Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 248

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.08.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu.
Til máls tóku: Garðar, Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
Forgangsröðun_uppfaersla_2024.pdf
2. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu forgangsröðun fjarskipta í sveitarfélaginu.
Til máls tók: Garðar.

Samþykkt samhljóða.
Forgangsrodun_fjarskipta_2024_juli_drog_atvinnumalanefnd.pdf
3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Lögð fram greinargerð og kynntar tillögur starfshóps sem skipaður var til að fara yfir skipulag íþrótta-, æskulýðs og tómstundastarfs í Dalabyggð.
Til máls tóku: Ingibjörg, Einar.

Lagt til að skýrslan og tillögur í henni séu samþykktar að undanskyldum kaflanum um viðbótartillögur en honum sé vísað til fræðslunefndar og byggðarráðs. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla starfshóps, undirrituð.pdf
4. 2406027 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
Alþingi samþykkti fyrir þinglok fyrr í sumar frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.
Á 324. fundi byggðarráðs sem haldinn var þann 27. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð samþykkir þátttöku Dalabyggðar í því verkefni sem um ræðir en vekur athygli á því að enn á eftir að skýra hvernig verkefnið verði útfært af hálfu ríkisvaldsins varðandi aðkomu jöfnunarsjóðs."
Í viðhengi með fundargerð er minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem og skjal með skiptingu framlaga úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga og er það í takt við þær frumáætlanir sem gerðar voru hjá okkur í Dalabyggð. Í því ljósi er lagt til að sveitastjórn Dalabyggðar staðfesti að Dalabyggð veiti nemendum grunnskóladeildar Auðarskóla gjaldfrjálsar máltíðir f.o.m. skólabyrjun í ágúst 2024 og vísi viðbótarkostnaði sem af því hlýst af hálfu Dalabyggðar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun sem tekin verður til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Einar.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða_04.07.2024..pdf
5. 2406018 - Fjallskil 2024
Farið yfir þau gögn sem hafa skilað sér frá fjallskilanefndum.
Til máls tóku: Þuríður, Eyjólfur, Björn Bjarki.

Lagt til að byggðarráð taki fyrir endurskoðun fjallskilasamþykktar og viðhald rétta.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir sem hafa skilað sér lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að byggðarráð taki álagningu fjallskila þeirra nefnda sem ekki hafa skilað nú þegar til umfjöllunar á fundi sínum 29. ágúst n.k.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð Fjallskjalanefnd 2024.pdf
Fjallskil á Skógarströnd 2024..pdf
fjallskil 2024, fundargerð..pdf
Fundargerð 30.7.2024..pdf
Fjallskilaseðill Saurbær 2024..pdf
Fjallskilaseðill Suðurdala 2024.pdf
Fundagerð fjallskiladeildar Hvammssveitar 2024[20466]..pdf
Fjallskilaseðill 2024..pdf
Fjallskil Suðurdalir2024..pdf
Fjallskilaseðill 2024.pdf
Fjallskil Fellsströnd leiðr skjal.pdf
Fundargerð fjallskilanefndar Suðurdala 05.08.24..pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2406003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 324
Lögð fram til kynningar.
6.1. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu mála varðandi samskipti við lána- og bankastofnanir vegna fjármögnunar á framkvæmdatíma.
Farið yfir verkáætlun og stöðuna varðandi upphaf framkvæmda. Stefnt er að því að girða framkvæmdasvæðið af og að framkvæmdir hefjist í byrjun júlí.
6.2. 2211012 - Uppbygging íbúðarhúsnæðis
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum sem átt hafa sér stað undanfarna daga við forráðamenn Eyktar ehf. varðandi uppbyggingu íbúða í Búðardal á grundvelli samskipta sem áttu sér stað í árslok 2022. Um er að ræða uppbyggingu á 4 íbúðum í raðhúsi.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Eykt ehf. lóð við Bakkahvamm 10 fyrir allt að 4 íbúðir í raðhúsi.
6.3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Til staðfestingar eru samningar við verktaka vegna skólaaksturs árin 2024 til 2027 í kjölfar útboðs sem framkvæmt var í samstarfi við Ríkiskaup.
6.4. 2406017 - Tónlistarnám á Akureyri
Framlögð umsókn um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Samþykkt samhljóða.
6.5. 2406018 - Fjallskil 2024
Byggðarráð beinir því til fjallskilanefnda að ljúka undirbúningi vegna fjallskila fyrir fund sveitarstjórnar 15. ágúst vegna fjallskila haustið 2024. Fjártölur verða sendar til fjallskilanefnda.
6.6. 2406020 - Málefni bænda vegna kuldatíðar í byrjun júní
3.-8. júní sl. gekk slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda yfir landið. Hret þetta kom það seint að búið var að sleppa lambfé að mestu út og þar sem veður og aðstæður voru verstar þurfti að hýsa fé og annan búfénað. Hretið hafði m.a. neikvæð áhrif á tún og aðra jarðrækt, búfénað og fuglalíf. Ljóst er að afleiðingar veðursins geta haft töluverð áhrif á afkomu bænda í haust og stöðu þeirra næsta vetur þegar litið er til fóðuröflunar.
Byggðarráð tekur undir bókun atvinnumálanefndar frá því á síðasta fundi nefndarinnar um málefnið og felur sveitarstjóra að koma þeirri ályktun á framfæri við hlutaðeigandi aðila.

Bókun atvinnumálanefndar er svohljóðandi:
"Áföll sem þessi minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar matvælaframleiðslu á Íslandi. Innlend og sjálfbær matvælaframleiðsla er hluti af þjóðaröryggi okkar. Afföll sem af þessu leiða geta haft verulegar og langvarandi afleiðingar á landsvísu, þar má bæði horfa til framleiðslunnar sjálfrar sem og stöðu og starfsumhverfi bænda. Hætta er á brottfalli úr greininni, hvort sem bændur fækka í bústofni eða hætta alfarið þegar áföll á borð við þetta bætast við brothætta stöðu atvinnugreinarinnar. Víða voru heybirgðir í vor með minnsta móti, eftir hretið eru allar líkur á að heyfengur verði með minna móti og því gæti reynst erfitt að koma þeim til aðstoðar sem hafa orðið hvað verst úti. Nauðsynlegt er að bíða ekki boðanna hvað varðar úrræði og aðstoð, því full áhrif munu ekki verða ljós fyrr en í haust/vetur þegar bændur hafa hirt fóður og tekið gripi á hús. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar lýsir yfir samstöðu með bændum bæði innan héraðs og utan. Nefndin beinir því til stjórnvalda að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst. Hér skiptir forysta ráðherra landbúnaðarmála miklu máli."
6.7. 2406024 - Íbúakönnun landshlutanna 2023
Komin er samantekt á niðurstöðum úr Íbúakönnun landshlutanna 2023: Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða.
Dalir hækkuðu mest á milli kannana og voru hástökkvarar könnunarinnar.
Í Dölunum löguðust mest á milli kannanna fjórir þættir er tengjast afþreyingu (íþróttir, afþreying, unglingastarf, menning), þrír þættir er tengjast vinnumarkaði (atvinnuöryggi, atvinnurekstur og atvinnuúrval) en líka munaði um þjónustu við fólk í fjárhagsvanda, skipulagsmál og framhaldsskóla.
Loftgæði og heilsugæsla voru mest áberandi í þeim fjórðungi líkansins sem hélt utan um þætti sem voru betri í Dölunum en á höfuðborgarsvæðinu (HBSV) en voru jafnframt mikilvægari íbúum Dala en íbúum HBSV. Almenningssamgöngur var sá þáttur sem var verstur í samanburði við HBSV en samtímis minna mikilvægur íbúum Dalanna en HBSV.
Byggðarráð lýsir ánægju með góða þátttöku íbúa Dalabyggðar í könnuninni og þeim stíganda sem orðið hefur í viðhorfi íbúa til þjónustu í Dölum á milli kannanna. Ljóst er að hægt að nýta könnun sem þessa til að bæta í varðandi þá þætti sem koma síður út en aðrir.
Jafnframt hvetur byggðarráð íbúa til að mæta á kynningu á útkomu könnunarinnar sem fram fer í Nýsköpunarsetrinu föstudaginn 28. júní n.k. kl. 12:00.
6.8. 2406027 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
Alþingi samþykkti fyrir skömmu frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við nýgerða langtímakjarasamninga á vinnumarkaði og leggja grundvöll að bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks.
Byggðarráð samþykkir þátttöku Dalabyggðar í því verkefni sem um ræðir en vekur athygli á því að enn á eftir að skýra hvernig verkefnið verði útfært af hálfu ríkisvaldsins varðandi aðkomu jöfnunarsjóðs.
6.9. 2401041 - Ungmennaráð 2024
Framlögð til kynningar fundargerð frá fundi ungmennaráðs með sveitarstjórn.
6.10. 2404006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 47
Framlögð til kynningar fundargerð atvinnumálanefndar.
6.11. 2405005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 132
Framlögð til kynningar fundargerð fræðslunefndar.
6.13. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlögð fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
7. 2406005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 325
Lögð fram til kynningar.
7.1. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Kynnt tillaga að tímaramma vegna undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2025 til 2028.
Jafnframt er framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með uppfærðum forsendum varðandi fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir komandi ár, byggt á nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kom út 28. júní sl.
Rætt um einstaka þætti sem hafa þarf í huga við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár, t.a.m. innleiðingu rafrænna lausna.
Byggðarráð samþykkir að vinna samkvæmt þeim tímaramma sem lagður er til, sjá fylgigagn.
7.2. 2407004 - Fjárhagsáætlun 2024 -staða mála á rekstri eftir 6 mánuði
Farið yfir stöðu á rekstri Dalabyggðar og undirstofnana fyrstu 6 mánuði ársins 2024.
Ekki er um veruleg frávik að ræða heilt yfir og reksturinn í jafnvægi.
7.3. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins og hvernig tímalína ákveðinna verkþátta næstu vikur lítur út.
7.4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf í Dalabyggð mætti á fundinn. Starfshópurinn hefur verið að störfum frá því 8. febrúar sl. og hefur haldið 5 fundi.
Byggðarráð þakkar fyrir kynninguna og felur sveitarstjóra að vinna samkvæmt þeim umræðum sem fram fóru á fundinum í kjölfarið. Lokaskýrsla starfshópsins verður lögð fyrir sveitarstjórn á fundi í ágúst.
7.5. 2302004 - Vinnuhópur um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi
Kynnt drög að stöðugreiningu sem unnin hefur verið varðandi úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi.
Lokaskýrsla hópsins verður kynnt þegar líður frekar á sumarið. Samþykkt að taka málið upp í kjölfar þess í byggðarráði.
7.6. 2406029 - Félagsheimilið Tjarnarlundur
Lagt fram yfirlit yfir notkun, útleigu og rekstrarkostnað félagsheimilisins Tjarnarlundar undanfarin misseri og ár.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við meðeigendur Dalabyggðar um framtíðarfyrirkomulag varðandi rekstur og eignarhald á húsinu.
7.7. 2407001 - Umsagnarbeiðni Rekstrarleyfi Vínlandssetur ehf. vegna veitingastaðarins Blys.
Framlögð umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi varðandi útgáfu rekstrarleyfis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við rekstrarleyfi með þeim fyrirvara að rekstraraðili hafi gert samning vegna sorphirðu.
7.8. 2403021 - Styrkvegir 2024
Framlögð tilkynning frá Vegagerðinni um úthlutun fjármagns til styrkvega á árinu 2024 sem og tillaga um ráðstöfun þeirra fjármuna sem um ræðir.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu um útdeilingu fjármuna til viðhalds styrkvega en lýsir jafnframt vonbrigðum með að ekki sé um hærra framlag að ræða.
7.9. 2407005 - Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um tillögur ríkisins um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí sl., varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
Rætt var um framkomnar tillögur.
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir bókun stjórnar Samtaka heilbrigðissvæða á Íslandi frá 8.nóvember 2023 og leggst gegn því að starfsemi heilbrigðiseftirlits verði færð til ríkisins.
7.10. 2407007 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Kynnt umsókn um grunnskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir grunnskólavist utan lögheimilis.
7.11. 2407008 - Umsókn um leikskólavist í öðru sveitarfélagi
Kynnt umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð veitir samþykki sitt fyrir leikskólavist utan lögheimilis.
7.12. 2405001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 39
7.13. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 949 og 950.
8. 2406006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 326
Til máls tóku: Guðlaug um dagskrárlið 1 og 7 í fundargerð, Einar um dagskrárlið 2 í fundargerð og Björn Bjarki um dagskrárliði 2 og 4.

Lögð fram til kynningar.
8.1. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga
Framlagður til staðfestingar samningur Dalabyggðar við Skógræktarfélag Dalasýslu og Skógræktarfélag Íslands um Brekkuskóg við Búðardal.
Byggðarráð staðfestir samninginn.
8.2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Farið yfir stöðu verkefnisins og hvernig tímalína ákveðinna verkþátta næstu vikur lítur út.
Jarðvinna/uppgröftur er hafinn og er áætlað að sá þáttur taki um tvær vikur. Samþykkt að fá eftirlitsaðila verksins á næsta fund byggðarráðs.
8.3. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri kynntu stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
8.4. 2211012 - Uppbygging íbúðarhúsnæðis
Rætt um stöðu mála er varðar framboð íbúða og húsnæðis í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir lausar lóðir í Búðardal, hvernig mál standa varðandi úthlutaðar lóðir og hvaða möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka uppbyggingu íbúðarhúsnæðis því eins og staðan er nú er Búðardalur nánast uppseldur ef svo má segja og því ekki forsendur fyrir frekari fjölgun íbúa eins og sakir standa og því ljóst að grípa þarf til aðgerða í þá veru að íbúum fjölgi í Búðardal og Dalabyggð allri.
8.5. 2407009 - Lagning ljósleiðara í N-hluta Búðardals - framkvæmdarleyfi
Míla óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu ljósleiðara í hluta Búðardals. Tengja á öll hús við Vesturbraut og norður hluta þorpsins til og með Mið- og Borgarbraut.
Hönnun er þannig að almennt verður lagt við bakgarð lóða sbr. legu hitaveitu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti á 148. fundi sínum þann 7. ágúst 2024 að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara skv. fyrirliggjandi gögnum.
Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
8.6. 2407010 - Framkvæmdaleyfi fyrir 22,3 ha skógrækt í landi Hamra
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir á 148. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:
"Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn landeigenda og skv. 13. gr. Skipulagslaga."
Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
8.7. 2301065 - Ljárskógarbyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók málið fyrir á 148. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:
"Þann 2. ágúst sl. lauk auglýsingatíma aðalskipulagsbreytingar í landi Ljárskóga og samsvarandi deiliskipulagstillögu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 1. málsgr. 32. gr. skipulagslaga og nýtt deiliskipulag skv. 3. málsgr. 41. gr. skipulagslaga og leggur til við byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar."
Byggðarráð, í sumarleyfi sveitarstjórnar, staðfestir samþykkt umhverfis- og skipulagsnefndar.
8.8. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
8.9. 2406001F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 148
Mál til kynningar
9. 2402011 - Fundir Leigufélagið Bríet ehf 2024
Framlögð til kynningar fundargerð frá aðalfundi Leigufélagsins Bríet ehf.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar Leigufélagið Bríet ehf 270624.pdf
10. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lögð fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á 248. fundi.pdf
Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður fimmtudaginn 19. september 2024.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:18 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei