| |
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir lið 1 og kynnti jafnframt ársreikning Dalabyggðar 2024.
| 1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024 | |
Til máls tóku: Ingibjörg, Haraldur, Björn Bjarki.
Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2024 námu 1.204 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.140 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,97% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk en lögbundið hámark þess flokks er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess flokks er 1,65%. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 46 millj. kr., rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.060 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 924 millj. kr.
Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða. | Ársreikningur Dalabyggð 2024.pdf | Dalabyggð - Sundurliðunarbók.pdf | | |
|
2. 2406000 - Forvarnarmál | |
Samþykkt samhljóða. | Forvarnastefna Dalabyggðar 2025 - 2027.pdf | | |
|
|
4. 2410009 - Fjallskilasamþykkt | |
Til máls tók: Garðar.
Lagt til að sveitarstjóri boði til fundar með fjallskiladeildum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2502004 - Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna v/2024 | |
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2301065 - Ljárskógarbyggð | |
Til máls tók: Guðlaug.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
7. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri | |
Til máls tók: Guðlaug.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
8. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi | |
Til máls tók: Guðlaug.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| |
9. 2501002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 332 | Lagt fram til kynningar. | 9.1. 2502009 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Byggðarráð þakkar fyrir kynningu Jöfnunarsjóðs og felur sveitarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum. | 9.2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024 Staða mála rædd. | 9.3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028 Staða mála rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. | 9.4. 2301067 - Starfsmannamál Unnið áfram að nýju skipuriti sem kynnt verði á næsta fundi byggðarráðs. | 9.5. 2502004 - Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna 2024 Samþykkt samhljóða. | 9.6. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. | 9.7. 2502003 - Umsókn vegna styrkvega 2025 Samþykkt samhljóða | 9.8. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024 Staða mála kynnt. | 9.9. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023 Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila og aðra hagaðila með fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. | 9.10. 2410009 - Fjallskilasamþykkt Byggðarráð leggur til að unnin verði drög að fjallskilasamþykkt fyrir næsta sveitarstjórnarfund sem síðan verði sett í samráðsferli. | 9.11. 2502010 - Erindi vegna afnota af húsnæði Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Sveitarstjóra falið að koma með tillögu að nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Miðbraut 11 fyrir byggðarráð. | | |
|
10. 2503005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 333 | Lagt fram til kynningar. | 10.1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024 Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferð ársreiknings á fundinum.
Byggðarráð samþykkir ársreikning 2024 fyrir sitt leiti og vísar honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
11. 2501003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 138 | Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 5.
Lagt fram til kynningar. | 11.1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 Skólastjóri fór yfir stöðu mála í skólastarfinu. Varðandi reglur um móttöku fósturbarna þá samþykkir fræðslunefnd að fela verkefnastjóra fjölskyldumála og skólastjóra að vinna tillögu að uppfærðum reglum fyrir næsta fund fræðslunefndar m.t.t. umræðna á fundinum. | 11.2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 Skólastjóri kynnti hvernig verið er að koma upplýsingum um stöðu gæðaviðmiða skólans á framfæri á heimasíðu Auðarskóla. Einnig kynnti skólastjóri að bætt hefði verið í upplýsingagjöf í fréttabréfi til foreldra. | 11.3. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025 Fram kom að ekki er í gildi samræmd skólanámskrá tónlistarskóla í landinu og það verið svo í töluverðan tíma. Rætt um möguleika þess að bjóða upp á einhverskonar opið nám fyrir yngstu nemendur í tónlist þannig að þeir gætu prófað fleiri en eitt hljóðfæri. Skólastjóri og kennarar taka jákvætt þess konar útfærslu og munu koma því á framfæri. Rætt um hljóðfærakost skólans t.a.m. er flygill orðinn mjög lúinn. Fara þarf yfir þau mál sem og aðstöðu til að færa hljóðfærin. Einnig rætt um þann möguleika að bjóða upp á nám fyrir fullorðna. Í tónlistarskólanum núna eru í kringum 40 nemendur. Fræðslunefnd þakkar þeim Sigurbjörgu og Ólafi fyrir gott samtal. | 11.4. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti yfirlit yfir þá tengiliði sem komnir eru varðandi farsæld barna í Dalabyggð og hvernig fyrirhugað er að halda á málum varðandi kynningu og fleira á næstunni. | 11.5. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran Lýðheilsufulltrúi og skólastjóri fóru yfir hvernig fyrirhuguð er starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir miðstig og elsta stig. Á áætlun er að hefja starfið á næstunni og verður frekari tímasetning og útfærsla kynnt fyrir nemendum og foreldrum. | 11.6. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal Rætt um akstur framhaldsskólanemenda í MB. Fræðslunefnd samþykkir að kynna núverandi fyrirkomulag og kalla jafnframt eftir því hvort nemendur óska eftir akstri í MB á næsta skólaári. | | |
|
12. 2502004F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 51 | Lagt fram til kynningar. | 12.1. 2412027 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2025 Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025. | 12.2. 2412017 - Árblik 2025 Guðrún Esther fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025. | 12.3. 2412026 - Vínlandssetur 2025 Anna Sigríður fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025. | 12.4. 2502007 - Tollamál Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um helgina að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun jurtaosts til að skoða málið betur í samráði við hagaðila.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar fagnar ákvörðun ráðherra um að afturkalla áformin og að samráð skuli haft við hagaðila. Nefndin hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um innlenda framleiðslu. | 12.5. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025 Lagt fram til kynningar. | | |
|
13. 2502006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 52 | Lagt fram til kynningar. | 13.1. 2501038 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2025 Nefndin þakkar Margréti fyrir komuna og kynningu á starfsemi Markaðsstofu Vesturlands.
| 13.2. 2404001 - DalaAuður - staða mála Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs. Ársskýrsla DalaAuðs 2024 hefur verið birt á heimasíðu Byggðastofnunar og hægt að nálgast hana á heimasíðu Dalabyggðar. | 13.3. 2503007 - Átak í leit og nýtingu jarðhita Lagt fram til kynningar. | 13.4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025 Lagt fram til kynningar. | | |
|
14. 2502001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 154 | Lagt fram til kynningar. | 14.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal Nefndin fór yfir athugasemdir og fól skipulagsfulltrúa að fullvinna breytingar og funda með eigendum þar sem það á við og gera skipulagið tilbúið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar. | 14.2. 2301065 - Ljárskógarbyggð Nefndin samþykkir framlagða tillögu skv. 3. mgr. 41. greinar Skipulagslaga, með eftirfarandi breytingum:
1. Við framlagt deiliskipulag verði bætt tveimur íbúðarhúsalóðum.
2. Í athugasemdum við auglýsta tillögu kemur fram að endurskoðun friðunarákvæða Breiðafjarðar standi yfir og geti það haft áhrif á kvaðir á eigendur þeirra lóða sem til verða.
3.Nefndin tekur undir með tillögu Glaðs um að gera ráð fyrir reiðvegi um fjöru, í norðurátt frá réttinni, inn að fjarðarbotni. | 14.3. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri Nefndin bendir á að rúm 2 ár eru frá því að síðast féll úr gildi framlenging á stöðuleyfi. Ljósabúnaður hefur ekki verið í lagi, nema hluta þess tíma. Hætta getur skapast af ljóslausu mastri og nefndin telur að nauðsynlegt sé að fjarlægja þau hið fyrsta.
Nefndin samþykkir því ekki áframhaldandi stöðu mastranna og beinir staðfestingu á því til sveitarstjórnar. | 14.4. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi Nefndin ræddi fram komnar athugasemdir og drög að viðbrögðum. Skipulagsfulltrúa falið að klára viðbrögð í anda umræða á fundinum og leggja erindið þannig fyrir sveitarstjórn. | 14.5. 2502012 - Umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 22 Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna og að veita leyfið. | | |
|
15. 2503001F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 74 | Lagt fram til kynningar. | 15.1. 2501031 - Félagsmál 2025 Rætt um stöðu barnaverndarmála sem Dalabyggð er nú með tímabundna heimild til reksturs málaflokksins. Viðræður við Akraneskaupstað um umsjón þessa málaflokks hafa nú runnið sitt skeið.
Rætt um væntanlega yfirtöku ríkisins á málefni tengdum börnum með fjölþættan vanda.
Verkefnastjóri upplýsti um stöðu einstakra mála hvað félagsþjónustu varðar - skráð í trúnaðarbók. | 15.2. 2501030 - Heimsendur matur í Dalabyggð Rætt um heimsendingu á heitum mat. Koma þarf á regluverki í kringum verkefnið en verkefnastjóra fjölskyldumála og verkstjóra heimaþjónustu falið að vinna að málum í anda umræðu á fundinum fyrst í stað. | 15.3. 2503004 - Frumkvæðisathuganir Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála 2025 Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þær aðgerðir og reglur sem Dalabyggð hefur nú þegar sett sér í þeim málaflokkum sem um ræðir. | 15.4. 2406000 - Forvarnarmál Fyrirhugaðir eru fyrirlestrar varðandi forvarnarmál fimmtudaginn 20.mars n.k. Eru þeir hugsaðir fyrir elsta stig grunnskóla, foreldra og forráðamenn. | | |
|
16. 2502003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 43 | Lagt fram til kynningar. | 16.1. 2410020 - Jörvagleði 2025 Verið er að ganga frá viðburðum og dagskrá, lagt upp með að birta dagskrá í lok mars. Nefnd skiptir með sér verkum.
Næsti fundur verður þriðjudaginn 25. mars | | |
|
17. 2503004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 44 | Lagt fram til kynningar. | 17.1. 2410020 - Jörvagleði 2025 Dagskrá Jörvagleði 2025 er tilbúin til birtingar. Auglýsingar og viðburðir fara út fyrir mánaðarmót. | | |
|
|
19. 2501002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025 | Lagt fram til kynningar. | 186 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf | | |
|
20. 2501005 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2025 | Lagt fram til kynningar. | Fundur-229..pdf | | |
|
| |
21. 2503001 - Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 2025 | |
Lagt fram til kynningar. | Scan_Daníel Jakobsson_202503031650..pdf | | |
|
22. 2503008 - Aðalfundarboð veiðifélags Laxár í Hvammssveit | |
Lagt fram til kynningar. | Aðalfundaboð.pdf | | |
|
23. 2503009 - Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands 2025 | |
Lagt fram til kynningar. | Fundarboð aðalfundar SV 26. mars 2025..pdf | | |
|
24. 2503010 - Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025 | |
Lagt fram til kynningar. | Aðalfundarboð 2025..pdf | | |
|
25. 2503011 - Aðalfundarboð Símenntunar á Vesturlandi 2025 | |
Lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða. | Aðalfundarboð.pdf | | |
|
26. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025 | Til máls tók: Björn Bjarki.
Lagt fram til kynningar. | 254. fundur 25.mars 2025.pdf | | |
|