| |
Fyrir hönd Ungmennaráðs mæta Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Guðmundur Sören Vilhjálmsson á fundinn undir dagskrárlið 1.
| 1. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025 | |
Til máls tóku: Jóhanna, Guðmundur, Einar, Björn Bjarki og Ingibjörg.
Sveitarstjórn þakkar Guðmundi og Jóhönnu fyrir þátttöku á fundinum og verða mál þau sem rædd voru undir liðnum unnin áfram. | | |
|
2. 2504020 - Fjallskil 2025 | |
Til máls tók: Þuríður.
Lagt er til að fundargerðir og álagningarseðlar, fyrir fjallskiladeildir Skógarstrandar, Suðurdala, Hvammssveitar, Fellsstrandar, Skarðsstrandar og Saurbæjar verði samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Í ljósi þess að fundargerð fjallskilanefndar Laxárdals vantar er lagt til að vísa afgreiðslu hennar til byggðarráðs. Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2508004 - Frumvarp til laga um almannavarnir og löggæslumál | |
Til máls tók: Björn Bjarki
Lögð er fram eftirfarandi bókun:
Í umfjöllun um fyrirliggjandi frumvarpsdrög vegna almannavarna segir að eitt meginmarkmið frumvarpsins sé að auka vægi fyrirbyggjandi aðgerða í þeim tilgangi að efla viðbúnað samfélagsins til þess að bregðast við áföllum. Unnt sé að draga verulega úr neikvæðum áhrifum óæskilegra atvika með því að auka áfallaþol samfélagsins og þar skipti fyrirbyggjandi aðgerðir sköpum. Enda er markmið almannavarna að undirbúa, skipuleggja og gera ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, hvort sem það er af völdum náttúruhamfara, heilbrigðisvár, netöryggisógnar, hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum. Í frumvarpsdrögum er áfallaþol skilgreint sem geta kerfis eða samfélags til að forðast, draga úr eða yfirstíga hættuástand með fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum. Að sama skapi eru ómissandi innviðir skilgreindir sem kerfi, eignir, aðstaða, búnaður, net, mannvirki eða þjónusta sem er nauðsynleg til að tryggja grunnþarfir samfélagsins og samfélagið getur ekki verið án í sólarhring eða lengur. Þeir geti verið í eigu eða á forræði opinberra aðila eða einkaaðila. Þann 21. desember 2023 gaf ríkislögreglustjóri út skýrslu sem fjallar um löggæslu í Dalabyggð. Í skýrslunni segir að byggð og landfræðilegar forsendur í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi kalli á staðsetningu lögreglustöðvar í Búðardal eða að Dalabyggð verði skilgreind sem sérstakt varðsvæði með eftirliti á sambærilegum tíma og lögreglustöð væri annars mönnuð. Dalabyggð er landfræðilega stórt sveitarfélag, það liggur á krossgötum þar sem meginæð þjóðvegakerfisins til Vestfjarða liggur um sveitarfélagið og þá má segja að jafnlangt sé til allra næstu þéttbýlisstaða eða ca. 80 km í Borgarnes, Stykkishólm, á Hvammstanga, Hólmavík og að Reykhólum. Fram kemur í skýrslunni að markmið löggæsluáætlunar um viðbragðstíma og krafan um að almenningur njóti eftir því sem hægt er sambærilegrar þjónustu og öryggis hvar sem er á landinu kalli á viðveru lögreglu í Dalabyggð. Það sé einnig liður í að öryggisstig í umdæminu sé ásættanlegt. Náttúruvár kalli einnig á að lögreglustöð sé til staðar í fámennum og landstórum byggðarlögum. Viðvera lögreglumanna á svæðinu sé liður í því að ná markmiðum um lágmarks viðbragðstíma hvað varðar neyðarútköll og lágmarks öryggisstig. Það sé sama hvort rætt sé um lögreglustöð eða sérstakt skipulagt varðsvæði, hvortveggja kalli á álíka fjölda lögreglumanna og þó um sérstakt varðsvæði væri að ræða þyrfti lögreglan að hafa lágmarksaðstöðu á staðnum. Almenningur hefur þær væntingar til lögreglu að hún sé fljót á vettvang þegar fólk er í neyð. Einnig að hún sinni fyrirbyggjandi löggæslu og ræki hlutverk sitt varðandi almannavarnir. Hvað varðar leit og björgun á landi og almannavarnir fer lögreglan með samhæfingarhlutverk viðbragða og oft reynir mjög á að lögreglan sé til staðar í dreifðum byggðum vegna margvíslegra ógna. Þannig sé lágmarksmönnun að mati ríkislögreglustjóra fjórir til níu lögreglumenn í Dalabyggð og krafa um að til staðar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða, bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar og fangaklefi til skammtímavistunar. Í dag hefur lögreglan aðeins til umráða 9,8 m2 skrifstofu í Búðardal og í Dalabyggð starfar einn lögreglumaður í 50% starfi. Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar hér með á dómsmálaráðherra og aðra þá sem fara með málefni lögreglu og almannavarna að beita sér fyrir fjölgun lögreglumanna í Dalabyggð og að uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila fari af stað sem allra fyrst þannig að m.a. lögreglu verði búin viðunandi starfsaðstaða í Dölum.
Samþykkt samhljóða. | 2025, 21.ágúst, bókun-almannavarnir-löggæslumál.pdf | umsogn_dalabyggd_almannavarnir_ágúst 2025..pdf | Löggæsla í Dalabyggð, skýrsla ríkislögreglustjóra 21.desember 2023.pdf | | |
|
4. 2412002 - Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 | |
Til máls tóku: Skúli, Björn Bjarki.
Samþykkt með 6 atkvæðum (EJG, ÞJS, EIB, GFV, GK, IÞS). Einn sat hjá (SHG). | | |
|
8. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð | |
Til máls tók: Skúli.
Samþykkt samhljóða. | SAMÞYKKT um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð_fyrri-umræða.pdf | | |
|
| |
9. 2507001F - Byggðarráð Dalabyggðar - 338 | Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | 9.1. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar Staðfest. | 9.2. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 Sveitarstjóra falið að leggja drög að vinnufundi sveitarstjórnar í byrjun september.
Byggðarráð leggur til að stuðst verði við minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og að álagningarstuðull fasteignagjalda haldi sér.
Samþykkt. | 9.3. 2505011 - Sameiningarviðræður Sveitarfélögin munu funda með sveitarstjórnum, fulltrúum fastanefnda og starfsfólki 26. ágúst nk. auk þess sem íbúafundir verða haldnir í haust. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna fyrri hluta desember 2025. | 9.4. 2506018 - Umsókn um lóð í Lækjarhvammi | 9.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 9.6. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 Niðurstaða samtals við stjórn Umf. Stjörnunnar er að Félagsheimilið Tjarnarlundur verði sett í opinbert söluferli.
Sveitarstjóra falið, í samráði við formann Umf. Stjörnunnar, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 9.7. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025 Farið yfir fyrirliggjandi drög að útboðsgöngum. Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og fyrirliggjandi breytingar. | 9.8. 2507005 - Ágangur búfjár í þéttbýli Borið hefur á ágangi búfjár í þorpinu í sumar. Íbúar hafa sent ábendingar á skrifstofu sveitarfélagsins og hefur verið reynt að bregðast við þeim með ýmsum úrræðum á tímabilinu, í samræmi við ábendingar hverju sinni. Því miður hafa gripir fundið leiðir til að komast ítrekað innfyrir að nýju. Nýjustu aðgerðir verða vonandi til þess að þorpið haldist fjárlaust fram á haustið. Við þurfum í sameiningu að sporna við því að búfénaður komist inn í þorpið, er í því tilliti m.a. biðlað til íbúa að loka hliðum við ristarhlið á eftir sér svo þau standi ekki opin í lengri tíma. Eins er því beint til íbúa að ábendingar vegna atriða sem bregðast þarf við, þurfa að berast skrifstofu sveitarfélagsins til að hægt sé að bregðast við þeim, það má gera með tölvupósti, símleiðis eða með því að koma við á opnunartíma. | 9.9. 2412002 - Beiðni um leyfi fyrir slitum húsnæðissjálfseignarstofnunar Byggðarráð samþykkir að farið sé í slit á húsnæðissjálfseignarstofnuninni Bakkahvammi þar sem hlutverki stofnunarinnar er lokið og það á engar eignir. | 9.10. 2506009 - Aðalfundur Leigufélagsins Bríetar ehf 2025 Samþykkt. | 9.11. 2508005 - Frístundahús að Laugum í Sælingsdal Sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Samtal verði tekið við meðeiganda. | 9.12. 2508002 - Dalaveitur ársreikningur 2024 Hagnaður varð á rekstri félagins á árinu 2024 að fjárhæð 29,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi (Árið 2023 var tap að fjárhæð 10,1 millj. kr.) og eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 13,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi (Árið 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 43,6 millj. kr.). Vísað er til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum. | 9.13. 2508010 - Beint frá býli dagurinn 2025 á Vesturlandi Byggðarráð samþykkir að styðja við Beint frá býli daginn með því að koma að kynningarmálum vegna dagsins. Þannig verður viðburðinum komið á framfæri á miðlum sveitarfélagsins. | 9.14. 2507002 - Fundir Dalagistingar 2025 Lagt fram til kynningar. | 9.15. 2508004 - Frumvarp til laga um almannavarnir Sveitarstjóra falið að að ganga frá umsögn og skila í Samráðsgátt. | | |
|
10. 2506006F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 143 | Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 2.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | 10.1. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 | 10.2. 2508006 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2025-2026 Ljóst er að óbreyttu verður ekki boðið upp á glímuæfingar í vetur skv. upplýsingum frá forráðamönnum glímufélagsins en vonandi rætist úr ef þjálfari fæst. Varðandi starf Íþróttafélagsins Undra er stefnt að því að geta boðið upp á fimleika, handbolta, badminton og fótbolta og eins hlaupanámskeið fyrir 18 ára og eldri á vegum Undra. Hestamannafélagið Glaður er að undirbúa starfið, stefnt er að því að Knapamerki 2 fari af stað fyrir áramótin, annað mun skýrast þegar kemur inn í veturinn. Varðandi skátastarfið þá er stefnt að því að starfið verði með líkum hætti og sl. ár. Ungliðadeild Björgunarsveitarinnar er í skoðun.
Stefnt er að markvissri þátttöku samfélagsins á tímabilinu 23. september til 15. október og verður það skipulag kynnt síðar.
Af ofantöldu má sjá að tómstundastarf er í miklum blóma í Dalabyggð.
| 10.3. 2508007 - Ungmennaráð 2025-2026 | 10.4. 2304021 - Auðarskóli skólareglur Rætt um framkomin uppfærð drög að skólareglum sem nú eru í meðferð starfsmanna skólans. Umræðum verður fram haldið á næsta fundi fræðslunefndar. | 10.5. 2508008 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2025-2026 Í grunnskólanum í vetur verða 67 nemendur. Heildar stöðugildi kennara eru 8,15 sem 12 starfsmenn skipta með sér. Skólastjóri fór yfir annað starfsmannahald og verkaskiptingu þar. Skólastjóri kynnti að skólinn er nú full mannaður og er nú unnið að skipulagi skólastarfsins eftir að starfsmenn komu til starfa 15. ágúst sl. Rætt um stefnur og reglur varðandi starfsmannahald sveitarfélagsins í heild sinni og upplýsti sveitarstjóri um að stefnt er að því að ná öllum starfsmönnum sveitarfélagsins saman á vinnufund þessu verkefni tengdu. Skólastjóri kynnti öll þau verkefni sem fram undan er á komandi skólaári og ljóst að margt er í pípunum í skólastarfinu. Uppfært skóladagatal samþykkt með áorðnum breytingum. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leiti reglur um atvinnutengt nám. Skólaþing verður haldið fimmtudaginn 28.ágúst kl. 17:30 og verður haldið í Dalabúð. Verður skólaþingið kynnt á vef skólans og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins þegar nær dregur. | 10.6. 2508009 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2025-2026 18 börn eru í leikskólanum nú eftir sumarlokun en frá og með september verða þau 20. og svo 22 í október. Fjöldi starfsmanna er 9 en stöðugildin eru rúmlega 7. Skólastjóri kynnti að leikskólinn er nú full mannaður. | | |
|
11. 2505003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 157 | Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | 11.1. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar Nefndin býður Viðar Þór Ólafsson velkominn sem aðalmann og var hann kosinn varaformaður. | 11.2. 2406033 - Svæðisskipulag Vestfjarða Nefndin gerir ekki athugasemdir að svo stöddu, en vekur athygli á að Vestfjarðaleiðin nær að mörkum þjóðvegar 60 og hringvegar 1. Nefndin áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum. | 11.3. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023 Nefndin tekur undir sjónarmið eiganda Búðarbrautar 8 og samþykkir að halda byggingarreit fyrir bílskúr óbreyttum, en lagfæra þarf lóðaleigusamninginn í samræmi við nýja skipulagið. | 11.4. 2508011 - Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða - umhverfismatsskýrsla Nefndin bendir á að virkjunaráformin eru ekki innan rammaáætlunar og því ekki í sjónmáli að verkefnið verði að veruleika að mati nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra falið að taka saman umsögn í anda umræðunnar á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir framlengingu á fresti til að skila inn umsögn til og með 12.september n.k. | 11.5. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á deiliskipulagi Nefndin samþykkir breytingu á staðsetningu bátaskýlis, í kjölfar athugasemda Skipulagsstofnunar. | 11.6. 2507006 - Umsókn um byggingarleyfi - Gamli skóli, Gistiheimili Ólafsdal. Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um samræmi við deiliskipulag og að öll leyfi séu fyrirliggjandi. | 11.7. 2508001 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 2 gistiskálum að Ljárskógum 26 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að öll gögn liggi fyrir. | 11.8. 2506012 - Umsókn um byggingarleyfi í landi Sælingsdalstungu Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að áformin standist deiliskipulag og að öll gögn liggi fyrir. | 11.9. 2507007 - Umsókn um breytta notkun á mannvirki í landi Hamra. Nefndin gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu og felur byggingarfulltrúa að afgreiða það í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar. | 11.10. 2507008 - Umsókn um stöðuleyfi og flutning á sumarhúsi að Litla Múla Nefndin samþykkir stöðuleyfi til allt að 12 mánaða. | 11.11. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri Nefndin áréttar fyrri ákvörðun og hafnar erindinu. | 11.12. 2508003 - Erindi til lýðheilsufulltrúa og umhverfis- og skipulagsnefndar Nefndir þakkar erindið og leggur fyrir lýðheilsufulltrúa og verkstjóra áhaldahúss að útfæra staðsetningu bekkja. | 11.13. 2505016 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 Samþykkt | | |
|
12. 2501004 - Fundargerðir Fasteignafélagsins Hvamms 2025 | Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | Fjárfestingarfélagið Hvammur ehf 2025-06.06..pdf | Fjárfestingarfélagið Hvammur ehf 14.08.25..pdf | | |
|
| |
13. 2508013 - Samstarfsyfirlýsing á milli Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og SSV | |
Til máls tók: Björn Bjarki, Einar
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | Samstarfsyfirlýsing.pdf | | |
|
14. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók: Björn Bjarki.
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | 258. fundur, 21. ágúst 2025.pdf | | |
|
Ragnheiður Pálsdóttir verður því 3. varamaður í sveitarstjórn og þau sem á eftir koma raðast í samræmi við það.
Viðar Þór Ólafsson kemur inn sem aðalmaður í umhverfis- og skipulagsnefnd í stað Jón Egils Jónssonar.
Baldvin Guðmundsson verður þannig 1. varamaður og aðrir varamenn raðast eftir því.
Því er beint til umhverfis- og skipulagsnefndar að kjósa nýjan varaformann nefndarinnar.