Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 151

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
30.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Kristján Ingi Arnarsson embættismaður, Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, Umsjónarmaður framkvæmda


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2410028 - Umsókn um byggingarleyfi að Staðarfelli
Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurgerð gamla húsmæðraskólans á Staðarfelli auk viðbyggingar og lyftu- og stigahúsi.
Nefndin fagnar erindinu og felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir sóknarnefnd og ábúanda á Staðarfelli. Komi ekki athugasemdir felur nefndin byggingarfulltrúa að veita leyfið að uppfylltum formsatriðum.
2. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2024
Framlagðar tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga:
Skipulagssvæðið norðan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillögurnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
3. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Drög að uppfærðum gjaldskrám úrgangsmála og veitna til kynningar.
Til kynningar.
4. 2410029 - Samþykkt um gatnagerðargjöld í Dalabyggð
Drög að uppfærðri samþykkt vegna gatnagerðargjalda til kynningar.
Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei