Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 51

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.02.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Jón Magnús Katarínusson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Carolin Baare Schmidt og Skjöldur Orri Skjaldarson voru gestir á fundinum undir dagskrárlið 1.
1. 2412027 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2025
Rekstraraðilar Tjaldsvæðis í Búðardal mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
Guðrún Esther Jónsdóttir var gestur á fundinum undir dagskrárlið 2.
2. 2412017 - Árblik 2025
Rekstraraðili Árbliks mætir á fund nefndarinnar og fer yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Guðrún Esther fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
Anna Sigríður Grétarsdóttir var gestur á fundinum undir dagskrárlið 3.
3. 2412026 - Vínlandssetur 2025
Rekstraraðilar Vínlandsseturs mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Anna Sigríður fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
4. 2502007 - Tollamál
Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu um breytingar á tollalögum, nr. 88/2005.
Fyrirhugað að gera breytingar á inntaki c-liðar 5. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar, sem er viðauki við tollalög, nr. 88/2005. Um er að ræða innleiðingu á túlkun Alþjóðatollstofnuninni (WCO) á samhljóða athugasemd í tollanafnaskrá stofnunarinnar.

Er það í andstöðu við úrskurði stofnana og dómsstiga íslenska réttarkerfisins þar sem þegar er búið að úrskurða um tollflokkun hjá Skattinum, í Héraðsdómi (í tvígang), Landsrétti, Hæstiréttur neitað áfrýjun, Endurupptökudómur neitað endurupptöku og íslensk stjórnvöld búin að senda tilkynningu til WCO um að varan flokkist á ákveðinn hátt hérlendis; mjólkurostur getur aldrei flokkast sem jurtaostur.

Samtök landbúnaðar- og matvælaframleiðenda mótmæla harðlega þessum áformum og hafa sent ráðherra bréf þar að lútandi.

Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um helgina að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun jurtaosts til að skoða málið betur í samráði við hagaðila.

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar fagnar ákvörðun ráðherra um að afturkalla áformin og að samráð skuli haft við hagaðila.
Nefndin hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um innlenda framleiðslu.
Mat á áhrifum - 14. mál á þingmálaskrá - 156. löggjafarþing.pdf
Áform um lagasetningu - 14. mál á þingmálaskrá - 156. löggjafarþing.pdf
bref_motmaeli_88-2005_BI_SAFL_SUB_BFB_SAM_SSF.pdf
88_2005_ Tollalög _ Lög _ Alþingi.pdf
5. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í janúar var 4,2% og hækkaði úr 3,8% frá desember.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni í janúar og hækkaði úr 3,7% frá desember.
Á Vesturlandi hækkaði atvinnuleysi úr 3,3% í desember í 3,5% í janúar.
Atvinnulausum fjölgaði í öllum atvinnugreinum í janúar mest í verslun og vöruflutningum.
Alls komu inn 185 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í janúar, þar af 15 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
Janúar_2025_skýrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:38 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei