Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 330

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.12.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 1.
1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins.

Minnisblað umsjónarmanns framkvæmda vegna kostnaðar við þrif á götum, ýtingu á jarðvegstipp og upplýsingarskiltis við verkstað lagt fram.

Umsjónarmaður framkvæmda fór yfir stöðu verkefnisins. Stefnt er að því að halda áfram að steypa til 20. desember og halda síðan áfram eftir áramót. Ekki hafa komið fram tilvik sem seinka verkinu í heild sinni.

Varðandi kostnað við þrif á götum, ýtingu á jarðvegstipp og gerð upplýsingaskiltis við verkstað þá samþykkir byggðarráð framkomna tillögu verkefnastjóra að skiptingu kostnaðar.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 2.
2. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Framlagt minnisblað umsjónarmanns framkvæmda um viðmið vegna sorphirðu í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu þar sem lagt er til að viðmið og krafa um sorpílát verði óbreytt í Búðardal en í dreifbýli verði miðað við fasta búsetu, heilsárs eða meirihluta ársins. Embættismenn sveitarfélagsins meti þetta eftir atvikum og styðjist m.a. við skráð lögheimili. Fasteignaeigendur geti skilað inn ílátum sé búseta sannarlega fallin niður. Breytt gjaldtaka miðist við tímabilið þegar ílát hafa verið afhent eða fjarlægð af staðnum.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað_2024-11-12_sorphirða í dreifbýli.pdf
3. 2410015 - Urðunarstaður á Höskuldsstöðum - Áhættumat og viðbragðsáætlun
Lagt er fram uppfært áhættumat og viðbragðsáætlun fyrir urðunarstað á Höskuldsstöðum ásamt umhverfismarkmiðum.
Framlagt
Höskuldsstaður Urðun Áhættumat 2.utg 17102024..pdf
Umhverfismarkmið urðunarstaðar Höskuldsstöðum 2024..pdf
4. 2411010 - Erindi til félagsmálanefndar 11.11.2024
Félagsmálanefnd Dalabyggðar tók fyrir erindi frá formanni félags eldri borgara á fundi sínum sem haldinn var 12. nóvember sl. og vísaði til umfjöllunar í byggðarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
Málið rætt.
5. 2411015 - Málefni Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs
Rætt um stöðu mála.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málefnum brunavarna í Dalabyggð í samræmi við umræður á fundinum.
6. 2411023 - Leyfi, umsögn vegna flugeldasýningar og brennu 2024
Lögð fram ósk um umsögn um vegna flugeldasýningar og brennu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um leyfi vegna flugeldasýningar og brennu.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 7.
7. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Rætt um samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð og fyrirkomulag hennar í framhaldi af umræðum á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að samþykkt um gatnagerðargjald í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða.
SAMÞYKKT um gatnagerðargjald í Dalabyggð_tilb.pdf
8. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Á síðasta fundi Byggðarráðs voru afgreiddar gjaldskrár fyrir:
Útsvar og fasteignagjald, gjaldskrá fyrir geymslu að Fjósum, gjaldskrá félagsheimila, gjaldskrá Auðarskóla, gjaldskrá um leigu beitar- og ræktunarlands, gjaldskrá hafna, gjaldskrá fráveitu, gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps, gjaldskrá Héraðsbókasafns Dalabyggðar og gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar.

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa var frestað en er hérna lögð fram. Tekið er mið af 13,5% hækkun á gjaldskrá Sorpurðunar Vesturlands fyrir gjaldskrá 2025 í Dalabyggð.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmdar-, skipulags- og þjónustugjöld 2025 tekur mið af byggingarvísitölu í nóvember 2024 (grunni 2009) sem er 193,2 stig.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir hitaveitu á Laugum lögð fram.
Samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá fyrir þjónustu skrifstofu Dalabyggðar er lögð fram og lagt til að hún taki mið af sambærilegum kostnaði í gjaldskrá Auðarskóla.
Samþykkt samhljóða

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald og annað gæludýrahald var frestað. Verið er að skoða möguleika á að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fari fyrir sameiginlegri samþykkt á Vesturlandi.
Lagt er til að fresta afgreiðslu að sinni, samþykkt samhljóða.

Nauðsynleg vísitala er ekki komin fyrir gjaldskrá slökkviliðs og því er lagt til að fresta afgreiðslu þeirrar gjaldskrár.
Samþykkt samhljóða.
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir lið 9.
9. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Á 251. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var Fjárhagsáætlun 2025 - 2028 vísað til seinni umræðu. Farið yfir stöðu mála og þær breytingar sem orðið hafa í kjölfar vinnu á milli umræðna og íbúafunda sem haldnir voru þann 3. desember sl.
Byggðarráð þakkar starfsmönnum Dalabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna.
Byggðarráð samþykkir að beina fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 til 2028 til seinni umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2025-2028 Síðari umræða.pdf
Íbúakynning_3_desember_2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei