Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 332

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.02.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2502010 - Erindi vegna afnota af húsnæði, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 11.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Guðni Geir Einarsson, Aðalsteinn Þorsteinsson, Árni Sverrir Hafsteinsson og Sigrún Dögg Kvaran frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga komu fyrir fundinn undir dagskrárlið 1 í gegnum fjarfundabúnað.
1. 2502009 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú fyrir frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Byggðarráð þakkar fyrir kynningu Jöfnunarsjóðs og felur sveitarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum.
Fjárhagsleg áhrif frumvarps 14.2.25.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Þór Ólafsson verkstjóri áhaldahúss komu inn á fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.
Staða mála rædd.
3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 - 2028 var afgreidd var eftirfarandi tillga samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að sveitarstjóra verði falið að hefja undirbúning að frekari sölu eigna Dalabyggðar á árinu 2025. Þær eignir sem um er að ræða eru t.a.m. félagsheimilið Tjarnarlundur, sem byggðarráð hefur þegar fjallað um á fundi sl. sumar, félagsheimilið Árblik og sumarhúsalóðir að Laugum í Sælingsdal svo dæmi séu tekin. Horft verði til þeirra skylduverkefna sem sveitarfélögum ber að sinna við ákvörðun um eignarhald og sölu einstakra eigna út úr eignasafni sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri hafi samráð við byggðarráð og meðeigendur Dalabyggðar þar sem við á varðandi ferli máls hvað einstaka eignir varðar."

Í ljósi ofangreindrar samþykktar þá er óskað eftir heimild byggðarráðs til að hefja söluferli á Félagsheimilunum Tjarnarlundi og Árbliki og sumarhúsalóðum að Laugum í Sælingsdal. Haft verði samráð við meðeigendur Dalabyggðar þar sem við á.

Staða mála rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og lítilsháttar breytingar á skipuriti Dalabyggðar
Unnið áfram að nýju skipuriti sem kynnt verði á næsta fundi byggðarráðs.
5. 2502004 - Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna 2024
Kynnt tillaga að varúðarniðurfærslu viðskiptakrafna verði hækkuð um 1,3 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi viðskiptakrafna í lok árs 2024.

Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði lækkuð um 2 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi skattkrafna í lok árs 2024.

Samþykkt samhljóða.
6. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Umræðu og afgreiðslu að tillögu að uppfærðri samþykkt um gæludýrahald var vísað til byggðarráðs á 253. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 13. febrúar sl.
Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
7. 2502003 - Umsókn vegna styrkvega 2025
Kynnt tillaga að umsókn Dalabyggðar í styrkvegasjóð 2025.
Samþykkt samhljóða
8. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024
Kynnt staða mála á vinnu við gerð uppgjörs fyrri árið 2024.
Staða mála kynnt.
9. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023
Rætt um næstu skref varðandi skýrslu starfshóps Dalabyggðar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra m.t.t. einstakra þátta hennar.

Jafnframt framlagt erindi frá eigendum Vígholtsstaða, Húsholts og Melholts í Dalabyggð þar sem lýst er vilja eigenda fyrrgreindra jarða og lóða til samstarfs um leit að heitu vatni með vísan í ofangreinda skýrslu og þann kafla hennar sem fjallar um jarðhitaleit.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila og aðra hagaðila með fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
10. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Rætt um áherslur fyrir uppfærslu fjallskilasamþykktar Dalabyggðar
Byggðarráð leggur til að unnin verði drög að fjallskilasamþykkt fyrir næsta sveitarstjórnarfund sem síðan verði sett í samráðsferli.
11. 2502010 - Erindi vegna afnota af húsnæði
Borist hefur erindi frá Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi varðandi afnot af húsnæði til félagsstarfs.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Sveitarstjóra falið að koma með tillögu að nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Miðbraut 11 fyrir byggðarráð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:19 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei