Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 139

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.08.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308006 - Hreinsistöð í Búðardal, breyting á aðalskipulagi
Framlögð tillaga að óverulegri aðalskipulagsbreytingu vegna hreinsistöðvar í Búðardal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að iðnðarsvæði I-6 sem ætlað er fyrir skólphreinsistöð á Búðardal er færð til norðurs og stækkað í 0,1 í 0,14 ha. Breytingin er gerð til að draga úr mögulega neikvæðum áhrifum á útsýni og fella hreinsistöð betur að landslagi. Umfang breytingar er óverulegt og hefur áhrif á fáa. Áhrif breytingar eru metin óverulega á náttúrulega og efnahagslega þætti en talin jákvæð á samfélag vegna þess að dregið er úr sýnileika frá íbúðarbyggð.
2. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar
Auglýsingafrestur vegna deiliskipulags Áarlands á Skarðsströnd er nú liðinn.
Tillaga að Deiliskipulagi Áarlands á Skarðsströnd var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdarfresti til 18. Júlí 2023. Athugaaemdir bárust frá Hilmari Jóni Kristisnsyni, tölvupóstur dags. 2. maí 2023. Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni dags. 6. júní 2023, Veiðifélagi Krossár dags. 29. júní 2023, Hafrannsóknarstofnunar dags. 6. júlí 2023 og Umhverfisstofnunar dags. 12. júlí 2023. Í áðurnefndum umsögnum þessara aðila eru ekki gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Samráð var haft við Slökkviliðsstjóra Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og kom hann á framfæri leiðbeiningum um brunavarnir.

Í athugasemdum Hilmars Jóns Kristinssonar er eftirfarandi athugasemdir gerðr:
a) Kallað eftir umfjöllun Fiskistofu um möguleg áhrif á laxveiði í Krossá.
a. Fyrir liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar þar sem lagt er mat á möguleg áhrif tillögu og niðurstaðan að uppbygging skv. tillögu sé hvorki líkleg til að hafa neikvæð áhrif á laxfiska né trufla aðgengi veiðimanna að ánni.
b) Spurt hvort landeigendur geti farið í verulegt skógarhögg eða eyðileggingu skógar vegna uppbyggingar frístundabyggðar án nokkura leyfa.
a. Ekki er talið líklegt að uppbygging kalli á verulegt skógarhögg. Um þetta gilda ákvæði laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019. Felling skóga er háð leyfi Skógræktarinnar.
c) Kallað eftir skoðun slökkviliðsstjóra á brunavörnum.
a. Um er að ræða gamla frístundabyggð sem er í samræmi við eldra skipulag. Gamla skipulagið verður fellt úr gildi við gildistöku þess nýja. Nýja skipulagið kveður á um snúningsplön við enda botnlanga til að auðvelda meðal annars viðbragðsaðilum að snúa við. Enn fremur er tryggt aðgengi að slökkvivatni allt árið í Krossá. Haft hefur verið samráð við slökkvistjóra.
d) Vegur sem liggur fram á Villingadal verði óhindraður með öllu. Það er krafa meirihlutaeigenda Villingadals, eigendur Skarðs, geti farið óhindrað fram á Villingadal, hvort sem það er farið er á vélknúnu ökutæki, hestum, fótgangandi eða með öðrum hætti. Auk þess sem greið leið og óhindruð fyrir þá sem þurfa stunda smalamennskur. Ristahlið sem lögð eru oft í vegstæði verði ekki leyfð undir neinum kringumstæðum á þessari leið fram á Villingadal.
a. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er ekki verið að loka á aðgengi um veginn og því telur nefndin ekki vera forsendur til að breyta eða setja frekari skipulagsskilmála um aðgengi.
e) Minnt á gamlan orðróm um miltisbrand á svæðinu. Hross hafi verið grafin fram með Villingadal en staðsetning óþekkt.
a. Ekki eru taldar forsendur til að breyta eða setja skipulagsskilmála um uppbyggingu á svæðinu byggt á þessum orðróm.

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur framkomnar umsagnir og athugasemdir ekki kalla á breytingar á auglýstri tillögu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hana sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og fela skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Kynnt tillaga að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í landi Ljárskógabyggðar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita landeiganda heimild til að vinna deiliskipulagstillögu sbr. 38 gr. skipulagslaga en bendir á að svæðið liggur að verndarsvæði Breiðafjarðar og uppfyllir ekki ákvæði um lágmarksfjarlægðir frá vegi og/eða sjó. Deiliskipulagsáformin eins og þeim er lýst í skipulagslýsingu kalla á gerð aðalskipulagsbreytinga og skal landeigandi bera allan kostnað af vinnslu hennar ef til kemur. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulagslýsing verði kynnt sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
LSK 20230815 Skipulagslýsing.pdf
4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Rætt um stöðu deiliskipulags á einstaka svæðum innan Búðardals, bæði m.t.t. íbúðarhúsalóða og þjónustustarfsemi.
Skoðaðir möguleikar á staðsetningu fyrir fleiri rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar.

Nefndin hvetur til þess að ráðist verði í deiliskipulagsgerð fyrir Búðardal og næsta nágrenni, þar sem horft verði til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, sem og rafhleðslustöðva.
5. 2307002 - Umsókn um byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að klára málið.
6. 2308007 - Söfnunarstöð í Búðardal
Rætt um söfnunarstöð/gámasvæði í Búðardal, þ.m.t. nytjagám og umgengni um þann þátt starfsseminnar.
Nefndin ræddi málefnið og það verður rætt áfram.
7. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2024 til 2027.
Nefndin telur að skoða þurfi gildandi deiliskipulög í framhaldi af nýju aðalskipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei