Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 131

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.05.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024 - 2029
Til fundar mætir (í gegnum fjarfundarbúnað) Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði skólaþjónustu. Rætt um framkomna Menntastefnu Dalabyggðar, kynningu á henni sem og um tillögu að verklagsreglum fyrir fræðslunefnd til að vinna samkvæmt.
Fræðslunefnd fagnar framkominni tillögu að verklagsreglum fyrir fræðslunefnd og samþykkir að vinna framvegis samkvæmt þeim ramma sem þar er lagður f.o.m. næsta skólaári.

Rætt var um hvernig staðið verði að innleiðingu Menntastefnu Dalabyggðar á næstu misserum.
2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum sem og drög að starfsáætlun skólans fyrir komandi skólaár. Starfsáætlun verður kynnt frekar á næsta fundi fræðslunefndar. Einnig var farið yfir stöðu á vinnu við gerð handbókar skólaþjónustu og farsældar.
Skólastjóri kynnti að nú er til umsagnar frumvarp til laga um inngildandi menntun sem er frumvarp til laga núna.
Skólastjóri rakti þær breytingar sem orðið hafa á stoðþjónustu fræðslumála í Dalabyggð á síðustu 12 mánuðum. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála mættu f.h. Dalabyggðar á Farsældardag Vesturlands sem haldinn var á vegum SSV fyrir stuttu en þar kynntu þær breytingar sem orðið hafa á fyrrgreindum þáttum í þágu farsældar.
Skólastjóri kynnti bókun skólaráðs varðandi hvatningu til nemenda um að æfa lestur yfir sumarið svo eitthvað sé nefnt og vísað til vefsvæða sem eru aðgengileg vegna þessa.
3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum. Margir þættir sem bókað er um undir málefnum grunnskóla eiga einnig við varðandi starfsemi leikskóla.
4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála varðandi útboð á skólaakstri, útboðið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup.
5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Í framhaldi af síðasta fundi fræðslunefndar þar sem rætt var um málefni tónlistarskólans m.a. með það fyrir augum hvort mögulegt væri að rýmka heimildir til starfsemi hans með það fyrir augum að gefa fleirum tækifæri til tónlistarnáms í Dalabyggð þá hafa starfsmenn kannað hvar og/eða hvort fordæmi séu til staðar til að miða við. Farið yfir stöðu málsins.
6. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshópsins kynnti stöðu mála í vinnunni.
Skólastjóri og áheyrnarfulltrúi starfsmanna viku af fundi að loknum lið 6 á dagskrá.
Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7.
7. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfsins í málaflokknum sumarið 2024.
Farið yfir stöðu skráninga í sumarstarfið sem verður á vegum Íþróttafélagsins Undra, forráðamenn eru hvattir til að skrá sín börn sem fyrst ef áhugi er á þátttöku.

Verið er að vinna í lagfæringum á ákveðnum þáttum á íþróttavellinum og fór íþrótta- og tómstundafulltrúi yfir stöðuna á því. Rætt um að fá sjálfboðaliða til þess að fara í átaksverkefni á íþróttavallarsvæðinu á allra næstu dögum. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við UDN um samstarf varðandi framkvæmdina.
8. 2404019 - Eldhugar
Á síðasta fundi fræðslunefndar var framlagt erindi frá Þorgrími Þráinssyni sem ber heitið Eldhugarnir. Frá því á síðasta fundi hefur formaður fræðslunefndar átt í samskiptum við ÞÞ um verkefnið og mögulegt samstarf við Dalabyggð.
Útlit er fyrir að Þorgrímur komi í heimsókn til okkar í Dalabyggð á haustmánuðum.
9. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:09 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei