frístundasvæðisins minnkar um 33,5 ha, þ.e. úr 56,9 ha í 23,4 ha, en heimilaður fjöldi frístundahúsa innan svæðisins eykst. Hringtákn fyrir stök frístundahús færist til suðurs þar sem nú er frístundahús. Einnig er gert ráð fyrir tveimur nýjum verslunar- og þjónustusvæðum (VÞ18 og VÞ19) fyrir ferðaþjónustu vestan vegar, á samtals 9,8 ha svæði.
Í vinnslu er deiliskipulagstillaga þar sem uppbyggingin verður nánar útfærð og verður deiliskipulagstillagan auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu þegar þar að kemur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur farið yfir vinnslutillöguna og umhverfismat hennar og telur hana lýsa efni breytingar og líklegum áhrifum með fullnægjandi hætti. Nefndin bendir á að lagfæra þarf orðalag í kafla 3 svo ljóst sé að ekki ekki sé fyrirhuguð breyting á reiðleið um svæðið. Í kafla 3 þarf að taka út síðustu setninguna um að legu göngu- og hjólaleið og reiðleið um svæðið verði breytt og í kafla 3.1. undir kaflaheitinu Vegir, götur og stígar, taka út setninguna: „Eingöngu er um að ræða breytta legu göngu-, hjóla- og reiðleiða.“ Skipulagsnefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja vinnslutillöguna til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með áðurnefndum lagfæringum.
15.5. 2312003 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis að Staðarfelli
Framlögð umsókn um breytta notkun húsnæðis að Staðarfelli.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ljúka veitingu leyfisins.
15.6. 2311020 - Staðarfell stofnun og afmörkun lóða
Framlagt bréf frá FSRE varðandi stofnun og afmörkun lóðar úr út ríkisjörðinni Staðarfell, stærð 4000 fm. v/kirkjugarðs.
Nefndin leggst ekki gegn þessari breytingu.
15.7. 2311018 - Umsókn um breytta stærð og nafn í Sælingsdalslandi
Framlagt erindi frá FSRE varðandi breytingu á nafni og stærð á landnúmeri L1337741 þar sem tvö lönd/lóðir hafa sama nafn. Óskað er eftir því að breyta nafni viðkomandi hluta í Sælingsdalsland 2.
Nefndin samþykkir erindið.
15.8. 2311009 - Stafræn húsnæðisáætlun 2023-2033
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni til að hægt sé að fullvinna áætlunina áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Nefndin samþykkir áætlunina og bendir á að hún er hófleg.
Fundargerðir til kynningar
16. 2312004F - Dalaveitur ehf - fundargerð 46.fundar
Fundargerð stjórnar 7.12.2023 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
16.1. 2305019 - Dalaveitur, tillaga að gjaldskrá 2024
Lögð fram til afgreiðslu tillaga að gjaldskrá Dalaveitna, ljósleiðarahluta, fyrir árið 2024.
Stjórn Dalaveitna samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2024. Um er að ræða 8% hækkun á gildandi gjaldskrá.
Dalaveitur ehf - 46.pdf
Mál til kynningar
17. 2301001 - Fundargerðir samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2023
Lagt fram til kynningar.
177 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
18. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 937.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 939..pdf
19. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023
Til máls tóku: Björn Bjarki, Garðar.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 240.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei