Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 38

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
13.05.2024 og hófst hann kl. 17:15
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Framlögð drög að dagskrá bæjarhátíðar. Unnið áfram.
Unnið áfram að dagskránni.
Ítrekað verður við rekstraraðila varðandi þátttöku í dagskránni.
Verið að staðfesta tímasetningar á viðburðum.
2. 2403013 - 17. júní 2024
Verkefnastjóri átti fund með mögulegum þátttakendum í hátíðarhöldunum. Drög að dagskrá lögð fyrir nefndina.
Unnið áfram að dagskrá í samstarfi við félög í héraði.
3. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm
Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir frekari upplýsingum um sýninguna:
Um er að ræða veggi með öllu fræðsluefninu á og á þeim eru gluggar með sýningarhlutum, c.a. 8 - 10 gluggar, þar af tveir video gluggar með viðtölum frá RUV (Gísla Einars).
Herbergið sem hýsir sýninguna er um 15 - 20fm og veggirnir ná frá gólfi til lofts á þrjá vegu.
Þjóðminjasafnið á sýninguna sjálfa en William Short gæti átt einhverja af sýningargripunum skv. upplýsingum sem bárust.
Annars er sýningin þannig að hægt er að vera með færri gripi eða aðra, en núna eru, því þeir eru aðalllega til skýringa og fræðsluefnið er á veggjunum.

Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að hún verði tekin heim. Unnið verður að því að finna henni stað í héraði.
299716835_10159460137333303_4869815592816703281_n.pdf
278644453_5212516275469842_7120901837016168106_n.pdf
279115070_5212515835469886_899099011559332050_n.pdf
279381357_5212516062136530_1003507886501120848_n.pdf
4. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024
Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu og uppbyggingu sögustaða.
Verkefnastjóra falið að ganga frá umsögninni og skila henni inn.
thingsalyktun_sogustadir_1388_941.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei