Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 39

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.06.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Alexandra Rut Jónsdóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2303008 - Fjallskil 2023 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 3.
Samþykkt samhljóða.

Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri sat fundinn til kl. 17:30


Dagskrá: 
Almenn mál
Bjarnheiður Jóhannsdóttir vék af fundi kl.18:05
1. 2208004 - Vegamál
Nefndin vinnur áfram með forgangsröðun samgöngu- og vegamála.
Nefndin hefur lokið við forgangsröðun og felur verkefnastjóra að ganga frá skjalinu.
Nefndin samþykkir að klára lokafrágang í tölvupósti áður en það er lagt fyrir sveitarstjórn.
2. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023
Rætt um mögulegt fyrirkomulag varðandi þrif á salernum í Skarðsstöð sumarið 2023.
Atvinnumálanefnd leggur til að skoðað verði hvort kostnaður við tilraunaverkefni vegna opnunar og þrifa á salerni í Skarðsstöð rúmist innan fjárhagsáætlunar, áætlað er að kostnaður sé 500.000 kr.-
Miðað sé við að verkefnið fari fram sumarið 2023 og séu þrif framkvæmd tvisvar sinnum í viku. Í framhaldi verði auglýst eftir aðila til að taka að sér verkefnið.
3. 2303008 - Fjallskil 2023
Farið yfir skipan fjallskilanefnda og stöðu fjallskilamála
Farið yfir stöðu mála.
Samtal hefur verið tekið við fjallskilanefndir innan Dalabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei