Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 254

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.03.2025 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt er til að mál nr. 2406000, Forvarnarmál, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 2.

Lagt er til að mál nr. 2503005F, fundargerð byggðarráðs, fundur nr. 333, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr.10.

Lagt er til að mál nr. 2502006F, fundargerð atvinnumálanefndar, fundur nr. 52, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr.13.

Lagt er til að mál nr. 2503004F, fundargerð menningarmálanefndar, fundur nr. 44, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr.17.

Lagt er til að mál nr. 2503011, fundarboð á aðalfund Símenntunar á Vesturlandi, verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður nr.24.


Aðrir liðir færist til skv. fyrrgreindu.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir lið 1 og kynnti jafnframt ársreikning Dalabyggðar 2024.
1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024
Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2024 lagður fram til fyrri umræðu.

Byggðarráð tók ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2024 til umræðu á 333. fundi sínum og var Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi gestur fundarins sem haldinn var þann 24. mars og bókaði byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi:
"Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2024 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2024.

Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2024.

Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða."

Til máls tóku: Ingibjörg, Haraldur, Björn Bjarki.

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2024 námu 1.204 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.140 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,97% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk en lögbundið hámark þess flokks er 0,625%, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess flokks er 1,65%.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 46 millj. kr., rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 1.060 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 924 millj. kr.

Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Ársreikningur Dalabyggð 2024.pdf
Dalabyggð - Sundurliðunarbók.pdf
2. 2406000 - Forvarnarmál
Félagsmálanefnd samþykkti á 73. fundi sínum forvarnarstefnu Dalabyggðar 2025 - 2027 og óskaði umsagnar Ungmennaráðs sem hefur nú fundað og gerir ekki athugasemdir við framkomna stefnu.
Er Forvarnarstefna Dalabyggðar 2025 - 2027 hér lögð fram til afgreiðslu og staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Forvarnastefna Dalabyggðar 2025 - 2027.pdf
3. 2410010 - Brothættar byggðir DalaAuður
Framlagður viðaukasamningur til staðfestingar sveitarstjórnar Dalabyggðar við samning um verkefnið "Brothættar byggðir í Dalabyggð".
Til máls tók: Ingibjörg.

Samþykkt samhljóða.
2025-03-xx Viðaukasamningur við samning um verkefnið DalaAuð milli BSt. Dalabyggðar og SSV.pdf
4. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Byggðarráð fjallaði um fjallskilasamþykkt Dalabyggðar á 332. fundi sínum sem haldinn var þann 27. febrúar sl. og lagði til að sveitarstjórn tæki samþykktina til umfjöllunar á 254. fundi sínum og í kjölfarið yrði farið í samráðsferli með hagaðilum.
Til máls tók: Garðar.

Lagt til að sveitarstjóri boði til fundar með fjallskiladeildum.

Samþykkt samhljóða.
5. 2502004 - Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna v/2024
Á 332. fundi byggðarráðs var tekin til umræðu og afgreiðslu tillaga varðandi varúðarniðurfærslu skattkrafna og afskriftir og eftirfarandi bókað:

"Kynnt tillaga að varúðarniðurfærslu viðskiptakrafna verði hækkuð um 1,3 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi viðskiptakrafna í lok árs 2024.

Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði lækkuð um 2 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi skattkrafna í lok árs 2024."

Samþykkt byggðarráðs er hér lögð fram til staðfestingar í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
6. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Á 154. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi skipulagsmál og áform landeiganda um uppbyggingu.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu skv. 3. mgr. 41. greinar Skipulagslaga, með eftirfarandi breytingum:

1. Við framlagt deiliskipulag verði bætt tveimur íbúðarhúsalóðum.

2. Í athugasemdum við auglýsta tillögu kemur fram að endurskoðun friðunarákvæða Breiðafjarðar standi yfir og geti það haft áhrif á kvaðir á eigendur þeirra lóða sem til verða.

3.Nefndin tekur undir með tillögu Glaðs um að gera ráð fyrir reiðvegi um fjöru, í norðurátt frá réttinni, inn að fjarðarbotni."

Hér er samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Til máls tók: Guðlaug.

Samþykkt samhljóða.
7. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri
Á 154. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Framlögð beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmöstrum.
Nefndin bendir á að rúm 2 ár eru frá því að síðast féll úr gildi framlenging á stöðuleyfi. Ljósabúnaður hefur ekki verið í lagi, nema hluta þess tíma. Hætta getur skapast af ljóslausu mastri og nefndin telur að nauðsynlegt sé að fjarlægja þau hið fyrsta.

Nefndin samþykkir því ekki áframhaldandi stöðu mastranna og beinir staðfestingu á því til sveitarstjórnar."

Hér er samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar Dalabyggðar.

Til máls tók: Guðlaug.

Samþykkt samhljóða.
8. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Á 154. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Kynntar framkomnar umsagnir og rædd viðbrögð vegna auglýstra tillagna vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagtillagna í Ólafsdal.
Nefndin ræddi fram komnar athugasemdir og drög að viðbrögðum. Skipulagsfulltrúa falið að klára viðbrögð í anda umræða á fundinum og leggja erindið þannig fyrir sveitarstjórn."

Ekki hefur reynst unnt að fullvinna viðbrögð vegna þessa og mikilvægt að fagnefndin fái erindið til frekari úrvinnslu og því er hér lögð fram sú tillaga að vísa málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar til afgreiðslu. Nefndin fundar næst þann 9. apríl n.k.

Til máls tók: Guðlaug.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
9. 2501002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 332
Lagt fram til kynningar.
9.1. 2502009 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú fyrir frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Byggðarráð þakkar fyrir kynningu Jöfnunarsjóðs og felur sveitarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum.
9.2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.
Staða mála rædd.
9.3. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þar sem fjárhagsáætlun fyrir árin 2025 - 2028 var afgreidd var eftirfarandi tillga samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að sveitarstjóra verði falið að hefja undirbúning að frekari sölu eigna Dalabyggðar á árinu 2025. Þær eignir sem um er að ræða eru t.a.m. félagsheimilið Tjarnarlundur, sem byggðarráð hefur þegar fjallað um á fundi sl. sumar, félagsheimilið Árblik og sumarhúsalóðir að Laugum í Sælingsdal svo dæmi séu tekin. Horft verði til þeirra skylduverkefna sem sveitarfélögum ber að sinna við ákvörðun um eignarhald og sölu einstakra eigna út úr eignasafni sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri hafi samráð við byggðarráð og meðeigendur Dalabyggðar þar sem við á varðandi ferli máls hvað einstaka eignir varðar."

Í ljósi ofangreindrar samþykktar þá er óskað eftir heimild byggðarráðs til að hefja söluferli á Félagsheimilunum Tjarnarlundi og Árbliki og sumarhúsalóðum að Laugum í Sælingsdal. Haft verði samráð við meðeigendur Dalabyggðar þar sem við á.
Staða mála rædd og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
9.4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og lítilsháttar breytingar á skipuriti Dalabyggðar
Unnið áfram að nýju skipuriti sem kynnt verði á næsta fundi byggðarráðs.
9.5. 2502004 - Varúðarniðurfærsla viðskipta- og skattkrafna 2024
Kynnt tillaga að varúðarniðurfærslu viðskiptakrafna verði hækkuð um 1,3 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi viðskiptakrafna í lok árs 2024.

Kynnt tillaga um að varúðarniðurfærsla vegna útistandandi skattkrafna verði lækkuð um 2 millj.kr. frá því sem nú er vegna útistandandi skattkrafna í lok árs 2024.
Samþykkt samhljóða.
9.6. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Umræðu og afgreiðslu að tillögu að uppfærðri samþykkt um gæludýrahald var vísað til byggðarráðs á 253. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 13. febrúar sl.
Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9.7. 2502003 - Umsókn vegna styrkvega 2025
Kynnt tillaga að umsókn Dalabyggðar í styrkvegasjóð 2025.
Samþykkt samhljóða
9.8. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024
Kynnt staða mála á vinnu við gerð uppgjörs fyrri árið 2024.
Staða mála kynnt.
9.9. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023
Rætt um næstu skref varðandi skýrslu starfshóps Dalabyggðar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra m.t.t. einstakra þátta hennar.

Jafnframt framlagt erindi frá eigendum Vígholtsstaða, Húsholts og Melholts í Dalabyggð þar sem lýst er vilja eigenda fyrrgreindra jarða og lóða til samstarfs um leit að heitu vatni með vísan í ofangreinda skýrslu og þann kafla hennar sem fjallar um jarðhitaleit.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila og aðra hagaðila með fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
9.10. 2410009 - Fjallskilasamþykkt
Rætt um áherslur fyrir uppfærslu fjallskilasamþykktar Dalabyggðar
Byggðarráð leggur til að unnin verði drög að fjallskilasamþykkt fyrir næsta sveitarstjórnarfund sem síðan verði sett í samráðsferli.
9.11. 2502010 - Erindi vegna afnota af húsnæði
Borist hefur erindi frá Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi varðandi afnot af húsnæði til félagsstarfs.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Sveitarstjóra falið að koma með tillögu að nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Miðbraut 11 fyrir byggðarráð.
10. 2503005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 333
Lagt fram til kynningar.
10.1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024
Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2024 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferð ársreiknings á fundinum.

Byggðarráð samþykkir ársreikning 2024 fyrir sitt leiti og vísar honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
11. 2501003F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 138
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 5.

Lagt fram til kynningar.
11.1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum.
Rætt um reglur Dalabyggðar um móttöku fósturbarna í Auðarskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í skólastarfinu.
Varðandi reglur um móttöku fósturbarna þá samþykkir fræðslunefnd að fela verkefnastjóra fjölskyldumála og skólastjóra að vinna tillögu að uppfærðum reglum fyrir næsta fund fræðslunefndar m.t.t. umræðna á fundinum.
11.2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Skólastjóri kynnti hvernig verið er að koma upplýsingum um stöðu gæðaviðmiða skólans á framfæri á heimasíðu Auðarskóla.
Einnig kynnti skólastjóri að bætt hefði verið í upplýsingagjöf í fréttabréfi til foreldra.
11.3. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025
Rætt um málefni tónlistarskólans, námsframboð og fleira í framhaldi af umræðum á síðasta fundi.
Fram kom að ekki er í gildi samræmd skólanámskrá tónlistarskóla í landinu og það verið svo í töluverðan tíma. Rætt um möguleika þess að bjóða upp á einhverskonar opið nám fyrir yngstu nemendur í tónlist þannig að þeir gætu prófað fleiri en eitt hljóðfæri. Skólastjóri og kennarar taka jákvætt þess konar útfærslu og munu koma því á framfæri.
Rætt um hljóðfærakost skólans t.a.m. er flygill orðinn mjög lúinn. Fara þarf yfir þau mál sem og aðstöðu til að færa hljóðfærin. Einnig rætt um þann möguleika að bjóða upp á nám fyrir fullorðna.
Í tónlistarskólanum núna eru í kringum 40 nemendur.
Fræðslunefnd þakkar þeim Sigurbjörgu og Ólafi fyrir gott samtal.
11.4. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnir stöðu mála.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti yfirlit yfir þá tengiliði sem komnir eru varðandi farsæld barna í Dalabyggð og hvernig fyrirhugað er að halda á málum varðandi kynningu og fleira á næstunni.
11.5. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Farið yfir stöðu mála í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Lýðheilsufulltrúi og skólastjóri fóru yfir hvernig fyrirhuguð er starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir miðstig og elsta stig. Á áætlun er að hefja starfið á næstunni og verður frekari tímasetning og útfærsla kynnt fyrir nemendum og foreldrum.
11.6. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal
Kynnt staða mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Rætt um akstur framhaldsskólanemenda í MB. Fræðslunefnd samþykkir að kynna núverandi fyrirkomulag og kalla jafnframt eftir því hvort nemendur óska eftir akstri í MB á næsta skólaári.
12. 2502004F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 51
Lagt fram til kynningar.
12.1. 2412027 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2025
Rekstraraðilar Tjaldsvæðis í Búðardal mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
12.2. 2412017 - Árblik 2025
Rekstraraðili Árbliks mætir á fund nefndarinnar og fer yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Guðrún Esther fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
12.3. 2412026 - Vínlandssetur 2025
Rekstraraðilar Vínlandsseturs mæta á fund nefndarinnar og fara yfir starfsárið 2024 og áætlanir 2025 (gestir).
Anna Sigríður fer yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2025.
12.4. 2502007 - Tollamál
Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu um breytingar á tollalögum, nr. 88/2005.
Fyrirhugað að gera breytingar á inntaki c-liðar 5. athugasemdar við 4. kafla tollskrárinnar, sem er viðauki við tollalög, nr. 88/2005. Um er að ræða innleiðingu á túlkun Alþjóðatollstofnuninni (WCO) á samhljóða athugasemd í tollanafnaskrá stofnunarinnar.

Er það í andstöðu við úrskurði stofnana og dómsstiga íslenska réttarkerfisins þar sem þegar er búið að úrskurða um tollflokkun hjá Skattinum, í Héraðsdómi (í tvígang), Landsrétti, Hæstiréttur neitað áfrýjun, Endurupptökudómur neitað endurupptöku og íslensk stjórnvöld búin að senda tilkynningu til WCO um að varan flokkist á ákveðinn hátt hérlendis; mjólkurostur getur aldrei flokkast sem jurtaostur.

Samtök landbúnaðar- og matvælaframleiðenda mótmæla harðlega þessum áformum og hafa sent ráðherra bréf þar að lútandi.
Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um helgina að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra hafi ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun jurtaosts til að skoða málið betur í samráði við hagaðila.

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar fagnar ákvörðun ráðherra um að afturkalla áformin og að samráð skuli haft við hagaðila.
Nefndin hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um innlenda framleiðslu.
12.5. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í janúar var 4,2% og hækkaði úr 3,8% frá desember.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni í janúar og hækkaði úr 3,7% frá desember.
Á Vesturlandi hækkaði atvinnuleysi úr 3,3% í desember í 3,5% í janúar.
Atvinnulausum fjölgaði í öllum atvinnugreinum í janúar mest í verslun og vöruflutningum.
Alls komu inn 185 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í janúar, þar af 15 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
13. 2502006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 52
Lagt fram til kynningar.
13.1. 2501038 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2025
Markaðsstofa Vesturlands kemur í heimsókn.
Nefndin þakkar Margréti fyrir komuna og kynningu á starfsemi Markaðsstofu Vesturlands.
13.2. 2404001 - DalaAuður - staða mála
Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri DalaAuðs kemur fyrir fundinn og fer yfir stöðuna.
Nefndin þakkar Lindu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu DalaAuðs.
Ársskýrsla DalaAuðs 2024 hefur verið birt á heimasíðu Byggðastofnunar og hægt að nálgast hana á heimasíðu Dalabyggðar.
13.3. 2503007 - Átak í leit og nýtingu jarðhita
Átakið beinist að leit og nýtingu jarðhita á svo nefndum köldum svæðum, þar sem húsnæði er hitað með rafmagni eða olíu. Í dag eru yfir 90% íslenskra heimila með aðgang að jarðhitaveitu, en þau 10% sem ekki hafa aðgang að jarðhitaveitu þurfa ýmist að hita heimili sín með rafmagni eða olíu. Kynningarfundur var haldinn 13. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
13.4. 2501037 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2025
Skráð atvinnuleysi á landsvísu í febrúar var 4,3% og hækkaði úr 4,2% frá janúar.
Atvinnuleysi var 4,1% á landsbyggðinni í febrúar og stóð í stað frá janúar.
Á Vesturlandi lækkaði atvinnuleysi úr 3,5% í janúar í 3,3% í febrúar.
Atvinnulausum fjölgaði í nokkrum atvinnugreinum í febrúar, mest í verslun og vöruflutningum. Atvinnulausum fækkaði líka í nokkrum atvinnugreinum en mest þó í gistiþjónustu.
Alls komu inn 275 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í febrúar, þar af 8 á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
14. 2502001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 154
Lagt fram til kynningar.
14.1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Umsagnarferli um tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal er nú lokið skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga og þarf u&s nefnd að bregðast við framkomnum athugasemdum.

Um er að ræða skv. bókun á 152. fundi nefndarinnar skipulagssvæðið norðan Miðbrautar sem tekur til íbúðarbyggðar ÍB2 og ÍB3 við Búðarbraut, Dalbraut, Gunnarsbraut og Sunnubraut. Aðliggjandi er svæði fyrir samfélagsþjónustu S14 er reitur dvalarheimilisins Silfurtúns.
Ásamt miðsvæði M1 norðan Miðbrautar og aðliggjandi opins svæðis OP9.
Skipulagssvæðið sunnan Miðbrautar tekur til íbúðarbyggðar ÍB5 við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og aðliggjandi opins svæðis OP4 suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. Deiliskipulagið nær inn á útivistarsvæði OP3 meðfram ströndinni.
Nefndin fór yfir athugasemdir og fól skipulagsfulltrúa að fullvinna breytingar og funda með eigendum þar sem það á við og gera skipulagið tilbúið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
14.2. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi skipulagsmál og áform landeiganda um uppbyggingu.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu skv. 3. mgr. 41. greinar Skipulagslaga, með eftirfarandi breytingum:

1. Við framlagt deiliskipulag verði bætt tveimur íbúðarhúsalóðum.

2. Í athugasemdum við auglýsta tillögu kemur fram að endurskoðun friðunarákvæða Breiðafjarðar standi yfir og geti það haft áhrif á kvaðir á eigendur þeirra lóða sem til verða.

3.Nefndin tekur undir með tillögu Glaðs um að gera ráð fyrir reiðvegi um fjöru, í norðurátt frá réttinni, inn að fjarðarbotni.
14.3. 2502011 - Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmastri
Framlögð beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingarmöstrum.
Nefndin bendir á að rúm 2 ár eru frá því að síðast féll úr gildi framlenging á stöðuleyfi. Ljósabúnaður hefur ekki verið í lagi, nema hluta þess tíma. Hætta getur skapast af ljóslausu mastri og nefndin telur að nauðsynlegt sé að fjarlægja þau hið fyrsta.

Nefndin samþykkir því ekki áframhaldandi stöðu mastranna og beinir staðfestingu á því til sveitarstjórnar.
14.4. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Kynntar framkomnar umsagnir og rædd viðbrögð vegna auglýstra tillagna vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagtillagna í Ólafsdal.
Nefndin ræddi fram komnar athugasemdir og drög að viðbrögðum. Skipulagsfulltrúa falið að klára viðbrögð í anda umræða á fundinum og leggja erindið þannig fyrir sveitarstjórn.
14.5. 2502012 - Umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 22
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Lækjarhvammi 22 í Búðardal.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna og að veita leyfið.
15. 2503001F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 74
Lagt fram til kynningar.
15.1. 2501031 - Félagsmál 2025
Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála tengdum málaflokknum.
Rætt um stöðu barnaverndarmála sem Dalabyggð er nú með tímabundna heimild til reksturs málaflokksins. Viðræður við Akraneskaupstað um umsjón þessa málaflokks hafa nú runnið sitt skeið.

Rætt um væntanlega yfirtöku ríkisins á málefni tengdum börnum með fjölþættan vanda.

Verkefnastjóri upplýsti um stöðu einstakra mála hvað félagsþjónustu varðar - skráð í trúnaðarbók.
15.2. 2501030 - Heimsendur matur í Dalabyggð
Farið yfir stöðu mála og næstu skref.
Rætt um heimsendingu á heitum mat. Koma þarf á regluverki í kringum verkefnið en verkefnastjóra fjölskyldumála og verkstjóra heimaþjónustu falið að vinna að málum í anda umræðu á fundinum fyrst í stað.
15.3. 2503004 - Frumkvæðisathuganir Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála 2025
Niðurstöður frumkvæðisathugana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála kynntar.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þær aðgerðir og reglur sem Dalabyggð hefur nú þegar sett sér í þeim málaflokkum sem um ræðir.
15.4. 2406000 - Forvarnarmál
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þá vinnu sem í gangi er varðandi forvarnarmál í Dalabyggð.
Fyrirhugaðir eru fyrirlestrar varðandi forvarnarmál fimmtudaginn 20.mars n.k. Eru þeir hugsaðir fyrir elsta stig grunnskóla, foreldra og forráðamenn.
16. 2502003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 43
Lagt fram til kynningar.
16.1. 2410020 - Jörvagleði 2025
Skipulag Jörvagleði heldur áfram.
Verið er að ganga frá viðburðum og dagskrá, lagt upp með að birta dagskrá í lok mars. Nefnd skiptir með sér verkum.

Næsti fundur verður þriðjudaginn 25. mars
17. 2503004F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 44
Lagt fram til kynningar.
17.1. 2410020 - Jörvagleði 2025
Dagskrá fyrir Jörvagleði unnin áfram.
Dagskrá Jörvagleði 2025 er tilbúin til birtingar.
Auglýsingar og viðburðir fara út fyrir mánaðarmót.
18. 2501003 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 965..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 967..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 966..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 969..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 968..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 970..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 964..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 971..pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 972..pdf
19. 2501002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025
Lagt fram til kynningar.
186 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
20. 2501005 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2025
Lagt fram til kynningar.
Fundur-229..pdf
Mál til kynningar
21. 2503001 - Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 2025
Hér er framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fór þann 20.mars sl. Sveitarstjóri fór með atkvæði Dalabyggðar á fundinum.
Lagt fram til kynningar.
Scan_Daníel Jakobsson_202503031650..pdf
22. 2503008 - Aðalfundarboð veiðifélags Laxár í Hvammssveit
Framlagt fundarboð á aðalfund veiðifélags Laxár í Hvammssveit.

Garðar Freyr Vilhjálmsson er fulltrúi Dalabyggðar á fundinum sbr.samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar í júní 2022.

Lagt fram til kynningar.
Aðalfundaboð.pdf
23. 2503009 - Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands 2025
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands.

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir er fulltrúi Dalabyggðar á fundinum sbr.samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar í júní 2022.

Lagt fram til kynningar.
Fundarboð aðalfundar SV 26. mars 2025..pdf
24. 2503010 - Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2025
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Skúli Hreinn Guðbjörnsson eru fulltrúar Dalabyggðar á fundinum sbr.samþykkt sveitarstjórnar Dalabyggðar í júní 2022.

Lagt fram til kynningar.
Aðalfundarboð 2025..pdf
25. 2503011 - Aðalfundarboð Símenntunar á Vesturlandi 2025
Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunar á Vesturlandi.

Lagt er til að Jóhanna María Sigmundsdóttir fari með atkvæði Dalabyggðar á fundinum.

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.
Aðalfundarboð.pdf
26. 2501008 - Skýrsla sveitarstjóra 2025
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
254. fundur 25.mars 2025.pdf
Rætt um tímasetningu næsta sveitarstjórnarfundar, hann verði haldinn kl. 14:00 í ljósi þess að árshátíð Auðarskóla verður haldin fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei