Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 52

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.03.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri .
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Margrét Björk Björnsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands var gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 1.
Auk nefndarinnar sátu undir dagskrárliðnum: Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri DalaAuðs, Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda, Viðar Þór Ólafsson verkstjóri áhaldahúss og varamaður í Umhverfis- og skipulagsnefnd og Þuríður Sigurðardóttir fulltrúi í sveitarstjórn Dalabyggðar.
1. 2501038 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2025
Markaðsstofa Vesturlands kemur í heimsókn.
Nefndin þakkar Margréti fyrir komuna og kynningu á starfsemi Markaðsstofu Vesturlands.
Gestir viku af fundi.
Linda Guðmundsdóttir var gestur nefndarinnar undir dagskrárlið 2.
2. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur fyrir fundinn og fer yfir stöðuna.
Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs.
Ársskýrsla DalaAuðs 2024 hefur verið birt á heimasíðu Byggðastofnunar og hægt að nálgast hana á heimasíðu Dalabyggðar.
Mál til kynningar
3. 2503007 - Átak í leit og nýtingu jarðhita
Átakið beinist að leit og nýtingu jarðhita á svo nefndum köldum svæðum, þar sem húsnæði er hitað með rafmagni eða olíu. Í dag eru yfir 90% íslenskra heimila með aðgang að jarðhitaveitu, en þau 10% sem ekki hafa aðgang að jarðhitaveitu þurfa ýmist að hita heimili sín með rafmagni eða olíu. Kynningarfundur var haldinn 13. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Jarðhiti jafnar leikinn.pdf
4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 4,3% og hækkaði úr 4,2% frá janúar.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni í febrúar og stóð í stað frá janúar.
Á Vesturlandi lækkaði atvinnuleysi úr 3,5% í janúar í 3,3% í febrúar.
Atvinnulausum fjölgaði í nokkrum atvinnugreinum í febrúar, mest í verslun og vöruflutningum. Atvinnulausum fækkaði líka í nokkrum atvinnugreinum en mest þó í gistiþjónustu.
Alls komu inn 275 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í febrúar, þar af 8 á Vesturlandi.

Lagt fram til kynningar.
Febrúar_2025_skýrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:41 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei